Litli Jordan vill alls ekki vera líkt við Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 11:00 Anthony Edwards hefur farið fyrir liði Minnesota Timberwolves sem er að gera frábæra hluti í úrslitakeppni NBA í ár. Getty/Matthew Stockman Fátt er meira talað um þessa dagana í NBA heiminum en ungstirnið Anthony Edwards. Ekki að ástæðulausu. Anthony Edwards og liðsfélagar hans í Minnesota Timberwolves hafa enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni og eru komnir í 2-0 á móti NBA meisturum Denver Nuggets þrátt fyrir að spila tvo fyrstu leikina á útivelli. Edwards var með 31,0 stig og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Phoenix Suns í fyrstu umferðinni og er með 35,0 stig og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum á móti Denver. Svakalegar tölur Sex leikir, sex sigrar, 32,3 stig í leik, 5,8 stoðsendingar í leik, 55 prósent skotnýting og 82 prósent vítanýting. Edwards er vissulega að skila svakalegum tölum og menn hafa lengi verið að líkja leikstíl hans við Michael Jordan. The similarities between Michael Jordan and Anthony Edwards are insane. pic.twitter.com/n2DLx0VNvQ— Tiger Vibes (@Tiger__Vibes) May 2, 2024 Þeir sem mun vel eftir Jordan sjá strax keimlíkar hreyfingar þar sem íþróttamennska, áræðni, sjálfstraust og hæfileikar skilja varnarmenn hvað eftir annað eftir í sporunum. Hann er líka óhræddur við að tjá sig við mótherjanna inn á vellinum og oft lítið hægt að gera þegar hann stendur síðan við stóru orðin í framhaldinu. Er hann sonur Jordan? Svo mikil eru líkindin að í netheimum halda sumir því fram að Edwards geti ekki verið annað en sonur Jordan. Hann er kallaður „Baby Jordan“ eða litli Jordan. Leiðtogahæfileikar drengsins öskra líka á mann og þessi 22 ára gamli strákur virðist hafa allt til alls til að leiða lið í NBA deildinni næsta áratuginn og gott betur. Hann sjálfur er þó ekki hrifinn af því að vera líkt við Michael Jordan. My grandfather had Michael JordanMy father had Kobe BryantI have Anthony Edwards pic.twitter.com/ft2sW7suDh— 𝐉𝐚𝐤𝐞 (@SixthManJake) May 7, 2024 „Ég vil að þetta hætti. Hann er sá besti í sögunni og það er ekki hægt að bera mig saman við hann,“ sagði Anthony Edwards um að vera líkt við ungan Michael Jordan. Þegar Jordan var 22 ára Þegar Jordan var 22 ára gamall (1987) þá skoraði hann 42,7 stig að meðaltali á móti meisturum Boston Celtics en Chicago Bulls tapaði öllum þremur leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Nú er Edwards búinn að vinna tvo fyrstu leikina á móti ríkjandi meisturum. Jordan vann ekki sína fyrstu seríu í úrslitakeppni fyrr en árið eftir og varð ekki NBA-meistari fyrr en 1991 þegar hann var orðinn 28 ára. Edwards á enn sex ár í það að ná þeim aldri. Það verður athyglisvert að sjá hvert framhaldið verður. Eitt er nokkuð ljóst að Edwards er á mjög góðri leið með því að vera nýtt andlit NBA-deildarinnar nú þegar komið er að kynslóðaskiptum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) NBA Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Ekki að ástæðulausu. Anthony Edwards og liðsfélagar hans í Minnesota Timberwolves hafa enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni og eru komnir í 2-0 á móti NBA meisturum Denver Nuggets þrátt fyrir að spila tvo fyrstu leikina á útivelli. Edwards var með 31,0 stig og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Phoenix Suns í fyrstu umferðinni og er með 35,0 stig og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum á móti Denver. Svakalegar tölur Sex leikir, sex sigrar, 32,3 stig í leik, 5,8 stoðsendingar í leik, 55 prósent skotnýting og 82 prósent vítanýting. Edwards er vissulega að skila svakalegum tölum og menn hafa lengi verið að líkja leikstíl hans við Michael Jordan. The similarities between Michael Jordan and Anthony Edwards are insane. pic.twitter.com/n2DLx0VNvQ— Tiger Vibes (@Tiger__Vibes) May 2, 2024 Þeir sem mun vel eftir Jordan sjá strax keimlíkar hreyfingar þar sem íþróttamennska, áræðni, sjálfstraust og hæfileikar skilja varnarmenn hvað eftir annað eftir í sporunum. Hann er líka óhræddur við að tjá sig við mótherjanna inn á vellinum og oft lítið hægt að gera þegar hann stendur síðan við stóru orðin í framhaldinu. Er hann sonur Jordan? Svo mikil eru líkindin að í netheimum halda sumir því fram að Edwards geti ekki verið annað en sonur Jordan. Hann er kallaður „Baby Jordan“ eða litli Jordan. Leiðtogahæfileikar drengsins öskra líka á mann og þessi 22 ára gamli strákur virðist hafa allt til alls til að leiða lið í NBA deildinni næsta áratuginn og gott betur. Hann sjálfur er þó ekki hrifinn af því að vera líkt við Michael Jordan. My grandfather had Michael JordanMy father had Kobe BryantI have Anthony Edwards pic.twitter.com/ft2sW7suDh— 𝐉𝐚𝐤𝐞 (@SixthManJake) May 7, 2024 „Ég vil að þetta hætti. Hann er sá besti í sögunni og það er ekki hægt að bera mig saman við hann,“ sagði Anthony Edwards um að vera líkt við ungan Michael Jordan. Þegar Jordan var 22 ára Þegar Jordan var 22 ára gamall (1987) þá skoraði hann 42,7 stig að meðaltali á móti meisturum Boston Celtics en Chicago Bulls tapaði öllum þremur leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Nú er Edwards búinn að vinna tvo fyrstu leikina á móti ríkjandi meisturum. Jordan vann ekki sína fyrstu seríu í úrslitakeppni fyrr en árið eftir og varð ekki NBA-meistari fyrr en 1991 þegar hann var orðinn 28 ára. Edwards á enn sex ár í það að ná þeim aldri. Það verður athyglisvert að sjá hvert framhaldið verður. Eitt er nokkuð ljóst að Edwards er á mjög góðri leið með því að vera nýtt andlit NBA-deildarinnar nú þegar komið er að kynslóðaskiptum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network)
NBA Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira