Leita enn að þeim sem réðu barnabarninu bana Jón Þór Stefánsson skrifar 11. maí 2024 10:00 Ingunn Ása Ingvadóttir er amma Iyönnu Brown sem var skotin til bana í Detroit-borg í fyrra. Vísir/Ívar Fannar Sá eða þeir sem urðu Iyönnu Brown að bana í júlímánuði í fyrra í Detroit-borg í Bandaríkjunum eru enn ekki fundnir. Frá þessu greinir amma hennar Ingunn Ása Mency Ingvadóttir í samskiptum við fréttastofu, en Iyanna, sem hefði orðið 24 ára gömul í gær, átti íslenska fjölskyldu. Hún bjó einnig á Íslandi um tíma. Ingunn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Iyanna var í bíl með vini sínum þegar hún var skotin rétt eftir miðnætti þann þrettánda júlí síðastliðinn. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Greint var frá því í fyrra að talið væri að vinur Iyönnu, sem var með henni í bílnum, væri skotmark árásarinnar en hann komst lífs af. Hinn grunaði eða grunuðu eru talin hafa keyrt um á svörtum jeppa, og ekið af vettvangi í umræddum bíl. Bandaríski miðillinn CBS fjallaði um málið í mars síðastliðnum. Þar sagði að fjölskylda Iyönnu biði enn svara, tæpu ári eftir morðið. Samtök sem berjast gegn glæpum, Crime Stoppers of Michigan, hafa lagt fjölskyldunni lið og bjóða 2500 dollara, sem jafngildir um 350 þúsund krónum, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku. Þar að auki hefur fólki verið bent á að gefa nafnlausar ábendingar um skotárásina í gegnum vefsíðuna 1800speakup.org. Líkt og áður segir á Iyanna ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Þær mæðgur bjuggu um tíma á Íslandi. Ingunn Ása tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka,“ sagði Ingunn um Iyönnu. Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Frá þessu greinir amma hennar Ingunn Ása Mency Ingvadóttir í samskiptum við fréttastofu, en Iyanna, sem hefði orðið 24 ára gömul í gær, átti íslenska fjölskyldu. Hún bjó einnig á Íslandi um tíma. Ingunn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Iyanna var í bíl með vini sínum þegar hún var skotin rétt eftir miðnætti þann þrettánda júlí síðastliðinn. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Greint var frá því í fyrra að talið væri að vinur Iyönnu, sem var með henni í bílnum, væri skotmark árásarinnar en hann komst lífs af. Hinn grunaði eða grunuðu eru talin hafa keyrt um á svörtum jeppa, og ekið af vettvangi í umræddum bíl. Bandaríski miðillinn CBS fjallaði um málið í mars síðastliðnum. Þar sagði að fjölskylda Iyönnu biði enn svara, tæpu ári eftir morðið. Samtök sem berjast gegn glæpum, Crime Stoppers of Michigan, hafa lagt fjölskyldunni lið og bjóða 2500 dollara, sem jafngildir um 350 þúsund krónum, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku. Þar að auki hefur fólki verið bent á að gefa nafnlausar ábendingar um skotárásina í gegnum vefsíðuna 1800speakup.org. Líkt og áður segir á Iyanna ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Þær mæðgur bjuggu um tíma á Íslandi. Ingunn Ása tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka,“ sagði Ingunn um Iyönnu.
Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira