Brunson í fámennan klúbb og Knicks veittu fyrsta höggið Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 07:30 Andrew Nembhard reynir að komast framhjá vörn Donte DiVincenzo á meðan að Jalen Brunson kemst áfram með boltann en hann skoraði 43 stig í gærkvöld. AP/Frank Franklin II New York Knicks höfðu betur í fyrsta leik gegn Indiana Pacers í gærkvöld, 121-117, í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Minnesota Timberwolves eru komnir í 2-0 gegn Denver Nuggets eftir 106-80 sigur í undanúrslitum vesturdeildar. Jalen Brunson hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og hann hélt því áfram í gær þegar hann skoraði 43 stig í sigri Knicks. Hann hefur þar með náð 40 stigum í síðustu fjórum leikjum liðsins í röð. Brunson er aðeins fjórði leikmaðurinn sem nær fjórum 40 stiga leikjum í röð í úrslitakeppni, á eftir Jerry West, Bernard King og Michael Jordan. „Ég hugsa ekkert með mér að ég verði að skora 40,“ sagði Brunson eftir leik. „Þannig hugsa ég þetta alls ekki. Ég vil bara vera árásargjarn og búa eitthvað til fyrir mig og aðra,“ bætti hann við. ANOTHER JALEN BRUNSON 40-PIECE 🪣DONTE WITH A CLUTCH THREE FOR NEW YORK 🎯 pic.twitter.com/ajRKB9YhoS— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Þjálfarinn Tom Thibodeau tók í sama streng: „Það sem ég elska við hann er að þetta snýst allt um liðið. Það eina sem skiptir hann máli er að vinna. Og honum er annt um liðsfélagana. Hvað sem okkur vantar þá græjar hann það. Ég gæti sagt það sama um alla hina,“ sagði Thibodeau. Indiana komst níu stigum yfir í fjórða leikhluta en heimamenn bættu úr því og skoraði Donte DiVincenzo 21 af 25 stigum sínum í seinni hálfleiknum. Josh Hart skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. DiVincenzo skoraði meðal annars þrist og kom Knicks í 118-115 þegar 40 sekúndur voru eftir. Hann fiskaði einnig umdeilda villu á Myles Turner þegar Indiana hefði getað komist yfir, tæpum 13 sekúndum fyrir leikslok. "We're not expecting to get calls in here. It would be nice if they laid off that one but they didn't. That's just the way it goes." Pacers HC Rick Carlisle on Myles Turner's moving screen in the 4th quarter of Game 1 pic.twitter.com/oiXwHT7cxs— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Spennan var minni þegar Minnesota Timberwolves unnu öruggan 106-80 sigur á Denver Nuggets, þrátt fyrir að vera án Rudy Gobert sem vildi vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Gobert hefur þrisvar verið valinn varnarmaður ársins en þrátt fyrir að hann vantaði tókst Denver aðeins að skora 80 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota, og Anthony Edwards önnur 27 fyrir gestina. Einvígið heldur áfram á föstudag en vinna þarf fjóra leiki. NBA Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Jalen Brunson hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og hann hélt því áfram í gær þegar hann skoraði 43 stig í sigri Knicks. Hann hefur þar með náð 40 stigum í síðustu fjórum leikjum liðsins í röð. Brunson er aðeins fjórði leikmaðurinn sem nær fjórum 40 stiga leikjum í röð í úrslitakeppni, á eftir Jerry West, Bernard King og Michael Jordan. „Ég hugsa ekkert með mér að ég verði að skora 40,“ sagði Brunson eftir leik. „Þannig hugsa ég þetta alls ekki. Ég vil bara vera árásargjarn og búa eitthvað til fyrir mig og aðra,“ bætti hann við. ANOTHER JALEN BRUNSON 40-PIECE 🪣DONTE WITH A CLUTCH THREE FOR NEW YORK 🎯 pic.twitter.com/ajRKB9YhoS— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Þjálfarinn Tom Thibodeau tók í sama streng: „Það sem ég elska við hann er að þetta snýst allt um liðið. Það eina sem skiptir hann máli er að vinna. Og honum er annt um liðsfélagana. Hvað sem okkur vantar þá græjar hann það. Ég gæti sagt það sama um alla hina,“ sagði Thibodeau. Indiana komst níu stigum yfir í fjórða leikhluta en heimamenn bættu úr því og skoraði Donte DiVincenzo 21 af 25 stigum sínum í seinni hálfleiknum. Josh Hart skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. DiVincenzo skoraði meðal annars þrist og kom Knicks í 118-115 þegar 40 sekúndur voru eftir. Hann fiskaði einnig umdeilda villu á Myles Turner þegar Indiana hefði getað komist yfir, tæpum 13 sekúndum fyrir leikslok. "We're not expecting to get calls in here. It would be nice if they laid off that one but they didn't. That's just the way it goes." Pacers HC Rick Carlisle on Myles Turner's moving screen in the 4th quarter of Game 1 pic.twitter.com/oiXwHT7cxs— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Spennan var minni þegar Minnesota Timberwolves unnu öruggan 106-80 sigur á Denver Nuggets, þrátt fyrir að vera án Rudy Gobert sem vildi vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Gobert hefur þrisvar verið valinn varnarmaður ársins en þrátt fyrir að hann vantaði tókst Denver aðeins að skora 80 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota, og Anthony Edwards önnur 27 fyrir gestina. Einvígið heldur áfram á föstudag en vinna þarf fjóra leiki.
NBA Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira