Manstu ekki eftir mér Sævar Helgi Lárusson skrifar 6. maí 2024 07:01 Ég er á vestur leiðinni, á háheiðinni. Á hundrað og tíu, ég má ekki verða of seinn, orti skáldið hér forðum daga. Þórður heitir hann Árnason, Ragga Gísla samdi svo tónverkið. Í eitt sinn sinnti sérhver einstaklingur fjölmörgum störfum. Flestir stunduðu svokallaðan sjálfsþurftarbúskap, mest allt sem þörf var á til heimilishalds var framleitt á búinu. Einn kostur við það fyrirkomulag var að flestir hlutu góða innsýn inn í velflest störf. Allir vissu hvernig lifrapylsan komst tilbúin í askinn. Frá a til ö, eða kannski er betra að segja frá sæðingu til suðu. Höfðu jafnvel tekið þátt í öllum verkþáttunum. En nú er öldin önnur. Störf verða sérhæfðari með hverju árinu sem líður. Ávinningurinn af þessari þróun er augljós. Framlegð hefur stóraukist. Ókostirnir blasa hins vegar kannski ekki svo vel við. Fyrst um sinn þegar Íslendingar fóru að keyra yfir Hellisheiði þurfti að stoppa áður en lagt var á Kambana og slípa ventla eins og það kallast. Þeir sem það handverk þekkja vita að hér er um að ræða töluvert mikla viðgerð á mótor ökutækis. Það þýddi ekkert í þá daga að gera ráð fyrir að geta ekið, með frábært hár, milli staða á fleygiferð án þess að gera hlé á akstri. Sem betur fer er þetta breytt. Íslendingar hafa haft dug og þor til þess að byggja upp öflugt vegakerfi sem við getum ekið um óhindrað flesta daga ársins. Það má hins vegar ekki gleyma því, að við getum samt sem áður ekki gert ráð fyrir að geta „ávallt“ ekið óhindrað um vegi landsins. Stundum þarf að sinna viðhaldi, það kemur fyrir. Það er mín ósk að þeir einstaklingar sem því sinna þurfi ekki að vera hugrakkar hetjur. Geti bara fyllt í holurnar eða lagað vegriðið án þess að bregða reglulega í brún þegar ekið er framhjá á ógnarhraða, sem, takið eftir, er kannski „bara“ 50, og ökumaðurinn stundum í símanum. Það er vel skiljanlegt að margir ökumenn geri sér illa grein fyrir þeirri hættu sem þeir skapa með því að aka án þess að hægja nægjanlega vel á sér þegar ekið er í gegn um framkvæmdarsvæði. Já, og stundum þarf að stoppa og staldra við í örfáar mínútur. Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi þriðjudaginn 7. mars þar sem öryggi við vegavinnu er til umfjöllunar. Vitundarátakið „Aktu varlega, mamma og pabbi vinna hér“ verður kynnt og flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa nálægt við þunga umferð. Einnig mun Samgöngustofa kynna forvarnarmyndband um akstur í gegnum vinnusvæði. Ég ber mikla virðingu fyrir Stuðmönnum, en það má ekki vera á hundaraðogtíu, og það má verða of seinn. Nú eða bara gera ráð fyrir smá töfum og leggja fyrr af stað. Komum heil heim. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Samgöngur Vegagerð Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er á vestur leiðinni, á háheiðinni. Á hundrað og tíu, ég má ekki verða of seinn, orti skáldið hér forðum daga. Þórður heitir hann Árnason, Ragga Gísla samdi svo tónverkið. Í eitt sinn sinnti sérhver einstaklingur fjölmörgum störfum. Flestir stunduðu svokallaðan sjálfsþurftarbúskap, mest allt sem þörf var á til heimilishalds var framleitt á búinu. Einn kostur við það fyrirkomulag var að flestir hlutu góða innsýn inn í velflest störf. Allir vissu hvernig lifrapylsan komst tilbúin í askinn. Frá a til ö, eða kannski er betra að segja frá sæðingu til suðu. Höfðu jafnvel tekið þátt í öllum verkþáttunum. En nú er öldin önnur. Störf verða sérhæfðari með hverju árinu sem líður. Ávinningurinn af þessari þróun er augljós. Framlegð hefur stóraukist. Ókostirnir blasa hins vegar kannski ekki svo vel við. Fyrst um sinn þegar Íslendingar fóru að keyra yfir Hellisheiði þurfti að stoppa áður en lagt var á Kambana og slípa ventla eins og það kallast. Þeir sem það handverk þekkja vita að hér er um að ræða töluvert mikla viðgerð á mótor ökutækis. Það þýddi ekkert í þá daga að gera ráð fyrir að geta ekið, með frábært hár, milli staða á fleygiferð án þess að gera hlé á akstri. Sem betur fer er þetta breytt. Íslendingar hafa haft dug og þor til þess að byggja upp öflugt vegakerfi sem við getum ekið um óhindrað flesta daga ársins. Það má hins vegar ekki gleyma því, að við getum samt sem áður ekki gert ráð fyrir að geta „ávallt“ ekið óhindrað um vegi landsins. Stundum þarf að sinna viðhaldi, það kemur fyrir. Það er mín ósk að þeir einstaklingar sem því sinna þurfi ekki að vera hugrakkar hetjur. Geti bara fyllt í holurnar eða lagað vegriðið án þess að bregða reglulega í brún þegar ekið er framhjá á ógnarhraða, sem, takið eftir, er kannski „bara“ 50, og ökumaðurinn stundum í símanum. Það er vel skiljanlegt að margir ökumenn geri sér illa grein fyrir þeirri hættu sem þeir skapa með því að aka án þess að hægja nægjanlega vel á sér þegar ekið er í gegn um framkvæmdarsvæði. Já, og stundum þarf að stoppa og staldra við í örfáar mínútur. Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi þriðjudaginn 7. mars þar sem öryggi við vegavinnu er til umfjöllunar. Vitundarátakið „Aktu varlega, mamma og pabbi vinna hér“ verður kynnt og flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa nálægt við þunga umferð. Einnig mun Samgöngustofa kynna forvarnarmyndband um akstur í gegnum vinnusvæði. Ég ber mikla virðingu fyrir Stuðmönnum, en það má ekki vera á hundaraðogtíu, og það má verða of seinn. Nú eða bara gera ráð fyrir smá töfum og leggja fyrr af stað. Komum heil heim. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun