Náttúran njóti vafans, ótímabundið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2024 08:00 Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. Með frumvarpinu er þess freistað að ná utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í greininni og koma böndum á það. Tilgangurinn er að skapa ramma utan um lagareldi sem tryggir að sjálfbærni og vernd lífríkisins verði höfð að leiðarljósi. Sem vænta má hefur umræðan verið lífleg, íslensk náttúra á sér stað í hjarta okkar allra. Við viljum að hennar fjöregg séu vernduð á sama tíma og við getum nýtt hana á sjálfbæran hátt til að auka hagsæld í landinu. Lögunum er ætlað að skapa skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis og efla þannig verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu lagareldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Lögð er áhersla á að leitast verði við að tryggja vernd vistkerfa, sjávarbotns, vatna og sjávar sem og líffræðilega fjölbreytni, velferð eldisfiska og gæði framleiðslu. Við framkvæmd þeirra skal byggt á vistkerfisnálgun og varúðarnálgun. Þetta er hin svokallaða markmiðsgrein laganna. Til þess að ná þeim eru lagðar fram umtalsverðar breytingar á núverandi kerfi, t.a.m.: ·Lagt er til að stór hluti íslenskra fjarða verði friðaðir fyrir laxeldi með lögum og þannig tryggt að eldi verði einungis í þeim fjörðum þar sem burðarþolsmat hefur farið fram. ·Burðarþolsmat verður bætt og vöktun aukin. Í dag tekur burðarþolsmat aðeins til lífræns álags frá fiskeldi en un með breytingum ná yfir ólífrænt álag svo sem plast- og koparmengun. ·Tekið verður upp eftirlit með hámarks lífmassi smitvarnasvæða en því er ætlað að lágmarka álag undir sjókvíum, t.a.m. vegna fóðurleifa og úrgangs frá eldisfiskum. ·Áhættumat erfðablöndunar er bætt, lagt er til að heimildir til ræktunar villtra nytjastofna verði auknar svo bregðast megi við á grunni samþykktrar fiskræktaráætlunar ef villtum stofnum hnignar. ·Í fyrsta skipti er tekinn af allur vafi um að strok eldisfiska sé óheimilt. Hámarkssekt vegna stroks er 5 milljónir króna á hvern strokinn fisk, að hámarki 750 milljónir króna. ·Heimildir til að skerða framleiðsluheimildir á grundvelli affalla eru veittar í fyrsta sinn. Ísland yrði þannig fyrst landa til að innleiða skerðingar vegna affalla, ráðstöfun sem byggir einungis á dýravelferðarsjónarmiðum. Heimild til skerðingar framleiðsluheimilda vegna lúsar er einnig innleidd. ·Minna svigrúm er gefið fyrir frávik í eldi og geta brot á ákvæðum frumvarpsins leitt til afturköllunar leyfa. Slík afturköllun getur komið til vegna brota á markmiðum og skilyrðum laganna sem eru mun strangari en í núgildandi lögum. ·Lagt er til að greinin starfi samkvæmt áhættustýrðu skipulagi með innleiðingu smitvarnasvæða, einungis verði einn rekstraraðili innan hvers svæðis. ·Áhersla er lögð á að eftirlit, vöktun og rannsóknir með framleiðslunni standist ítrustu kröfur til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á umhverfið í framtíðinni, enda er það forsenda fyrir vexti og viðgangi greinarinnar. Til að styðja við eftirlit mun starfsfólki Matvælastofnunar sem sinnir fiskeldi verða fjölgað úr 4 í 16 og verða þau auglýst sem störf ána staðsetningar. Þessar breytingar eru allar fjármagnaðar. ·Innleidd eru hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og lokaðar kvíar. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að til framtíðar þurfi að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og eldið verði í lokuðum kvíum vonandi mun tækninni fara fram í þeim efnum. Til glöggvunar má hér sjá samanburð á frumvarpinu við lög og reglur í Noregi og Færeyjum vegna þeirra breytinga semfrumvarpið er ætlað að innleiða og skapa þannig lagareldi ramma sem setur sjálfbærni og vernd lífríkisins í forgang. Nokkuð er um nýmæli í frumvarpinu eins og sést á þessum samanburði. Grænt táknar aðgerðir sem eru til staðar en rautt þær sem ekki eru til staðar. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Fiskeldi Vinstri græn Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. Með frumvarpinu er þess freistað að ná utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í greininni og koma böndum á það. Tilgangurinn er að skapa ramma utan um lagareldi sem tryggir að sjálfbærni og vernd lífríkisins verði höfð að leiðarljósi. Sem vænta má hefur umræðan verið lífleg, íslensk náttúra á sér stað í hjarta okkar allra. Við viljum að hennar fjöregg séu vernduð á sama tíma og við getum nýtt hana á sjálfbæran hátt til að auka hagsæld í landinu. Lögunum er ætlað að skapa skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis og efla þannig verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu lagareldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Lögð er áhersla á að leitast verði við að tryggja vernd vistkerfa, sjávarbotns, vatna og sjávar sem og líffræðilega fjölbreytni, velferð eldisfiska og gæði framleiðslu. Við framkvæmd þeirra skal byggt á vistkerfisnálgun og varúðarnálgun. Þetta er hin svokallaða markmiðsgrein laganna. Til þess að ná þeim eru lagðar fram umtalsverðar breytingar á núverandi kerfi, t.a.m.: ·Lagt er til að stór hluti íslenskra fjarða verði friðaðir fyrir laxeldi með lögum og þannig tryggt að eldi verði einungis í þeim fjörðum þar sem burðarþolsmat hefur farið fram. ·Burðarþolsmat verður bætt og vöktun aukin. Í dag tekur burðarþolsmat aðeins til lífræns álags frá fiskeldi en un með breytingum ná yfir ólífrænt álag svo sem plast- og koparmengun. ·Tekið verður upp eftirlit með hámarks lífmassi smitvarnasvæða en því er ætlað að lágmarka álag undir sjókvíum, t.a.m. vegna fóðurleifa og úrgangs frá eldisfiskum. ·Áhættumat erfðablöndunar er bætt, lagt er til að heimildir til ræktunar villtra nytjastofna verði auknar svo bregðast megi við á grunni samþykktrar fiskræktaráætlunar ef villtum stofnum hnignar. ·Í fyrsta skipti er tekinn af allur vafi um að strok eldisfiska sé óheimilt. Hámarkssekt vegna stroks er 5 milljónir króna á hvern strokinn fisk, að hámarki 750 milljónir króna. ·Heimildir til að skerða framleiðsluheimildir á grundvelli affalla eru veittar í fyrsta sinn. Ísland yrði þannig fyrst landa til að innleiða skerðingar vegna affalla, ráðstöfun sem byggir einungis á dýravelferðarsjónarmiðum. Heimild til skerðingar framleiðsluheimilda vegna lúsar er einnig innleidd. ·Minna svigrúm er gefið fyrir frávik í eldi og geta brot á ákvæðum frumvarpsins leitt til afturköllunar leyfa. Slík afturköllun getur komið til vegna brota á markmiðum og skilyrðum laganna sem eru mun strangari en í núgildandi lögum. ·Lagt er til að greinin starfi samkvæmt áhættustýrðu skipulagi með innleiðingu smitvarnasvæða, einungis verði einn rekstraraðili innan hvers svæðis. ·Áhersla er lögð á að eftirlit, vöktun og rannsóknir með framleiðslunni standist ítrustu kröfur til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á umhverfið í framtíðinni, enda er það forsenda fyrir vexti og viðgangi greinarinnar. Til að styðja við eftirlit mun starfsfólki Matvælastofnunar sem sinnir fiskeldi verða fjölgað úr 4 í 16 og verða þau auglýst sem störf ána staðsetningar. Þessar breytingar eru allar fjármagnaðar. ·Innleidd eru hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og lokaðar kvíar. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að til framtíðar þurfi að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og eldið verði í lokuðum kvíum vonandi mun tækninni fara fram í þeim efnum. Til glöggvunar má hér sjá samanburð á frumvarpinu við lög og reglur í Noregi og Færeyjum vegna þeirra breytinga semfrumvarpið er ætlað að innleiða og skapa þannig lagareldi ramma sem setur sjálfbærni og vernd lífríkisins í forgang. Nokkuð er um nýmæli í frumvarpinu eins og sést á þessum samanburði. Grænt táknar aðgerðir sem eru til staðar en rautt þær sem ekki eru til staðar. Höfundur er matvælaráðherra.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun