Sér eftir Landsdómsmálinu: „Ég myndi aldrei gera þetta svona aftur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 22:21 „Ég myndi gera þetta öðruvísi ef maður fengi til þess tækifæri í dag,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sér eftir því að hafa greitt atkvæði með því að sækja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til saka í Landsdómsmálinu svokallaða. „Ég greiddi atkvæði í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er alveg rétt. Ég hef stundum sagt að maður eigi ekki að verja tíma í eftirsjá, en þetta er tvímælalaust eitt af erfiðustu málum sem hefur komið á borð Alþingis á meðan ég hef verið þar,“ sagði Katrín í Íslandi í dag. „Ég get alveg sagt þér það að ég myndi aldrei gera þetta svona aftur.“ Katrín er eins og alþjóð veit fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Hún sat á Alþingi í sautján ár, þangað til hún sagði af sér í síðasta mánuði til að sækjast eftir embætti forseta Íslands. Þennan þátt af Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en þar kíkti sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason í heimsókn til Katrínar. Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir Landsdómi. Það voru Geir, Árni M. Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra. Árið 2010 samþykktu þingmenn að einungis skyldi ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra. Landsdómur kom saman í fyrsta og eina skipti og sakfelldi Geir í einum af sex ákæruliðum. En honum var ekki gerð refsing. Var að vinna eftir sinni bestu vitund „En maður taldi sig vera að vinna eftir sinni bestu vitund á þessum tíma, að vinna samkvæmt því sem lagt var til. En ég myndi ekki endurtaka þetta,“ segir Katrín um málið í dag. Hún segist sjá eftir gjörðum sínum í þessu máli. „Ég myndi gera þetta öðruvísi ef maður fengi til þess tækifæri í dag.“ Vegna þessarar eftirsjár segist Katrín hafa lagt til að fyrirkomulaginu verði breytt, en árið 2020 var greint frá því að Lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm yrðu endurskoðuð. Forsetakosningar 2024 Landsdómur Alþingi Hrunið Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21 Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir. 8. desember 2022 08:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
„Ég greiddi atkvæði í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er alveg rétt. Ég hef stundum sagt að maður eigi ekki að verja tíma í eftirsjá, en þetta er tvímælalaust eitt af erfiðustu málum sem hefur komið á borð Alþingis á meðan ég hef verið þar,“ sagði Katrín í Íslandi í dag. „Ég get alveg sagt þér það að ég myndi aldrei gera þetta svona aftur.“ Katrín er eins og alþjóð veit fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Hún sat á Alþingi í sautján ár, þangað til hún sagði af sér í síðasta mánuði til að sækjast eftir embætti forseta Íslands. Þennan þátt af Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en þar kíkti sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason í heimsókn til Katrínar. Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir Landsdómi. Það voru Geir, Árni M. Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra. Árið 2010 samþykktu þingmenn að einungis skyldi ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra. Landsdómur kom saman í fyrsta og eina skipti og sakfelldi Geir í einum af sex ákæruliðum. En honum var ekki gerð refsing. Var að vinna eftir sinni bestu vitund „En maður taldi sig vera að vinna eftir sinni bestu vitund á þessum tíma, að vinna samkvæmt því sem lagt var til. En ég myndi ekki endurtaka þetta,“ segir Katrín um málið í dag. Hún segist sjá eftir gjörðum sínum í þessu máli. „Ég myndi gera þetta öðruvísi ef maður fengi til þess tækifæri í dag.“ Vegna þessarar eftirsjár segist Katrín hafa lagt til að fyrirkomulaginu verði breytt, en árið 2020 var greint frá því að Lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm yrðu endurskoðuð.
Forsetakosningar 2024 Landsdómur Alþingi Hrunið Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21 Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir. 8. desember 2022 08:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49
Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21
Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir. 8. desember 2022 08:00