Liðsfélagarnir í sumarfríi en hann að vinna tólf tíma á dag á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 09:00 Tryggvi Snær Hlinason hefur verið frábær með íslenska landsliðinu undanfarin ár. Hér treður hann boltanum í körfuna á móti Ítölum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hér fyrir neðan er hægt að sjá nýju heimildarmyndina um körfuboltastjörnuna Tryggva Snæ Hlinason og sumarið hans í Svartárkoti. Spænska körfuboltadeildin frumsýndi á dögunum þessu nýju heimildarmynd um íslenska landsliðsmiðherjann sem á aðeins örfáum árum fór frá því að keppa í körfubolta í fyrsta sinn í það spila í Meistaradeildinni í körfubolta. ❤️ Ya es una realidad.𝙆𝙞𝙣𝙙𝙪𝙧 (𝙤𝙫𝙚𝙟𝙖𝙨🐑), una historia acb, se estrena ya EN DIRECTO.Esta es la historia de una promesa. De un viaje, una leyenda y un granjero islandés. RAFA MARTÍNEZ & TRYGGVI HLINASON ya están aquí.¡DISFRÚTALO!📺 https://t.co/QMNsdCxqaJ pic.twitter.com/vwq46TewIY— Liga Endesa (@ACBCOM) April 25, 2024 Uppkoma Tryggva hefur vakið mikla athygli og ekki bara hér á Íslandi. Þessi 216 sentimetra og 26 ára gamli körfuboltamaður hefur haldið velli í bestu körfuboltadeild Evrópu og er á góðri leið með að vera sá Íslendingur sem hefur spilað þar lengst samfellt. Sjö ár á Spáni Tryggvi hefur nú auk þess að vera algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu spilað sem atvinnumaður á Spáni í að verða sjö ár. Spánverjarnir voru sérstaklega áhugasamir um að vita meira um bakland íslenska körfuboltamannsins. Tryggvi kemur frá Svartárkot í Bárðardal sem er efsti bærinn í dalnum. Heimildarmyndin heitir Kindur og fjallar um heimsókn spænska körfuboltamannsins Rafa Martínez til Tryggva og fjölskyldu hans í Svartárkoti. Tryggvi var sérstakur heiðursgestur þegar myndin var frumsýnd í bíósal í Bilbao fyrir helgi þar sem Tryggvi spilar nú með heimaliðinu. Lofaði Tryggva að heimsækja hann Martínez er nýbúinn að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Þegar Tryggvi sagði honum að hann væri fjárbóndi á sumrin þá lofaði Martínez honum að koma í heimsókn þegar skórnir væru komnir upp á hillu. 🐑 ¡Qué noche en Bilbao!Gracias a todos por hacer que el preestreno de KINDUR haya sido, simplemente, inolvidable.Mañana, a las 20.00h, nos vemos todos en el canal de YouTube de acb.@bilbaobasket 🖤 pic.twitter.com/U4oj5KFL2s— Liga Endesa (@ACBCOM) April 24, 2024 Martínez stóð við stóru orðin síðasta sumar og með honum komu myndatökumenn til að festa allt á filmu. Þar má sjá Tryggva sýna Martínez lífið í Bárðardalnum. Hann fer með hann í fjárhúsið, á hestbak og út að veiða á vatninu. Tryggvi segir Martínez frá lífi sínu í sveitinni og sá spænski fær að kynnast hlutum sem hann hefur aldrei upplifað áður. Nóg af vinnu í sumarfríinu Tryggvi segir meðal annars í myndinni að meðan að liðsfélagarnir hans á Spáni séu í afslöppun í sumarfríinu sínu þá sé hann mættur norður í Svartárkot til að vinna langan vinnudag. „Hvað heldur þú að liðsfélagarnir mínir séu að gera núna? Ég ímynda mér það að þeir séu á ströndinni, að vinna í sínum leik eða bara að slaka á. Að gera eitthvað í rólegheitunum. Ég er aftur á móti hér að vinna tólf til þrettán tíma á dag,“ sagði Tryggvi. Tryggvi segir líka frá því hvernig fjölskyldan tók því þegar hann sagði frá því að hann væri að yfirgefa bóndabæinn til að spila körfubolta á Spáni. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu heimildarmynd. Tryggvi er orðinn altalandi á spænsku og myndin er því á spænsku en í útgáfunni hér fyrir neðan þá er enskur texti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=6CwN5MAvO1k">watch on YouTube</a> Spænski körfuboltinn Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira
Spænska körfuboltadeildin frumsýndi á dögunum þessu nýju heimildarmynd um íslenska landsliðsmiðherjann sem á aðeins örfáum árum fór frá því að keppa í körfubolta í fyrsta sinn í það spila í Meistaradeildinni í körfubolta. ❤️ Ya es una realidad.𝙆𝙞𝙣𝙙𝙪𝙧 (𝙤𝙫𝙚𝙟𝙖𝙨🐑), una historia acb, se estrena ya EN DIRECTO.Esta es la historia de una promesa. De un viaje, una leyenda y un granjero islandés. RAFA MARTÍNEZ & TRYGGVI HLINASON ya están aquí.¡DISFRÚTALO!📺 https://t.co/QMNsdCxqaJ pic.twitter.com/vwq46TewIY— Liga Endesa (@ACBCOM) April 25, 2024 Uppkoma Tryggva hefur vakið mikla athygli og ekki bara hér á Íslandi. Þessi 216 sentimetra og 26 ára gamli körfuboltamaður hefur haldið velli í bestu körfuboltadeild Evrópu og er á góðri leið með að vera sá Íslendingur sem hefur spilað þar lengst samfellt. Sjö ár á Spáni Tryggvi hefur nú auk þess að vera algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu spilað sem atvinnumaður á Spáni í að verða sjö ár. Spánverjarnir voru sérstaklega áhugasamir um að vita meira um bakland íslenska körfuboltamannsins. Tryggvi kemur frá Svartárkot í Bárðardal sem er efsti bærinn í dalnum. Heimildarmyndin heitir Kindur og fjallar um heimsókn spænska körfuboltamannsins Rafa Martínez til Tryggva og fjölskyldu hans í Svartárkoti. Tryggvi var sérstakur heiðursgestur þegar myndin var frumsýnd í bíósal í Bilbao fyrir helgi þar sem Tryggvi spilar nú með heimaliðinu. Lofaði Tryggva að heimsækja hann Martínez er nýbúinn að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Þegar Tryggvi sagði honum að hann væri fjárbóndi á sumrin þá lofaði Martínez honum að koma í heimsókn þegar skórnir væru komnir upp á hillu. 🐑 ¡Qué noche en Bilbao!Gracias a todos por hacer que el preestreno de KINDUR haya sido, simplemente, inolvidable.Mañana, a las 20.00h, nos vemos todos en el canal de YouTube de acb.@bilbaobasket 🖤 pic.twitter.com/U4oj5KFL2s— Liga Endesa (@ACBCOM) April 24, 2024 Martínez stóð við stóru orðin síðasta sumar og með honum komu myndatökumenn til að festa allt á filmu. Þar má sjá Tryggva sýna Martínez lífið í Bárðardalnum. Hann fer með hann í fjárhúsið, á hestbak og út að veiða á vatninu. Tryggvi segir Martínez frá lífi sínu í sveitinni og sá spænski fær að kynnast hlutum sem hann hefur aldrei upplifað áður. Nóg af vinnu í sumarfríinu Tryggvi segir meðal annars í myndinni að meðan að liðsfélagarnir hans á Spáni séu í afslöppun í sumarfríinu sínu þá sé hann mættur norður í Svartárkot til að vinna langan vinnudag. „Hvað heldur þú að liðsfélagarnir mínir séu að gera núna? Ég ímynda mér það að þeir séu á ströndinni, að vinna í sínum leik eða bara að slaka á. Að gera eitthvað í rólegheitunum. Ég er aftur á móti hér að vinna tólf til þrettán tíma á dag,“ sagði Tryggvi. Tryggvi segir líka frá því hvernig fjölskyldan tók því þegar hann sagði frá því að hann væri að yfirgefa bóndabæinn til að spila körfubolta á Spáni. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu heimildarmynd. Tryggvi er orðinn altalandi á spænsku og myndin er því á spænsku en í útgáfunni hér fyrir neðan þá er enskur texti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=6CwN5MAvO1k">watch on YouTube</a>
Spænski körfuboltinn Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira