Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2024 18:32 Hjálmar Jónsson var bæði formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands um ellefu ára skeið. Í úttekt KPMG er hann sagður hafa bæði greitt reikninga og stofnað til kostnaðar fyrir hönd félagsins á sama tíma og hann lét færa til bókunar í bókhaldi félagsins. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri BÍ til tæpra tveggja áratuga og formaður frá 2010 til 2021, var skyndilega rekinn úr starfi í janúar. Stjórn félagsins vísaði til trúnaðarbrests á milli sín og framkvæmdastjórans. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, sem tók við af Hjálmari sem formaður, sagði hann hafa neitað sér um að fá að skoða bókhald félagsins. Blaðamannafélagið hefur nú sent félagsmönnum sínum upplýsingar úr úttekt sem KPMG gerði á bókhaldi félagsins eftir að niðurstaðan var kynnt á aðalfundi á þriðjudagskvöld. Upphaflega var óháður bókari fenginn til þess að fara yfir bókhaldið þrjú ár aftur í tímann en hann lagði til að reikningarnir yrðu skoðaðir áratug aftur í tímann. Alvarlegustu athugasemdir KPMG vörðuðu skort á aðgreiningu starfa hjá BÍ þar sem bókhald, samþykki reikninga og greiðsla þeirra var á sömu hendi. Hjálmar var bæði formaður og framkvæmdastjóri félagsins frá 2010 til 2021. Þannig hafði Hjálmar sem framkvæmdastjóri millifærsluaðgang og samþykkti einnig reikninga í bókhaldi félagsins fyrir utan styrki sem voru samþykkti af stjórnum hvers sjóðs eða samkvæmt reglugerð sjóða. Þetta fyrirkomulag taldi KPMG fela í sér hættu á að misferli og villur uppgötvuðust ekki. Þegar færslur í bókhaldi á árunum 2014 til 2023 voru skoðaðar kom í ljós að stofnað hefði verið til kostnaðar sem bar ekki með sér að sneri að rekstri félagsins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, núverandi formaður Blaðamannafélagsins. Hún sagði Hjálmar meðal annars hafa neitað sér um aðgang að bókhaldi félagsins áður en honum var vikið úr starfi. Fyrirframgreidd laun og styrkir Hjálmar millifærði á sjálfan sig tæpar 9,2 milljónir króna á sjö árum og lét færa í bókhaldi sem fyrirfram greidd laun þrátt fyrir að framkvæmdastjóri hefði ekki heimild til þess að ákveða sjálfur að greiða sér laun fyrir fram. Greiðslurnar komu ekki fram á launaseðlum Hjálmars þannig að ekki var hægt að rekja í bókhaldi félagsins að greiðslurnar tengdust fyrirfram greiddum launum. Millifærslurnar voru alls 28 á tímabilinu. Þær voru allt frá 100 þúsund krónum til einnar og hálfrar milljónar að upphæð í hvert sinn og voru ekki endurgreiddar fyrr en að allt að sex mánuðum liðnum. Endurgreiðslurnar fóru ekki í gegnum launakerfi heldur millifærði Hjálmar þær til félagsins eins og um endurgreiðslur á láni væri að ræða. Framkvæmdastjóri átti að fá samþykki stjórnar fyrir lánveitingum eða fyrirfram greiddum launum. Eins greiddi Hjálmar sér fjölmiðlastyrk sem blaðamenn fá mánaðarlega samkvæmt kjarasamningi einu sinni til tvisvar á ári fyrir fram. Þær greiðslur námu 2,9 milljónum króna á úttektartímabilinu. Eitt árið er Hjálmar sagður hafa oftekið fjölmiðlastyrk upp á 138 þúsund krónur. Stjórn veitti ekki heimild fyrir greiðslunum. Endurgreiddi hluta af kostnaði við tækjakaup Þá er Hjálmar sagður hafa byrjað að greiða sjálfum sér ökutækjastyrk umfram það sem var samið um í launakjörum ásamt greiðslu á dagpeningum árið 2018. Kostnaðurinn tengdist ferðum framkvæmdastjóra vegna orlofshúsa félagsins og fundum. Þessar greiðslur námu 3,2 milljónum króna á milli 2018 og 2023. Einnig voru greiðslur til tengdra aðila vegna aksturs og þrifa upp á 1,6 milljón króna á árunum 2014 til 2018. Hjálmar er sagður hafa átt að leita samþykkis stjórnar í báðum tilfellum. Auk þess gjaldfærði BÍ kostnað vegna kaupa á átta símum og tíu tölvum fyrir framkvæmdastjóra á milli 2014 og 2023. Kostnaðurinn nam 2,4 milljónum króna. Hjálmar endurgreiddi 325 þúsund krónur sem hlutdeild í kostnaðinum og á þessu ári endurgreiddi hann rúma hálfa milljón eftir starfslok þegar óskað var eftir því að tölvu yrði skilað. Hjálmar er einnig sagður hafa átt að fá samþykki stjórnar fyrir síma- og tölvukostnaðinum. Bauð lífeyrisþegum í kaffi og ferðir á kostnað félagsins KPMG fann einnig að hvernig greitt hafði verið út úr sjóðum BÍ í formanns- og framkvæmdastjóratíð Hjálmars. Þannig hefðu 7,8 milljónir króna verið greiddar út án samþykkis stjórna viðkomandi sjóða á tímabilinu. Samkvæmt starfsreglum sjóðanna átti stjórn að samþykkja útborgun styrkja nema þeirra styrkja sem heyra undir starfsreglur sjóðanna. Ekki fundust samningar við alla þá einstaklinga sem fengu greidd ritlaun frá Blaðamannafélaginu með skýringum á hvaða vinna var unnin. Ekki var til eignaskrá og því var ekki heldur hægt að sjá hvaða eignir félagið ætti þó að það gjaldfærði ýmsan kostnað vegna viðhalds og rekstrar sameignar og orlofshúsa. Í ljós kom við úttekt óháða bókarans að BÍ hafði greitt 7,6 milljónir króna í föstudagskaffi, vorferð og jólaboð fyrir „föstudagshóp“ lífeyrisþega á árunum 2014 til 2023. Ekki komu fram skýringar á hvers vegna félagið stofnaði til þessa kostnaðar og ekki fannst heimild frá stjórn þess fyrir honum. Kostnaðurinn tengdist ekki beint starfsemi BÍ. Hjálmar sendi mbl.is yfirlýsingu í dag þar sem hann fullyrti að hann hefði aldrei millifært á sig fé án heimildar þegar hann starfaði fyrir félagið. Hann segist ekki hafa fengið að sjá úttekt KPMG ennþá. Stéttarfélög Fjölmiðlar Félagasamtök Tengdar fréttir Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. 12. janúar 2024 16:51 Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. 11. janúar 2024 15:31 Hjálmar lætur af störfum eftir ágreining við stjórn BÍ Hjálmar Jónsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Honum bauðst að skrifa undir starfslokasamning en hann hafnaði. 10. janúar 2024 12:08 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri BÍ til tæpra tveggja áratuga og formaður frá 2010 til 2021, var skyndilega rekinn úr starfi í janúar. Stjórn félagsins vísaði til trúnaðarbrests á milli sín og framkvæmdastjórans. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, sem tók við af Hjálmari sem formaður, sagði hann hafa neitað sér um að fá að skoða bókhald félagsins. Blaðamannafélagið hefur nú sent félagsmönnum sínum upplýsingar úr úttekt sem KPMG gerði á bókhaldi félagsins eftir að niðurstaðan var kynnt á aðalfundi á þriðjudagskvöld. Upphaflega var óháður bókari fenginn til þess að fara yfir bókhaldið þrjú ár aftur í tímann en hann lagði til að reikningarnir yrðu skoðaðir áratug aftur í tímann. Alvarlegustu athugasemdir KPMG vörðuðu skort á aðgreiningu starfa hjá BÍ þar sem bókhald, samþykki reikninga og greiðsla þeirra var á sömu hendi. Hjálmar var bæði formaður og framkvæmdastjóri félagsins frá 2010 til 2021. Þannig hafði Hjálmar sem framkvæmdastjóri millifærsluaðgang og samþykkti einnig reikninga í bókhaldi félagsins fyrir utan styrki sem voru samþykkti af stjórnum hvers sjóðs eða samkvæmt reglugerð sjóða. Þetta fyrirkomulag taldi KPMG fela í sér hættu á að misferli og villur uppgötvuðust ekki. Þegar færslur í bókhaldi á árunum 2014 til 2023 voru skoðaðar kom í ljós að stofnað hefði verið til kostnaðar sem bar ekki með sér að sneri að rekstri félagsins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, núverandi formaður Blaðamannafélagsins. Hún sagði Hjálmar meðal annars hafa neitað sér um aðgang að bókhaldi félagsins áður en honum var vikið úr starfi. Fyrirframgreidd laun og styrkir Hjálmar millifærði á sjálfan sig tæpar 9,2 milljónir króna á sjö árum og lét færa í bókhaldi sem fyrirfram greidd laun þrátt fyrir að framkvæmdastjóri hefði ekki heimild til þess að ákveða sjálfur að greiða sér laun fyrir fram. Greiðslurnar komu ekki fram á launaseðlum Hjálmars þannig að ekki var hægt að rekja í bókhaldi félagsins að greiðslurnar tengdust fyrirfram greiddum launum. Millifærslurnar voru alls 28 á tímabilinu. Þær voru allt frá 100 þúsund krónum til einnar og hálfrar milljónar að upphæð í hvert sinn og voru ekki endurgreiddar fyrr en að allt að sex mánuðum liðnum. Endurgreiðslurnar fóru ekki í gegnum launakerfi heldur millifærði Hjálmar þær til félagsins eins og um endurgreiðslur á láni væri að ræða. Framkvæmdastjóri átti að fá samþykki stjórnar fyrir lánveitingum eða fyrirfram greiddum launum. Eins greiddi Hjálmar sér fjölmiðlastyrk sem blaðamenn fá mánaðarlega samkvæmt kjarasamningi einu sinni til tvisvar á ári fyrir fram. Þær greiðslur námu 2,9 milljónum króna á úttektartímabilinu. Eitt árið er Hjálmar sagður hafa oftekið fjölmiðlastyrk upp á 138 þúsund krónur. Stjórn veitti ekki heimild fyrir greiðslunum. Endurgreiddi hluta af kostnaði við tækjakaup Þá er Hjálmar sagður hafa byrjað að greiða sjálfum sér ökutækjastyrk umfram það sem var samið um í launakjörum ásamt greiðslu á dagpeningum árið 2018. Kostnaðurinn tengdist ferðum framkvæmdastjóra vegna orlofshúsa félagsins og fundum. Þessar greiðslur námu 3,2 milljónum króna á milli 2018 og 2023. Einnig voru greiðslur til tengdra aðila vegna aksturs og þrifa upp á 1,6 milljón króna á árunum 2014 til 2018. Hjálmar er sagður hafa átt að leita samþykkis stjórnar í báðum tilfellum. Auk þess gjaldfærði BÍ kostnað vegna kaupa á átta símum og tíu tölvum fyrir framkvæmdastjóra á milli 2014 og 2023. Kostnaðurinn nam 2,4 milljónum króna. Hjálmar endurgreiddi 325 þúsund krónur sem hlutdeild í kostnaðinum og á þessu ári endurgreiddi hann rúma hálfa milljón eftir starfslok þegar óskað var eftir því að tölvu yrði skilað. Hjálmar er einnig sagður hafa átt að fá samþykki stjórnar fyrir síma- og tölvukostnaðinum. Bauð lífeyrisþegum í kaffi og ferðir á kostnað félagsins KPMG fann einnig að hvernig greitt hafði verið út úr sjóðum BÍ í formanns- og framkvæmdastjóratíð Hjálmars. Þannig hefðu 7,8 milljónir króna verið greiddar út án samþykkis stjórna viðkomandi sjóða á tímabilinu. Samkvæmt starfsreglum sjóðanna átti stjórn að samþykkja útborgun styrkja nema þeirra styrkja sem heyra undir starfsreglur sjóðanna. Ekki fundust samningar við alla þá einstaklinga sem fengu greidd ritlaun frá Blaðamannafélaginu með skýringum á hvaða vinna var unnin. Ekki var til eignaskrá og því var ekki heldur hægt að sjá hvaða eignir félagið ætti þó að það gjaldfærði ýmsan kostnað vegna viðhalds og rekstrar sameignar og orlofshúsa. Í ljós kom við úttekt óháða bókarans að BÍ hafði greitt 7,6 milljónir króna í föstudagskaffi, vorferð og jólaboð fyrir „föstudagshóp“ lífeyrisþega á árunum 2014 til 2023. Ekki komu fram skýringar á hvers vegna félagið stofnaði til þessa kostnaðar og ekki fannst heimild frá stjórn þess fyrir honum. Kostnaðurinn tengdist ekki beint starfsemi BÍ. Hjálmar sendi mbl.is yfirlýsingu í dag þar sem hann fullyrti að hann hefði aldrei millifært á sig fé án heimildar þegar hann starfaði fyrir félagið. Hann segist ekki hafa fengið að sjá úttekt KPMG ennþá.
Stéttarfélög Fjölmiðlar Félagasamtök Tengdar fréttir Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. 12. janúar 2024 16:51 Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. 11. janúar 2024 15:31 Hjálmar lætur af störfum eftir ágreining við stjórn BÍ Hjálmar Jónsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Honum bauðst að skrifa undir starfslokasamning en hann hafnaði. 10. janúar 2024 12:08 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. 12. janúar 2024 16:51
Neitaði formanni um aðgang að reikningum BÍ og því fór sem fór Hjálmar Jónsson, sem í gær var rekinn sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, segir endanlega hafa soðið upp úr milli hans og formanns BÍ, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, þegar hún fór fram á að fá svonefndan „skoðunaraðgang“ að reikningum félagsins. 11. janúar 2024 15:31
Hjálmar lætur af störfum eftir ágreining við stjórn BÍ Hjálmar Jónsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Honum bauðst að skrifa undir starfslokasamning en hann hafnaði. 10. janúar 2024 12:08