Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2024 12:48 Frá því þegar annar ofurstinn var handtekinn. SBU Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. Tveir ofurstar í öryggissveit Úkraínu sem sér um að tryggja öryggi ráðamanna þar í landi hafa verið handteknir vegna málsins, auk annarra. Þeir eru sakaðir um að hafa leitað að mönnum í lífvarðasveit Selenskís sem væru tilbúnir til að ræna forsetanum og myrða hann. Ofurstarnir eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að ráða Vasíl Malíjúk, yfirmann úkraínsku leyniþjónustunnar SBU, og Kíríló Búdanóv, yfirmann leyniþjónustu úkraínska hersins, GUR, af dögum, auk annarra háttsettra embættismanna. Malíjúk segir að aðgerðin hafi átt að vera gjöf til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, vegna innsetningarathafnar hans í dag. Þess í stað hafi hún misheppnast. Hann varaði þó við því að vanmeta styrk og reynslu Rússa. Sjá einnig: Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður SBU birti í morgun tólf mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem farið er yfir málið og myndir birtar af vopnum, svo eitthvað sé nefnt. Myndbandið er á úkraínsku. Forsvarsmenn SBU segja að annar ofurstanna hafi keypt vopn, sprengjur og dróna vegna banatilræðanna. Hann hafi verið hleraður þegar hann ræddi við aðila á vegum FSB í Rússlandi. Samkvæmt SBU áttu ofurstarnir að fá fúlgur fjár að launum en þeir eru báðir sagðir hafa verið ráðnir af Rússum fyrir innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. Þar kemur fram að áætlunin um að ráða Búdanóv af dögum hafi snúist um að leka upplýsingum um staðsetningu hans og gera árás á þá byggingu með eldflaugum. Þá átti að nota dróna til að frekari árásir á bygginguna og þá sem lifðu af og skjóta fleiri eldflaugum. Vólídímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður hafa meðal skotmarka útsendara Rússlands.AP/Vadim Ghirda Hafa áhyggjur af leynilegum aðgerðum Rússa Stutt er síðan pólskur maður var handtekinn í tengslum við meint áform rússneskra yfirvalda um að ráða Selenskí af dögum. Maðurinn er sakaður um að hafa ætlað að útvega Rússum upplýsingar um öryggi á flugvelli nærri landamærum Úkraínu, þar sem Selenskí er tíður gestur. Mikið magn hergagna fer um þennan flugvöll á leið til Úkraínu. Financial Times sagði frá því um helgina að ráðamenn á Vesturlöndum og forsvarsmenn leyniþjónusta í Evrópu hefðu auknar áhyggjur af því að Rússar væru að skipuleggja skemmdarverk og annars konar leynilegar aðgerðir í Evrópu og víðar. Meðal annars væru Rússar að undirbúa sprengjuárásir og íkveikjur í Evrópu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Tveir ofurstar í öryggissveit Úkraínu sem sér um að tryggja öryggi ráðamanna þar í landi hafa verið handteknir vegna málsins, auk annarra. Þeir eru sakaðir um að hafa leitað að mönnum í lífvarðasveit Selenskís sem væru tilbúnir til að ræna forsetanum og myrða hann. Ofurstarnir eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að ráða Vasíl Malíjúk, yfirmann úkraínsku leyniþjónustunnar SBU, og Kíríló Búdanóv, yfirmann leyniþjónustu úkraínska hersins, GUR, af dögum, auk annarra háttsettra embættismanna. Malíjúk segir að aðgerðin hafi átt að vera gjöf til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, vegna innsetningarathafnar hans í dag. Þess í stað hafi hún misheppnast. Hann varaði þó við því að vanmeta styrk og reynslu Rússa. Sjá einnig: Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður SBU birti í morgun tólf mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem farið er yfir málið og myndir birtar af vopnum, svo eitthvað sé nefnt. Myndbandið er á úkraínsku. Forsvarsmenn SBU segja að annar ofurstanna hafi keypt vopn, sprengjur og dróna vegna banatilræðanna. Hann hafi verið hleraður þegar hann ræddi við aðila á vegum FSB í Rússlandi. Samkvæmt SBU áttu ofurstarnir að fá fúlgur fjár að launum en þeir eru báðir sagðir hafa verið ráðnir af Rússum fyrir innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. Þar kemur fram að áætlunin um að ráða Búdanóv af dögum hafi snúist um að leka upplýsingum um staðsetningu hans og gera árás á þá byggingu með eldflaugum. Þá átti að nota dróna til að frekari árásir á bygginguna og þá sem lifðu af og skjóta fleiri eldflaugum. Vólídímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður hafa meðal skotmarka útsendara Rússlands.AP/Vadim Ghirda Hafa áhyggjur af leynilegum aðgerðum Rússa Stutt er síðan pólskur maður var handtekinn í tengslum við meint áform rússneskra yfirvalda um að ráða Selenskí af dögum. Maðurinn er sakaður um að hafa ætlað að útvega Rússum upplýsingar um öryggi á flugvelli nærri landamærum Úkraínu, þar sem Selenskí er tíður gestur. Mikið magn hergagna fer um þennan flugvöll á leið til Úkraínu. Financial Times sagði frá því um helgina að ráðamenn á Vesturlöndum og forsvarsmenn leyniþjónusta í Evrópu hefðu auknar áhyggjur af því að Rússar væru að skipuleggja skemmdarverk og annars konar leynilegar aðgerðir í Evrópu og víðar. Meðal annars væru Rússar að undirbúa sprengjuárásir og íkveikjur í Evrópu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira