Leið að hraðari innviðauppbyggingu Sölvi Sturluson skrifar 8. maí 2024 13:30 Líklegast snerta fáir málaflokkar daglegt líf fólks jafn mikið og innviðir gera. Undir innviði falla meðal annars vegakerfið, sjúkrahús, virkjanir, fjarskiptanet, hjúkrunarheimili, skólar og svo mætti lengi telja. Í ljósi þess hve þjóðin er fámenn og landið strjálbýlt er vissulega stórmerkilegt hversu öflugir innviðir hafa hér verið byggðir upp. Þeir er algjör grunnforsenda þess að hér ríkir ein mesta velmegun í heiminum. Að mati Samtaka iðnaðarins nemur endurstofnvirði allra innviða landsins um 4.500 milljörðum króna og uppsöfnuð viðhaldsþörf þeirra er metin á um 400 til 500 milljarða króna. Um er að ræða gríðarlega fjármuni. Bara að fjármagna viðhald núverandi innviða er ærið verkefni. Fjárfestingarþörfin fram undan Þetta er staðan, en spurningar vakna þegar horft er fram á veginn. Hvar viljum við sjá land og þjóð á næstu tuttugu árum? Undir eru hlutir á borð við að hér sé samkeppnishæfur alþjóðaflugvöllur, öruggt og öflugt vegakerfi um land allt ásamt bættum samgöngum í höfuðborginni. Að hér sé næg orka svo orkuskiptin séu raunhæf og þjóðin fái staðist skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og að hægt sé að flytja þessa orku óhindrað milli landsvæða. Hér viljum við myglulaust skólahúsnæði, fráveitukerfi sem standast skoðun og áfram mætti lengi telja. Svona upptalning er auðvitað einföldun, en engu að síður eitthvað sem flestir vilja sjá og gera hreinlega ráð fyrir að raungerist. Því er hins vegar ekki að neita að þegar fjárfestingin sem liggur að baki þessa mjög svo stóra verkefnalista er skoðuð sést að verkefnið er gríðarstórt. Gróflega áætlað liggur nýfjárfestingaþörf í innviðum á næstu tveimur áratugum á bilinu 1.000 til 1.500 milljarðar króna. Til að setja þær stærðir í samhengi má benda á að efri mörkin eru ígildi um sjö nýrra Landspítala, á borð við þann sem nú er í byggingu. Miðað við slagkraft innviðafjárfestinga hins opinbera undanfarin áratug er nokkuð ljóst að meira þarf til svo hægt sé að vinna á þessum skafli. Viðhaldsþörf núverandi innviða er ein og sér verulega íþyngjandi fyrir hið opinbera. En hvað þarf þá til svo þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika? Samvinnuverkefni í samgöngum Eitt af þekktari verkfærum í kistunni til að hraða innviðauppbyggingu eru svokölluð samvinnuverkefni (Public Private Partnership eða PPP) þar sem samvinna einkaaðila og hins opinbera felst meðal annars í áætlanagerð, fjármögnun, hönnun, uppbyggingu, viðhaldi og rekstri. PPP samvinna er hvað þekktust í samgöngumannvirkjum en árið 2020 voru ný lög sett á Alþingi sem heimiluðu sex samgönguverkefni fallið gætu undir þennan hatt. Í kjölfarið var byrjað á verkefninu „Hringvegur um Hornafjarðarfljót“ en því miður fór þessi vegferð ekki nógu vel af stað þar sem markmið og áform um skipulag langtímaeignarhalds og fjármögnunar reyndust snúin. Kannski var það ekki skrítið því hér var um að ræða fyrsta PPP-verkefnið frá gerð Hvalfjarðarganganna. En því miður virðist brokkgeng byrjun hafa gert hagaðila hins opinbera tvístígandi um framhaldið. Í útboði næsta verkefnis í röðinni, nýrri brú yfir Ölfussá, er ekkert um langtímafjármögnun eða eignarhald verkefnisins. Einn helsti ávinningur samvinnuverkefna og einkaframkvæmdar í innviðum felst í að skapa rými fyrir hið opinbera til að ráðast í fleiri verkefni en ella og setja beina fjármuni í innviðaverkefni sem síður bera sig út frá viðskiptalegum sjónarmiðum. Við megum því ekki láta smávægilega byrjunarörðuleika stöðva okkur. Fram undan eru margfalt stærri verkefni, eins og Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem sannarlega koma til með að þurfa aðkomu hins opinbera og einkaaðila bæði til skemmri og lengri tíma. Óneitanlega veltir maður fyrir sér hvernig við eigum að geta tekist á við svo stór verkefni ef við þorum ekki að nýta „smærri“ verkefnin til að læra af þeim? En er meira alltaf betra? Þegar kemur að innviðauppbyggingu er með nokkurri vissu hægt að svara því játandi. Þjóðhagslegur ávinningur innviðaverkefna er mikill en eitt skýrasta dæmi þess er óbyggð Sundabraut. Samkvæmt greiningu verkfræðistofunnar COWI nemur þjóðhagslegur ávinningur framkvæmdarinnar um 200 milljörðum króna yfir 30 ár og skiptist niður á tímasparnað, aksturskostnað, umhverfisáhrif og aukið öryggi. Væri þessum niðurstöðum snúið við mætti álykta að án Sundabrautar kosti það samfélagið hátt í sjö milljarða króna árlega. Samvinna á fleiri sviðum Lagasetningin 2020 um samvinnuverkefni einskorðaðist við vegaframkvæmdir, en það þýðir hins vegar ekki að tækifærin séu ekki víðar, bæði sem PPP og í annars konar útfærslum. Dæmi um verkefni sem fallið gætu í þennan flokk eru ný sorpbrennslustöð, þjóðarleikvangur, þjóðarhöll, hluti af uppbyggingu Keflavíkurflugvallar, ný hjúkrunarheimili, hluti af uppbyggingu nýs Landspítala, og fangelsi. Mögulega þarf formlega umgjörð fyrir innviðaverkefni sem tæki á forgangsröðun verkefna og greiningu, meðal annars á þjóðhagslegum ávinningi. Með útvíkkun markmiða í þessum efnum, víðar en bara samgöngum, væri kominn grundvöllur fyrir því að innan stjórnsýslunnar byggðist upp sérþekking og reynsla í útfærslu og framkvæmd innviðaverkefna og þá helst á einum miðlægum stað. Með slíkri umgjörð gæti byggst upp þekking og reynsla sem skilaði sér í hagkvæmni og skilvirkni til lengri tíma litið, enda er þetta stórt langtímaverkefni fyrir okkur öll. Tækifærin til að fara í fleiri innviðaverkefni með það að marki að auka þjóðhagslegan ávinning eru klárlega til staðar. Sýnum því dug og gerum meira. Höfundur er viðskiptastjóri Innviða hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Sjá meira
Líklegast snerta fáir málaflokkar daglegt líf fólks jafn mikið og innviðir gera. Undir innviði falla meðal annars vegakerfið, sjúkrahús, virkjanir, fjarskiptanet, hjúkrunarheimili, skólar og svo mætti lengi telja. Í ljósi þess hve þjóðin er fámenn og landið strjálbýlt er vissulega stórmerkilegt hversu öflugir innviðir hafa hér verið byggðir upp. Þeir er algjör grunnforsenda þess að hér ríkir ein mesta velmegun í heiminum. Að mati Samtaka iðnaðarins nemur endurstofnvirði allra innviða landsins um 4.500 milljörðum króna og uppsöfnuð viðhaldsþörf þeirra er metin á um 400 til 500 milljarða króna. Um er að ræða gríðarlega fjármuni. Bara að fjármagna viðhald núverandi innviða er ærið verkefni. Fjárfestingarþörfin fram undan Þetta er staðan, en spurningar vakna þegar horft er fram á veginn. Hvar viljum við sjá land og þjóð á næstu tuttugu árum? Undir eru hlutir á borð við að hér sé samkeppnishæfur alþjóðaflugvöllur, öruggt og öflugt vegakerfi um land allt ásamt bættum samgöngum í höfuðborginni. Að hér sé næg orka svo orkuskiptin séu raunhæf og þjóðin fái staðist skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og að hægt sé að flytja þessa orku óhindrað milli landsvæða. Hér viljum við myglulaust skólahúsnæði, fráveitukerfi sem standast skoðun og áfram mætti lengi telja. Svona upptalning er auðvitað einföldun, en engu að síður eitthvað sem flestir vilja sjá og gera hreinlega ráð fyrir að raungerist. Því er hins vegar ekki að neita að þegar fjárfestingin sem liggur að baki þessa mjög svo stóra verkefnalista er skoðuð sést að verkefnið er gríðarstórt. Gróflega áætlað liggur nýfjárfestingaþörf í innviðum á næstu tveimur áratugum á bilinu 1.000 til 1.500 milljarðar króna. Til að setja þær stærðir í samhengi má benda á að efri mörkin eru ígildi um sjö nýrra Landspítala, á borð við þann sem nú er í byggingu. Miðað við slagkraft innviðafjárfestinga hins opinbera undanfarin áratug er nokkuð ljóst að meira þarf til svo hægt sé að vinna á þessum skafli. Viðhaldsþörf núverandi innviða er ein og sér verulega íþyngjandi fyrir hið opinbera. En hvað þarf þá til svo þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika? Samvinnuverkefni í samgöngum Eitt af þekktari verkfærum í kistunni til að hraða innviðauppbyggingu eru svokölluð samvinnuverkefni (Public Private Partnership eða PPP) þar sem samvinna einkaaðila og hins opinbera felst meðal annars í áætlanagerð, fjármögnun, hönnun, uppbyggingu, viðhaldi og rekstri. PPP samvinna er hvað þekktust í samgöngumannvirkjum en árið 2020 voru ný lög sett á Alþingi sem heimiluðu sex samgönguverkefni fallið gætu undir þennan hatt. Í kjölfarið var byrjað á verkefninu „Hringvegur um Hornafjarðarfljót“ en því miður fór þessi vegferð ekki nógu vel af stað þar sem markmið og áform um skipulag langtímaeignarhalds og fjármögnunar reyndust snúin. Kannski var það ekki skrítið því hér var um að ræða fyrsta PPP-verkefnið frá gerð Hvalfjarðarganganna. En því miður virðist brokkgeng byrjun hafa gert hagaðila hins opinbera tvístígandi um framhaldið. Í útboði næsta verkefnis í röðinni, nýrri brú yfir Ölfussá, er ekkert um langtímafjármögnun eða eignarhald verkefnisins. Einn helsti ávinningur samvinnuverkefna og einkaframkvæmdar í innviðum felst í að skapa rými fyrir hið opinbera til að ráðast í fleiri verkefni en ella og setja beina fjármuni í innviðaverkefni sem síður bera sig út frá viðskiptalegum sjónarmiðum. Við megum því ekki láta smávægilega byrjunarörðuleika stöðva okkur. Fram undan eru margfalt stærri verkefni, eins og Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem sannarlega koma til með að þurfa aðkomu hins opinbera og einkaaðila bæði til skemmri og lengri tíma. Óneitanlega veltir maður fyrir sér hvernig við eigum að geta tekist á við svo stór verkefni ef við þorum ekki að nýta „smærri“ verkefnin til að læra af þeim? En er meira alltaf betra? Þegar kemur að innviðauppbyggingu er með nokkurri vissu hægt að svara því játandi. Þjóðhagslegur ávinningur innviðaverkefna er mikill en eitt skýrasta dæmi þess er óbyggð Sundabraut. Samkvæmt greiningu verkfræðistofunnar COWI nemur þjóðhagslegur ávinningur framkvæmdarinnar um 200 milljörðum króna yfir 30 ár og skiptist niður á tímasparnað, aksturskostnað, umhverfisáhrif og aukið öryggi. Væri þessum niðurstöðum snúið við mætti álykta að án Sundabrautar kosti það samfélagið hátt í sjö milljarða króna árlega. Samvinna á fleiri sviðum Lagasetningin 2020 um samvinnuverkefni einskorðaðist við vegaframkvæmdir, en það þýðir hins vegar ekki að tækifærin séu ekki víðar, bæði sem PPP og í annars konar útfærslum. Dæmi um verkefni sem fallið gætu í þennan flokk eru ný sorpbrennslustöð, þjóðarleikvangur, þjóðarhöll, hluti af uppbyggingu Keflavíkurflugvallar, ný hjúkrunarheimili, hluti af uppbyggingu nýs Landspítala, og fangelsi. Mögulega þarf formlega umgjörð fyrir innviðaverkefni sem tæki á forgangsröðun verkefna og greiningu, meðal annars á þjóðhagslegum ávinningi. Með útvíkkun markmiða í þessum efnum, víðar en bara samgöngum, væri kominn grundvöllur fyrir því að innan stjórnsýslunnar byggðist upp sérþekking og reynsla í útfærslu og framkvæmd innviðaverkefna og þá helst á einum miðlægum stað. Með slíkri umgjörð gæti byggst upp þekking og reynsla sem skilaði sér í hagkvæmni og skilvirkni til lengri tíma litið, enda er þetta stórt langtímaverkefni fyrir okkur öll. Tækifærin til að fara í fleiri innviðaverkefni með það að marki að auka þjóðhagslegan ávinning eru klárlega til staðar. Sýnum því dug og gerum meira. Höfundur er viðskiptastjóri Innviða hjá Íslandsbanka.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar