Ósáttur með tal eftirlitsmannsins í kaupfélaginu en sektin stendur Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2024 14:54 Erfitt er að tryggja eftirlit með að allir nautgripir séu örugglega úti í átta vikur á sumri. Matvælastofnun telur sig þó geta fylgst með því hvort nautgripir séu yfir höfuð settir eitthvað út á bæjum. Vísir/Vilhelm Nautgripabóndi á Vesturlandi þarf að greiða 350 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna brota á reglum um útivist nautgripa eftir að matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar. Bóndinn kærði málið til ráðuneytisins þar sem hann setti meðal annars út á eftirlit stofunarinnar og sér í lagi hegðun eftirlitsmanns Matvælastofnunar í Kaupfélagi Borgfirðinga. Í úrskurðinum kemur fram að eftirlitsmaðurinn eigi að hafa hafið umræðu um eftirlitið við einn af bændum búsins og sagt frá því hversu mörg bú væru í skoðun í eftirlitinu, á hvaða bú væri nákvæmlega búið að fara þar að þau hafi verið tilkynnt og sömuleiðis hvaða bú myndu sleppa vegna þess að þar hafi verið ummerki eftir gripi fyrir utan fjós. Bóndinn taldi slíkt vera ófagleg vinnubrögð og ekki í samræmi vinnubrögð hjá stofnun eins og MAST sem færi með viðkvæm mál. Sagði hann samtalið hafa verið í viðurvist viðskiptavina og starfsmanna kaupfélagsins. Játaði að hafa ekki tryggt útivistina Matvælaráðuneytið staðfesti stjórnvaldsákvörðun Matvælastofnun um að sekta bóndann þar sem lágmarksútivist nautgripanna – átta vikur á sumri – hafi ekki verið uppfyllt á síðasta ári. Á bóndinn sömuleiðis að hafa játað að hafa ekki tryggt gripunum lögmælta útivist. Varðandi hegðun eftirlitsmannsins í kaupfélaginu þá leit ráðuneytið svo á að ekki væri hægt að kæra það sem snúi að verklagi starfsmannsins. Slíkt teljist ekki stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga heldur beri að beina slíku til forstjóra stofnunarinnar enda sé frekar um að ræða starfsmannamál. Misráðið Í svörum Matvælastofnunar kom fram að atvikið í kaupfélaginu hafi verið tveggja manna tal. „Eftirlitsmaðurinn þekkti viðkomandi og fékk spurningar og upplýsingar um fleiri aðila sem ekki hefðu uppfyllt skyldur um útivist nautgripa. Hafi hann með einhverjum hætti gefið í skyn að slíkt væri mögulega rétt, þá er ljóst að slíkt var misráðið.“ Af öllu virtu var það niðurstaða ráðuneytisins að Matvælastofnun hafi verið heimilt að leggja sektina á bóndann með því að vanrækja að tryggja nautgripum sínum lögmælta útivist á grónu landi sumarið 2023. Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Í úrskurðinum kemur fram að eftirlitsmaðurinn eigi að hafa hafið umræðu um eftirlitið við einn af bændum búsins og sagt frá því hversu mörg bú væru í skoðun í eftirlitinu, á hvaða bú væri nákvæmlega búið að fara þar að þau hafi verið tilkynnt og sömuleiðis hvaða bú myndu sleppa vegna þess að þar hafi verið ummerki eftir gripi fyrir utan fjós. Bóndinn taldi slíkt vera ófagleg vinnubrögð og ekki í samræmi vinnubrögð hjá stofnun eins og MAST sem færi með viðkvæm mál. Sagði hann samtalið hafa verið í viðurvist viðskiptavina og starfsmanna kaupfélagsins. Játaði að hafa ekki tryggt útivistina Matvælaráðuneytið staðfesti stjórnvaldsákvörðun Matvælastofnun um að sekta bóndann þar sem lágmarksútivist nautgripanna – átta vikur á sumri – hafi ekki verið uppfyllt á síðasta ári. Á bóndinn sömuleiðis að hafa játað að hafa ekki tryggt gripunum lögmælta útivist. Varðandi hegðun eftirlitsmannsins í kaupfélaginu þá leit ráðuneytið svo á að ekki væri hægt að kæra það sem snúi að verklagi starfsmannsins. Slíkt teljist ekki stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga heldur beri að beina slíku til forstjóra stofnunarinnar enda sé frekar um að ræða starfsmannamál. Misráðið Í svörum Matvælastofnunar kom fram að atvikið í kaupfélaginu hafi verið tveggja manna tal. „Eftirlitsmaðurinn þekkti viðkomandi og fékk spurningar og upplýsingar um fleiri aðila sem ekki hefðu uppfyllt skyldur um útivist nautgripa. Hafi hann með einhverjum hætti gefið í skyn að slíkt væri mögulega rétt, þá er ljóst að slíkt var misráðið.“ Af öllu virtu var það niðurstaða ráðuneytisins að Matvælastofnun hafi verið heimilt að leggja sektina á bóndann með því að vanrækja að tryggja nautgripum sínum lögmælta útivist á grónu landi sumarið 2023.
Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira