Frelsið til að vera ég Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2024 16:01 Ef það er einn hlutur sem ég ætti að nefna sem hefði getað bætt lífsgæði mín og hamingju sem barn og unglingur, þá væri það aðgangur að upplýsingum um trans fólk, og sá stuðningur og þjónusta sem transteymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala veitir ungmennum nú. Í minni barnæsku var nefnilega aldrei talað um hinsegin málefni, og fékk ég engar upplýsingar né enga fræðslu um slíkt, hvorki í grunnskóla né framhaldsskóla. Það var heldur lítið sem ekkert talað um þessi málefni heima fyrir, þó svo að t.d. bæri á góma umræður um homma og lesbíur. Ég þurfti því að burðast með kynvitund sem samræmdist ekki þeirri sem mér var úthlutað við fæðingu frá því að ég man eftir mér, en það var öllum ljóst strax frá unga aldri að ég væri svo sannarlega ekki eins og strákarnir. Kyntjáning mín var alltaf óhefðbundin, og voru ein fyrstu uppnefni sem ég man eftir að vera kölluð „kelling“. Þegar var komið á kynþroska þá var því gjarnan hvíslað á skólagöngunum að ég væri örugglega hommi og fékk ég að heyra ýmsar sögur af því úr öllum áttum að ég væri komin út úr skápnum sem hommi, þrátt fyrir að hafa aldrei upplifað mig sem slíkan. Það hefði í rauninni verið mun auðveldara að vera bara hommi, en að koma út úr skápnum sem trans og það að vera trans manneskja í samfélaginu er ekki auðveld vegferð. En ég er ekki hommi, og hef aldrei upplifað mig á þann hátt. Ég sem unglingur vissi strax muninn á því hvernig ég upplifði kyn mitt, og hverjum það var sem ég laðaðist að og til hvers konar sambanda ég vildi stofna. Mér fannst það aldrei passa að vera strákur, hvað þá að vera strákur í sambandi með öðru fólki. En þrátt fyrir að hafa nær engan stuðning eða upplýsingar um trans málefni, þá tók ég samt mín fyrstu skref út úr skápnum sem trans rétt rúmlega 17 ára gömul, eða fyrir rúmum 15 árum síðan. Það var stærsta gæfuskref sem ég hef stigið á lífsleiðinni. Vinir og vandamenn hafa ætíð haft orð á því að ég umbreyttist í raun, þar sem ég fór úr því að vera feimin, óörugg manneskja sem hélt mig alltaf til baka, yfir í það að verða glaðlynd, hamingjusöm og virkur þátttakandi í félags- og fjölskyldulífi mínu. En það er ekki þar með sagt að ég sé alltaf rosalega hress sama hvað. Mér finnst alveg líka stundum erfitt að vakna á morgnanna og upplifi smá bugun í hinu daglega amstri. En ég get mun betur tekist á við lífið og þær áskoranir sem því fylgja eftir að ég tók þá ákvörðun að vera ég sjálf. Ég forðast ekki lengur spegla þegar ég fer fram úr, eða klæði mig í föt sem fela líkama minn gjörsamlega til að gera mig eins kynlausa og mögulegt er. Í dag er ég ánægð með bæði útlit mitt og hver ég er sem manneskja, og er stolt dóttir, systir, frænka og vinkona. Ég upplifi sterka samstöðu með öðrum konum, og þær með mér, og ég tek virkan þátt í jafnréttisbaráttu gegn ofbeldi og mismunun ýmissa hópa í samfélaginu. Ég lifi lífi sem er innihaldsríkt, og hef getað menntað mig og starfað við það sem mér þykir skemmtilegt og gagnlegt fyrir samfélagið. Ég á maka, gæludýr og hef gott fólk í kringum mig sem þykir vænt um mig og styður mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Þetta ættu ekki að vera forréttindi, heldur er þetta eitthvað sem við eigum öll rétt á að upplifa. Þess vegna er það mikilvægt að við stöndum öll á bakvið yngri kynslóðir og leyfum þeim að vera þau sjálf, í stað þess að kveða niður fjölbreytileika og bæla niður kynhneigð eða kynvitund barna og unglinga. Við eigum ekki að endurtaka mistök fyrri kynslóða þar sem hinseginleiki fólks var talinn óæskilegur og smitandi. Eitthvað sem fólk þurfti að skammast sín fyrir. Þvert á móti eigum við að fagna honum og leyfa fólki að blómstra, nákvæmlega eins og það er. Við eigum öll að hafa frelsi til að vera við sjálf, og eigum að hlusta á raddir og þarfir þeirra sem þurfa mest á stuðning að halda – þar með talið trans barna og unglinga. Því annars endurtökum við bara sömu mistökin og áður, okkur öllum til ógæfu. Höfundur var eitt sinn trans barn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Hinsegin Málefni trans fólks Heilbrigðismál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ef það er einn hlutur sem ég ætti að nefna sem hefði getað bætt lífsgæði mín og hamingju sem barn og unglingur, þá væri það aðgangur að upplýsingum um trans fólk, og sá stuðningur og þjónusta sem transteymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala veitir ungmennum nú. Í minni barnæsku var nefnilega aldrei talað um hinsegin málefni, og fékk ég engar upplýsingar né enga fræðslu um slíkt, hvorki í grunnskóla né framhaldsskóla. Það var heldur lítið sem ekkert talað um þessi málefni heima fyrir, þó svo að t.d. bæri á góma umræður um homma og lesbíur. Ég þurfti því að burðast með kynvitund sem samræmdist ekki þeirri sem mér var úthlutað við fæðingu frá því að ég man eftir mér, en það var öllum ljóst strax frá unga aldri að ég væri svo sannarlega ekki eins og strákarnir. Kyntjáning mín var alltaf óhefðbundin, og voru ein fyrstu uppnefni sem ég man eftir að vera kölluð „kelling“. Þegar var komið á kynþroska þá var því gjarnan hvíslað á skólagöngunum að ég væri örugglega hommi og fékk ég að heyra ýmsar sögur af því úr öllum áttum að ég væri komin út úr skápnum sem hommi, þrátt fyrir að hafa aldrei upplifað mig sem slíkan. Það hefði í rauninni verið mun auðveldara að vera bara hommi, en að koma út úr skápnum sem trans og það að vera trans manneskja í samfélaginu er ekki auðveld vegferð. En ég er ekki hommi, og hef aldrei upplifað mig á þann hátt. Ég sem unglingur vissi strax muninn á því hvernig ég upplifði kyn mitt, og hverjum það var sem ég laðaðist að og til hvers konar sambanda ég vildi stofna. Mér fannst það aldrei passa að vera strákur, hvað þá að vera strákur í sambandi með öðru fólki. En þrátt fyrir að hafa nær engan stuðning eða upplýsingar um trans málefni, þá tók ég samt mín fyrstu skref út úr skápnum sem trans rétt rúmlega 17 ára gömul, eða fyrir rúmum 15 árum síðan. Það var stærsta gæfuskref sem ég hef stigið á lífsleiðinni. Vinir og vandamenn hafa ætíð haft orð á því að ég umbreyttist í raun, þar sem ég fór úr því að vera feimin, óörugg manneskja sem hélt mig alltaf til baka, yfir í það að verða glaðlynd, hamingjusöm og virkur þátttakandi í félags- og fjölskyldulífi mínu. En það er ekki þar með sagt að ég sé alltaf rosalega hress sama hvað. Mér finnst alveg líka stundum erfitt að vakna á morgnanna og upplifi smá bugun í hinu daglega amstri. En ég get mun betur tekist á við lífið og þær áskoranir sem því fylgja eftir að ég tók þá ákvörðun að vera ég sjálf. Ég forðast ekki lengur spegla þegar ég fer fram úr, eða klæði mig í föt sem fela líkama minn gjörsamlega til að gera mig eins kynlausa og mögulegt er. Í dag er ég ánægð með bæði útlit mitt og hver ég er sem manneskja, og er stolt dóttir, systir, frænka og vinkona. Ég upplifi sterka samstöðu með öðrum konum, og þær með mér, og ég tek virkan þátt í jafnréttisbaráttu gegn ofbeldi og mismunun ýmissa hópa í samfélaginu. Ég lifi lífi sem er innihaldsríkt, og hef getað menntað mig og starfað við það sem mér þykir skemmtilegt og gagnlegt fyrir samfélagið. Ég á maka, gæludýr og hef gott fólk í kringum mig sem þykir vænt um mig og styður mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Þetta ættu ekki að vera forréttindi, heldur er þetta eitthvað sem við eigum öll rétt á að upplifa. Þess vegna er það mikilvægt að við stöndum öll á bakvið yngri kynslóðir og leyfum þeim að vera þau sjálf, í stað þess að kveða niður fjölbreytileika og bæla niður kynhneigð eða kynvitund barna og unglinga. Við eigum ekki að endurtaka mistök fyrri kynslóða þar sem hinseginleiki fólks var talinn óæskilegur og smitandi. Eitthvað sem fólk þurfti að skammast sín fyrir. Þvert á móti eigum við að fagna honum og leyfa fólki að blómstra, nákvæmlega eins og það er. Við eigum öll að hafa frelsi til að vera við sjálf, og eigum að hlusta á raddir og þarfir þeirra sem þurfa mest á stuðning að halda – þar með talið trans barna og unglinga. Því annars endurtökum við bara sömu mistökin og áður, okkur öllum til ógæfu. Höfundur var eitt sinn trans barn.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun