Baráttan heldur áfram Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. maí 2024 07:01 1. maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins – skipar sérstakan sess í hugum okkar margra. Þessi dagur er tileinkaður réttlátum kjörum launafólks, réttindum þess, aðbúnaði og svo má lengi telja. Baráttan er hvergi nærri búin, þó náðst hafi góður árangur á mörgum sviðum undanfarin ár. Afar mikilvægir kjarasamningar náðust á almennum vinnumarkaði í vor með styrkri aðkomu ríkisstjórnarinnar. Kjarasamningar til fjögurra ára eru líklegir til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og stuðningsaðgerðir stjórnvalda ýta undir félagslegan stöðugleika og betri lífskjör, ekki síst láglaunahópa og fjölskyldufólks. Verðbólga er þegar tekin að lækka og vextir fylgja vonandi brátt í kjölfarið. Stuðningsaðgerðirnar fela sem dæmi í sér að skólamáltíðir verða frá og með næsta hausti endurgjaldslausar. Það mun gagnast þúsundum foreldra í auknu ráðstöfunarfé í lok hvers mánaðar. En málið er ekki síður komið til af prinsippástæðum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru taldar ein árangursríkasta leiðin til að draga úr fátækt barna og skólakerfið er eitt helsta jöfnunartæki samfélags okkar og hér beitum við því með virkum hætti. Húsnæðismál eru eitt brýnasta kjaramál almennings. Meðal stuðningsaðgerða kjarasamninga verður áframhaldandi öflug uppbygging í almenna íbúðakerfinu og húsnæðisbótakerfið eflt. Húsnæðisbætur til leigjenda munu hækka um 25% og aukið tillit tekið til fjölskyldustærðar þannig að greiddar verða húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Betur má þó ef duga skal og á næstu árum verður að efla leigumarkaðinn til muna og fjölga þarf íbúðum sem leigðar eru út á óhagnaðardrifnum forsendum. Fleiri atriði úr kjarasamningum væri hægt að tína til. Bætt er enn í stuðning við barnafjölskyldur með hækkun fæðingarorlofs og barnabóta, en dregið verður úr tekjuskerðingum sem mun fjölga þeim foreldrum sem fá barnabætur um 10.000. Þá vil ég að lokum minna á að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins en þar er um að ræða stóra aðgerð til að draga úr fátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ég er þakklátur verkalýðshreyfingunni fyrir að hafa á undanförnum áratugum náð fram ótal mörgum réttindamálum fyrir fólkið í landinu, margt sem við teljum sjálfsagðan hlut í dag. Það eru þó enn ótalmörg baráttumál framundan. Hér vil ég nefna þrennt: að halda áfram að bæta hag láglaunafólks, að útrýma launamun kynjanna og að uppræta vinnumansal í íslensku samfélagi. Ég vona að sem flest sjái sér fært að mæta í kröfugöngu. Til hamingju með verkalýðsdaginn. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Verkalýðsdagurinn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
1. maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins – skipar sérstakan sess í hugum okkar margra. Þessi dagur er tileinkaður réttlátum kjörum launafólks, réttindum þess, aðbúnaði og svo má lengi telja. Baráttan er hvergi nærri búin, þó náðst hafi góður árangur á mörgum sviðum undanfarin ár. Afar mikilvægir kjarasamningar náðust á almennum vinnumarkaði í vor með styrkri aðkomu ríkisstjórnarinnar. Kjarasamningar til fjögurra ára eru líklegir til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og stuðningsaðgerðir stjórnvalda ýta undir félagslegan stöðugleika og betri lífskjör, ekki síst láglaunahópa og fjölskyldufólks. Verðbólga er þegar tekin að lækka og vextir fylgja vonandi brátt í kjölfarið. Stuðningsaðgerðirnar fela sem dæmi í sér að skólamáltíðir verða frá og með næsta hausti endurgjaldslausar. Það mun gagnast þúsundum foreldra í auknu ráðstöfunarfé í lok hvers mánaðar. En málið er ekki síður komið til af prinsippástæðum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru taldar ein árangursríkasta leiðin til að draga úr fátækt barna og skólakerfið er eitt helsta jöfnunartæki samfélags okkar og hér beitum við því með virkum hætti. Húsnæðismál eru eitt brýnasta kjaramál almennings. Meðal stuðningsaðgerða kjarasamninga verður áframhaldandi öflug uppbygging í almenna íbúðakerfinu og húsnæðisbótakerfið eflt. Húsnæðisbætur til leigjenda munu hækka um 25% og aukið tillit tekið til fjölskyldustærðar þannig að greiddar verða húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Betur má þó ef duga skal og á næstu árum verður að efla leigumarkaðinn til muna og fjölga þarf íbúðum sem leigðar eru út á óhagnaðardrifnum forsendum. Fleiri atriði úr kjarasamningum væri hægt að tína til. Bætt er enn í stuðning við barnafjölskyldur með hækkun fæðingarorlofs og barnabóta, en dregið verður úr tekjuskerðingum sem mun fjölga þeim foreldrum sem fá barnabætur um 10.000. Þá vil ég að lokum minna á að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins en þar er um að ræða stóra aðgerð til að draga úr fátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ég er þakklátur verkalýðshreyfingunni fyrir að hafa á undanförnum áratugum náð fram ótal mörgum réttindamálum fyrir fólkið í landinu, margt sem við teljum sjálfsagðan hlut í dag. Það eru þó enn ótalmörg baráttumál framundan. Hér vil ég nefna þrennt: að halda áfram að bæta hag láglaunafólks, að útrýma launamun kynjanna og að uppræta vinnumansal í íslensku samfélagi. Ég vona að sem flest sjái sér fært að mæta í kröfugöngu. Til hamingju með verkalýðsdaginn. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun