Hóta því að lögsækja FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 08:11 Gianni Infantino, forseti FIFA, með Aboubacar Sampil, forseta gíneska sambandsins og Erick Thohir forseta indóníska sambandsins. Getty/Aurelien Meunier Alþjóða knattspyrnusambandið hefur bætt enn við þétta leikjadagskrá bestu knattspyrnumanna heims með því að stækka mikið heimsmeistarakeppni félagsliða. FIFA menn virðast hins vegar hafa fundið þolmörkin ef marka má viðbrögðin. Mikið leikjaálag hefur verið lengi vandamál í knattspyrnuheiminum og því ljóst að með því að bæta við fleiri leikjum þá eru hæstráðendur fótboltans að fara í kolranga átt. Samtök atvinnumannadeilda annars vegar og atvinnufótboltamanna, Fifpro, hins vegar hafa nú sent FIFA bréf þar sem alþjóðasambandinu er hótað lögsókn. Í bréfinu kemur fram að mikil andstæða sé gegn fyrirhugaðri nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefur verið sett á sumarið 2025. FIFA warned of legal action over playing calendarFIFA has been warned of legal action from players and national leagues if it does not backtrack on adding new and bigger competitions to the congested calendar of men's international football.https://t.co/tZzNcssrWV— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 9, 2024 32 félög eiga að taka þátt í henni í stað sjö áður. Í raun verður þetta jafnstór keppni og heimsmeistarakeppni landsliða var. Mótið á að fara fram í júní og júlí á næsta ári. Deildirnar telja sig verða fyrir fjártjóni og leikmenn kvarta að nú sé álagið komið yfir algjör þolmörk. „EF FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA,“ segir í bréfinu. FIFA heldur því fram að þeir hafi tekið tillit til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. „Við höfum passað upp á það að það sé nægjanlegur tími á milli úrslitaleiksins og þess tíma þegar margar deildir fara aftur af stað,“ segir meðal annars í yfirlýsingu sambandsins. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Mikið leikjaálag hefur verið lengi vandamál í knattspyrnuheiminum og því ljóst að með því að bæta við fleiri leikjum þá eru hæstráðendur fótboltans að fara í kolranga átt. Samtök atvinnumannadeilda annars vegar og atvinnufótboltamanna, Fifpro, hins vegar hafa nú sent FIFA bréf þar sem alþjóðasambandinu er hótað lögsókn. Í bréfinu kemur fram að mikil andstæða sé gegn fyrirhugaðri nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefur verið sett á sumarið 2025. FIFA warned of legal action over playing calendarFIFA has been warned of legal action from players and national leagues if it does not backtrack on adding new and bigger competitions to the congested calendar of men's international football.https://t.co/tZzNcssrWV— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 9, 2024 32 félög eiga að taka þátt í henni í stað sjö áður. Í raun verður þetta jafnstór keppni og heimsmeistarakeppni landsliða var. Mótið á að fara fram í júní og júlí á næsta ári. Deildirnar telja sig verða fyrir fjártjóni og leikmenn kvarta að nú sé álagið komið yfir algjör þolmörk. „EF FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA,“ segir í bréfinu. FIFA heldur því fram að þeir hafi tekið tillit til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. „Við höfum passað upp á það að það sé nægjanlegur tími á milli úrslitaleiksins og þess tíma þegar margar deildir fara aftur af stað,“ segir meðal annars í yfirlýsingu sambandsins.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira