Magnaður Maxey bjargaði Sixers frá sumarfríi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2024 09:32 Tyrese Maxey tryggði Philadelphia 76ers framlengingu gegn New York Knicks með ótrúlegum endaspretti. getty/Elsa Ótrúlegar hetjudáðir Tyreses Maxey komu í veg fyrir að Philadelphia 76ers færi í snemmbúið sumarfrí. Hann skoraði sjö stig á síðustu 29 sekúndum leiksins gegn New York Knicks í nótt. Allt benti til þess að Knicks myndi vinna leikinn og komast áfram í undanúrslit Austurdeildar NBA, enda var liðið sjö stigum yfir þegar 28,9 sekúndur voru eftir. En þá tók Maxey til sinna ráða. Hann setti niður þrist, fékk villu að auki og hitti úr vítaskotinu. Hann skoraði svo aðra þriggja stiga körfu, jafnaði og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Sixers sterkari og vann sex stiga sigur, 106-112. Staðan í rimmu liðanna er 3-2, Knicks í vil. TYRESE MAXEY DRILLS THE 3 + THE FOUL !!!SIXERS CUT THE DEFICIT TO 2 ON TNT 25 SECONDS REMAINING pic.twitter.com/rEEHKWthL0— NBA (@NBA) May 1, 2024 MAXEY DRILLS ANOTHER 3 AND TIES THE GAME 🤯🤯🤯GAME 5 IS HEADED TO OVERTIME ON TNT 🍿 https://t.co/EdhU7mHKQB pic.twitter.com/od3bVWXHMH— NBA (@NBA) May 1, 2024 Maxey var skúrkurinn í öðrum leik liðanna þar sem Knicks átti ótrúlega endurkomu en núna var hann sannarlega hetjan. Hann skoraði 46 stig og gaf níu stoðsendingar í leiknum. Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu nítján stig hvor og sá síðarnefndi tók einnig sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði fjörutíu stig fyrir Knicks. TYRESE MAXEY HITS HIS 7TH TRIPLE FOR 44 PTS 🤯JOEL EMBIID NOTCHES A TRIPLE-DOUBLE WITH THE ASSIST 💪2-POINT GAME IN OT | GAME 5 ON TNT 🍿 pic.twitter.com/rymvMofSb2— NBA (@NBA) May 1, 2024 Milwaukee Bucks forðaðist einnig sumarfrí með sigri á Indiana Pacers, 115-92. Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard voru fjarri góðu gamni hjá Milwaukee en í þeirra stað stigu Khris Middleton og Bobby Portis upp. Þeir skoruðu báðir 29 stig og Milwaukee minnkaði muninn í einvíginu í 3-2. Enginn leikmaður Indiana skoraði meira en sextán stig í leiknum. Khris Middleton and Bobby Portis Jr. put on a show for Milwaukee as the @Bucks win the crucial Game 5 at home!Middleton: 29 PTS, 12 REB, 5 ASTPortis Jr.: 29 PTS, 10 REB#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/sLfjW9PnuD— NBA (@NBA) May 1, 2024 Eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð með samtals 61 stigi vann Cleveland Cavaliers Orlando Magic, 104-103, á heimavelli. Evan Mobley var hetja Cavs en hann varði skot Franz Wagner á lokasekúndunum. MOBLEY'S BLOCK... CAVS TAKE 3-2 SERIES LEAD ‼️ https://t.co/iNcJPXaryd pic.twitter.com/cIdSTdfKuv— NBA (@NBA) May 1, 2024 Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Cleveland og Darius Garland 23. Mobley var með fjórtán stig, þrettán fráköst auk varða skotsins undir lokin. Paolo Banchero átti stórleik fyrir Orlando og skoraði 39 stig. Donovan Mitchell and Darius Garland took care of business at home as the @cavs take a 3-2 series lead!Mitchell: 28 PTS, 6 REB | Garland: 23 PTS, 5 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/UOGVTeOzIt— NBA (@NBA) May 1, 2024 NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Allt benti til þess að Knicks myndi vinna leikinn og komast áfram í undanúrslit Austurdeildar NBA, enda var liðið sjö stigum yfir þegar 28,9 sekúndur voru eftir. En þá tók Maxey til sinna ráða. Hann setti niður þrist, fékk villu að auki og hitti úr vítaskotinu. Hann skoraði svo aðra þriggja stiga körfu, jafnaði og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Sixers sterkari og vann sex stiga sigur, 106-112. Staðan í rimmu liðanna er 3-2, Knicks í vil. TYRESE MAXEY DRILLS THE 3 + THE FOUL !!!SIXERS CUT THE DEFICIT TO 2 ON TNT 25 SECONDS REMAINING pic.twitter.com/rEEHKWthL0— NBA (@NBA) May 1, 2024 MAXEY DRILLS ANOTHER 3 AND TIES THE GAME 🤯🤯🤯GAME 5 IS HEADED TO OVERTIME ON TNT 🍿 https://t.co/EdhU7mHKQB pic.twitter.com/od3bVWXHMH— NBA (@NBA) May 1, 2024 Maxey var skúrkurinn í öðrum leik liðanna þar sem Knicks átti ótrúlega endurkomu en núna var hann sannarlega hetjan. Hann skoraði 46 stig og gaf níu stoðsendingar í leiknum. Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu nítján stig hvor og sá síðarnefndi tók einnig sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði fjörutíu stig fyrir Knicks. TYRESE MAXEY HITS HIS 7TH TRIPLE FOR 44 PTS 🤯JOEL EMBIID NOTCHES A TRIPLE-DOUBLE WITH THE ASSIST 💪2-POINT GAME IN OT | GAME 5 ON TNT 🍿 pic.twitter.com/rymvMofSb2— NBA (@NBA) May 1, 2024 Milwaukee Bucks forðaðist einnig sumarfrí með sigri á Indiana Pacers, 115-92. Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard voru fjarri góðu gamni hjá Milwaukee en í þeirra stað stigu Khris Middleton og Bobby Portis upp. Þeir skoruðu báðir 29 stig og Milwaukee minnkaði muninn í einvíginu í 3-2. Enginn leikmaður Indiana skoraði meira en sextán stig í leiknum. Khris Middleton and Bobby Portis Jr. put on a show for Milwaukee as the @Bucks win the crucial Game 5 at home!Middleton: 29 PTS, 12 REB, 5 ASTPortis Jr.: 29 PTS, 10 REB#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/sLfjW9PnuD— NBA (@NBA) May 1, 2024 Eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð með samtals 61 stigi vann Cleveland Cavaliers Orlando Magic, 104-103, á heimavelli. Evan Mobley var hetja Cavs en hann varði skot Franz Wagner á lokasekúndunum. MOBLEY'S BLOCK... CAVS TAKE 3-2 SERIES LEAD ‼️ https://t.co/iNcJPXaryd pic.twitter.com/cIdSTdfKuv— NBA (@NBA) May 1, 2024 Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Cleveland og Darius Garland 23. Mobley var með fjórtán stig, þrettán fráköst auk varða skotsins undir lokin. Paolo Banchero átti stórleik fyrir Orlando og skoraði 39 stig. Donovan Mitchell and Darius Garland took care of business at home as the @cavs take a 3-2 series lead!Mitchell: 28 PTS, 6 REB | Garland: 23 PTS, 5 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/UOGVTeOzIt— NBA (@NBA) May 1, 2024
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti