„Vörnin í dag, það er það sem vann þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. maí 2024 21:43 Maverics derhúfan (ekki þessi þó) er núna 3-0 Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 66-58 sigur sinna kvenna á Grindavík í kvöld í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar en ætlar samt að horfa á leikinn 30 sinnum til að bæta leik liðsins fyrir næsta leik. Leikurinn í kvöld var kannski ekki sá áferðarfallegasti en Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti að gera og höfðu góð tök á honum nánast frá upphafi til enda. „Algjörlega það sem þurfti. Aftur fannst við vera með stjórn á leiknum eiginlega allan tímann. Þær skora 29 stig í fyrri hálfleik, sjö af þeim eftir sóknarfráköst. Það truflar mig þegar við erum að spila frábæra vörn að við séum að gefa einhverjar litlar körfur þegar það er smá einbeitingarleysi.“ Sóknarleikur Njarðvíkinga sprakk út í þriðja leikhluta en liðið vann hann 20-10. „Sóknarleikurinn okkar var ekki eins og ég vildi hafa hann og ég bað þær bara um að safna kjarki. Notaði mögulega einhver vond orð. Að vera aðeins meiri töffarar. Svo náðum við hérna ágætis áhlaupi í þriðja leikhluta þar sem við splundruðum „pick & roll“ varnarleiknum þeirra, eftir því sem við vorum búnar að skoða fyrir þennan leik.“ Varnarleikurinn var þó lykillinn að sigrinum að sögn Rúnars. „Náðum loksins að tengja saman stoppin okkar megin, frábæran varnarleik og skoruðum síðan og bjuggum til einhverja 20 stiga forystu. Það skiptir mig kannski ekki öllu máli hvort við vinnum með 20 eða átta. Á meðan við vinnum og komumst í 2-0 þá fer ég heim og fer bara sáttur að sofa.“ Grindavíkurkonur virtust hreinlega ekki vera mættar til leiks á löngum köflum. „Þær geta örugglega hitt betur og sett eitthvað af þessum erfiðu skotum. En heilt yfir er ég bara mjög ánægður með varnarleikinn okkar. Vörnin í dag, það er það sem vann þetta. Við vorum ekkert frábærar sóknarlega, það var nóg að ná einu áhlaupi sóknarlega til að gera út um leikinn.“ Njarðvíkingar eru þá komnir í 2-0 í einvíginu og eru í dauðafæri að sópa Grindvíkingum út í næsta leik. „Að sjálfsögðu, bara tækifæri. Segir sig sjálft, okkur vantar einn sigur á mánudaginn í Smáranum og frábær umgjörð þar. Við ætlum að gera bara allt sem í okkar valdi stendur til að klára þetta þar. En 2-0, það er allskonar tölfræði sem er oft dregin upp úr kassanum. Ég hef tapað eftir að hafa komist í 2-0, og það á móti Grindavík. Ég er ekkert farinn að slaka á. Ég ætla að horfa á þennan leik svona 30 sinnum og finna eitthvað sem ég get notað til að breyta fyrir næsta leik og þá verðum við ennþá betri.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Síðast unnu Garðbæingar Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Sjá meira
Leikurinn í kvöld var kannski ekki sá áferðarfallegasti en Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti að gera og höfðu góð tök á honum nánast frá upphafi til enda. „Algjörlega það sem þurfti. Aftur fannst við vera með stjórn á leiknum eiginlega allan tímann. Þær skora 29 stig í fyrri hálfleik, sjö af þeim eftir sóknarfráköst. Það truflar mig þegar við erum að spila frábæra vörn að við séum að gefa einhverjar litlar körfur þegar það er smá einbeitingarleysi.“ Sóknarleikur Njarðvíkinga sprakk út í þriðja leikhluta en liðið vann hann 20-10. „Sóknarleikurinn okkar var ekki eins og ég vildi hafa hann og ég bað þær bara um að safna kjarki. Notaði mögulega einhver vond orð. Að vera aðeins meiri töffarar. Svo náðum við hérna ágætis áhlaupi í þriðja leikhluta þar sem við splundruðum „pick & roll“ varnarleiknum þeirra, eftir því sem við vorum búnar að skoða fyrir þennan leik.“ Varnarleikurinn var þó lykillinn að sigrinum að sögn Rúnars. „Náðum loksins að tengja saman stoppin okkar megin, frábæran varnarleik og skoruðum síðan og bjuggum til einhverja 20 stiga forystu. Það skiptir mig kannski ekki öllu máli hvort við vinnum með 20 eða átta. Á meðan við vinnum og komumst í 2-0 þá fer ég heim og fer bara sáttur að sofa.“ Grindavíkurkonur virtust hreinlega ekki vera mættar til leiks á löngum köflum. „Þær geta örugglega hitt betur og sett eitthvað af þessum erfiðu skotum. En heilt yfir er ég bara mjög ánægður með varnarleikinn okkar. Vörnin í dag, það er það sem vann þetta. Við vorum ekkert frábærar sóknarlega, það var nóg að ná einu áhlaupi sóknarlega til að gera út um leikinn.“ Njarðvíkingar eru þá komnir í 2-0 í einvíginu og eru í dauðafæri að sópa Grindvíkingum út í næsta leik. „Að sjálfsögðu, bara tækifæri. Segir sig sjálft, okkur vantar einn sigur á mánudaginn í Smáranum og frábær umgjörð þar. Við ætlum að gera bara allt sem í okkar valdi stendur til að klára þetta þar. En 2-0, það er allskonar tölfræði sem er oft dregin upp úr kassanum. Ég hef tapað eftir að hafa komist í 2-0, og það á móti Grindavík. Ég er ekkert farinn að slaka á. Ég ætla að horfa á þennan leik svona 30 sinnum og finna eitthvað sem ég get notað til að breyta fyrir næsta leik og þá verðum við ennþá betri.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Síðast unnu Garðbæingar Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu