„Við gleymum okkur á veiku hliðinni“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. maí 2024 22:41 Jóhann Þór fer yfir málin með Simma Vísir/Hulda Margrét Augnabliks einbeitingarleysi kostaði Grindvíkinga sigurinn í kvöld þegar Urban Oman skoraði flautukörfu sem tryggði Keflvíkingum eins stigs sigur í einvígi liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla. Lokatölur í Keflavík í kvöld 83-84. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga var ekki á því að útkoman hefði verið sanngjörn í lokin. „Alls ekki. Við gleymum okkur á veiku hliðinni og erum að einbeita okkur að einhverju öðru. Vel gert hjá Keflavík, bara hrós á þá.“ Hann var þó á því að hans menn hefðu alls ekki gert nóg til að vinna leikinn í kvöld og sagði sóknarleikinn hafa verið slakan í kvöld og hann þurfi að finna lausnir á því. „Við vorum slakir. Sóknarleikurinn hjá okkur er mjög einhæfur og við erum að lifa bara á stórum skotum. Við erum ekki að fara í gegnum þessa seríu þannig. Við setjum ekki „skrín“, við erum staðir. Þetta er í fyrsta skipti í vetur, allavega eftir áramót, sem við rekum okkur á vegg sóknarlega. Nú er bara ærið verkefni. Nú reynir á okkur að sýna úr hverju við erum gerðir og mæta aftur á miðvikudaginn og kvitta fyrir þetta.“ Andri Már Eggertsson spurði Jóhann hvort það væri áhyggjuefni fyrir hann að sóknarleikurinn væri að bregðast nú, á ögurstundu, en Jóhann var pollrólegur yfir stöðunni. „Ég hef engar áhyggjur af þessu, alls ekki. Ég er með það gott lið og það góða einstaklinga inni í mínu liði. Við þurfum bara að finna lausnir og ég hef svo sem ekki áhyggjur af því.“ Keflvíkingar mættu til leiks án Remy Martin sem er meiddur en Jóhann sagði að það hefði fátt komið honum á óvart í þeirra leik, nema kannski hversu fast þeir spiluðu. „Þeir voru kannski aðeins fastari fyrir, komust upp með það og gengu á lagið. Það var kannski það eina sem kom á óvart svona heilt yfir.“ Staðan í U- og tæknivillum var 4-1, aðeins ein slík dæmd á Keflavík. Jóhann vildi ekki meina að þau stig sem komu út úr þeim vítum hefðu ráðið úrslitum og bakkaði sína menn upp í þeirra kvörtunum en þeir DeAndre Kane og Dedrick Basile kvörtuðu umtalsvert í dómurunum í kvöld. „Alls ekki, alls ekki. Að mínu viti, eins og með Basile, hann á fullan rétt á sínu og líka þetta atvik hérna í seinni hálfleik [þegar dæmd var tæknivilla á Jóhann eftir að Kane var keyrður í gólfið beint fyrir framan hann]. Mér finnst þetta bara fullkomlega eðlilega viðbrögð miðað það sem gekk á á undan.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga var ekki á því að útkoman hefði verið sanngjörn í lokin. „Alls ekki. Við gleymum okkur á veiku hliðinni og erum að einbeita okkur að einhverju öðru. Vel gert hjá Keflavík, bara hrós á þá.“ Hann var þó á því að hans menn hefðu alls ekki gert nóg til að vinna leikinn í kvöld og sagði sóknarleikinn hafa verið slakan í kvöld og hann þurfi að finna lausnir á því. „Við vorum slakir. Sóknarleikurinn hjá okkur er mjög einhæfur og við erum að lifa bara á stórum skotum. Við erum ekki að fara í gegnum þessa seríu þannig. Við setjum ekki „skrín“, við erum staðir. Þetta er í fyrsta skipti í vetur, allavega eftir áramót, sem við rekum okkur á vegg sóknarlega. Nú er bara ærið verkefni. Nú reynir á okkur að sýna úr hverju við erum gerðir og mæta aftur á miðvikudaginn og kvitta fyrir þetta.“ Andri Már Eggertsson spurði Jóhann hvort það væri áhyggjuefni fyrir hann að sóknarleikurinn væri að bregðast nú, á ögurstundu, en Jóhann var pollrólegur yfir stöðunni. „Ég hef engar áhyggjur af þessu, alls ekki. Ég er með það gott lið og það góða einstaklinga inni í mínu liði. Við þurfum bara að finna lausnir og ég hef svo sem ekki áhyggjur af því.“ Keflvíkingar mættu til leiks án Remy Martin sem er meiddur en Jóhann sagði að það hefði fátt komið honum á óvart í þeirra leik, nema kannski hversu fast þeir spiluðu. „Þeir voru kannski aðeins fastari fyrir, komust upp með það og gengu á lagið. Það var kannski það eina sem kom á óvart svona heilt yfir.“ Staðan í U- og tæknivillum var 4-1, aðeins ein slík dæmd á Keflavík. Jóhann vildi ekki meina að þau stig sem komu út úr þeim vítum hefðu ráðið úrslitum og bakkaði sína menn upp í þeirra kvörtunum en þeir DeAndre Kane og Dedrick Basile kvörtuðu umtalsvert í dómurunum í kvöld. „Alls ekki, alls ekki. Að mínu viti, eins og með Basile, hann á fullan rétt á sínu og líka þetta atvik hérna í seinni hálfleik [þegar dæmd var tæknivilla á Jóhann eftir að Kane var keyrður í gólfið beint fyrir framan hann]. Mér finnst þetta bara fullkomlega eðlilega viðbrögð miðað það sem gekk á á undan.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira