Hamas samþykkir vopnahléstillögu Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 16:55 Ísraelskum skriðdreka ekið frá Gasaströndinni. AP/Tsafrir Abayov Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. Fyrstu fregnir frá Ísrael gefa til kynna að tillagan sé ný, eftir breytingu á fyrri tillögum, og breytingin sé runnin undan rifjum Egypta. Ólíklegt sé að Ísraelar muni samþykkja hana. Enn sem komið er hefur þó lítið verið staðfest varðandi tillöguna og virðist sem Ísraelum hafi ekki verið sagt frá henni áður en leiðtogi Hamas birti yfirlýsinguna um samþykkt hennar. Times of Israel hefur heimildir fyrir því að tillagan feli í sér fjörutíu daga vopnahlé í skiptum fyrir 33 gísla. Þá verði Ísraelum gert að sleppa hundruðum Palestínumanna úr haldi. Viðræður eiga svo að halda áfram þegar vopnahléið hefur staðið yfir í sextán daga. Eftir fjörutíu daga tímabilið eigi Hamas-liðar að sleppa þeim gíslum sem eftir eru í skiptum fyrir fleiri Palestínumenn og 42 daga vopnahlé til viðbótar. Eftir það tímabil eigi Hamas-liðar að afhenda þau lík sem þeir fluttu til Gasa frá Ísrael þann 7. október og lík gísla sem hafa dáið í haldi þeirra, í skiptum fyrir aðra 42 daga og líka Palestínumanna í haldi Ísraela. Erfiðar viðræður Erindrekar frá Katar og Egyptalandi hafa undanfarið reynt að miðla mála milli Ísraela og Hamas, með því markmiði að koma á vopnahléi á Gasaströndinni. Pólitískir leiðtogar Hamas hafa um langt skeið haldið til í Katar. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Um hundrað þúsund sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Viðræður síðustu daga sagðar hafa verið erfiðar. Benjamín Netanjahú sagði um helgina að þó Ísraelar samþykktu vopnahlé í skiptum fyrir það að Hamas-liðar slepptu þeim gíslum sem þeir hefðu enn í haldi, kæmi ekki til greina að binda endanlega enda á átökin. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50 Ísrael samþykkir ekki vopnahlé Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin. 5. maí 2024 13:17 Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fyrstu fregnir frá Ísrael gefa til kynna að tillagan sé ný, eftir breytingu á fyrri tillögum, og breytingin sé runnin undan rifjum Egypta. Ólíklegt sé að Ísraelar muni samþykkja hana. Enn sem komið er hefur þó lítið verið staðfest varðandi tillöguna og virðist sem Ísraelum hafi ekki verið sagt frá henni áður en leiðtogi Hamas birti yfirlýsinguna um samþykkt hennar. Times of Israel hefur heimildir fyrir því að tillagan feli í sér fjörutíu daga vopnahlé í skiptum fyrir 33 gísla. Þá verði Ísraelum gert að sleppa hundruðum Palestínumanna úr haldi. Viðræður eiga svo að halda áfram þegar vopnahléið hefur staðið yfir í sextán daga. Eftir fjörutíu daga tímabilið eigi Hamas-liðar að sleppa þeim gíslum sem eftir eru í skiptum fyrir fleiri Palestínumenn og 42 daga vopnahlé til viðbótar. Eftir það tímabil eigi Hamas-liðar að afhenda þau lík sem þeir fluttu til Gasa frá Ísrael þann 7. október og lík gísla sem hafa dáið í haldi þeirra, í skiptum fyrir aðra 42 daga og líka Palestínumanna í haldi Ísraela. Erfiðar viðræður Erindrekar frá Katar og Egyptalandi hafa undanfarið reynt að miðla mála milli Ísraela og Hamas, með því markmiði að koma á vopnahléi á Gasaströndinni. Pólitískir leiðtogar Hamas hafa um langt skeið haldið til í Katar. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Um hundrað þúsund sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Viðræður síðustu daga sagðar hafa verið erfiðar. Benjamín Netanjahú sagði um helgina að þó Ísraelar samþykktu vopnahlé í skiptum fyrir það að Hamas-liðar slepptu þeim gíslum sem þeir hefðu enn í haldi, kæmi ekki til greina að binda endanlega enda á átökin.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50 Ísrael samþykkir ekki vopnahlé Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin. 5. maí 2024 13:17 Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50
Ísrael samþykkir ekki vopnahlé Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin. 5. maí 2024 13:17
Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14