Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. maí 2024 23:57 Auglýsingarnar birtust á mbl.is. vísir/egill Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. Fréttirnar sem um ræðir höfðu flest allar sama brag á sér, þar sem fjallað er um vöru fyrirtækjanna á jákvæðan hátt, án þess að fréttin væri merkt sem auglýsing eða samstarf við viðkomandi fyrirtæki. Slíkar duldar auglýsingar eru bannaðar með lögum um fjölmiðla. Fréttirnar birtust á Smartlands- og matarvef mbl.is. Fjölmargar auglýsingar, eða 48 talsins, dulbúnar sem fréttir, eru tíndar til í ákvörðun Fjölmiðlanefndar. Má þar nefna auglýsingar fyrir nýjar vörur frá Nóa siríus, þar sem fyrirsögnin er „Nýja nammið flýgur úr hillunum“, og „Splunkunýtt súkkulaði rifið úr hillunum“. Auglýsingar þar sem umfjöllunarefnið er „besta gráðaostasósan á markaðnum í dag“ sem gerðar voru fyrir Hagkaup eru auk þess nefndar. „Ný bragðtegund af Hleðslu komin á markað“ er auglýsing sem dulbúin var sem frétt fyrir MS og „KEA skyr eins og þú hefur aldrei séð það áður“ einnig. Umfjöllun um nýtt KEA skyr frá Mjólkursamsölunni var birt orðrétt á Mbl fjórum dögum efitr að hún biritst á vef MS. Árvakur vísaði til þess í andsvörum sínum að fjölmiðill hefði tjáningarfrelsi og frelsi til að meta það sem teldist fréttnæmt. Veitan hefði auk þess ekki fengið greitt frá fyrirtækjunum, en það væri skilyrði svo að umfjöllun teldist auglýsing en ekki frétt. Fjölmiðlanefnd hafnaði þeim rökum og vísaði til þess að tilvist greiðslu eða annars endurgjalds sé ekki nauðsynleg forsenda í þessu sambandi, enda geti fjölmiðlaefni verið þessarar gerðar án þess að nokkur greiðsla komi fyrir. Þá myndi slíkt skilyrði vinna gegn banninu enda örðugt að sanna að greitt hafi verið fyrir umfjöllun. Vísað á hvar hægt væri að kaupa vörurnar Þá segir Fjölmiðlanefnd að fjallað hafi verið „með nákvæmum hætti“ um ákveðnar vörur frá þeim. „Yfirleitt var um að ræða nýjar vörur á markaði. Komu fram jákvæðir eiginleikar varanna, t.d. gott bragð og hagkvæmar umbúðir, og jafnvel hversu umhverfisvænar þær væru. Í sumum tilvikum kom fram á hvaða sölustöðum mætti fá viðkomandi vörur, hvað þær kostuðu og hlekkur á sölusíðu,“ segir í niðurstöðu Fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Vísir/Egill Nefndir beinir því til Árvakurs að merkja þurfi slíka umfjöllun sérstaklega. Hefð hafi skapast fyrir því að nota orðin „kynning“, „samstarf“ eða „í samstarfi við “. Að framangreindu virtu taldi Fjölmiðlanefnd að umræddar umfjallanir á mbl.is teljist til dulinna viðskiptaboða, og þar með hafi Árvakur brotið gegn lögum um fjölmiðla. Hæfileg sekt var talin 1,5 milljón króna og litið til þess að Árvakur hefur ekki áður brotið gegn lagaákvæðum fjölmiðlalaga um dulin viðskiptaboð. Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Fréttirnar sem um ræðir höfðu flest allar sama brag á sér, þar sem fjallað er um vöru fyrirtækjanna á jákvæðan hátt, án þess að fréttin væri merkt sem auglýsing eða samstarf við viðkomandi fyrirtæki. Slíkar duldar auglýsingar eru bannaðar með lögum um fjölmiðla. Fréttirnar birtust á Smartlands- og matarvef mbl.is. Fjölmargar auglýsingar, eða 48 talsins, dulbúnar sem fréttir, eru tíndar til í ákvörðun Fjölmiðlanefndar. Má þar nefna auglýsingar fyrir nýjar vörur frá Nóa siríus, þar sem fyrirsögnin er „Nýja nammið flýgur úr hillunum“, og „Splunkunýtt súkkulaði rifið úr hillunum“. Auglýsingar þar sem umfjöllunarefnið er „besta gráðaostasósan á markaðnum í dag“ sem gerðar voru fyrir Hagkaup eru auk þess nefndar. „Ný bragðtegund af Hleðslu komin á markað“ er auglýsing sem dulbúin var sem frétt fyrir MS og „KEA skyr eins og þú hefur aldrei séð það áður“ einnig. Umfjöllun um nýtt KEA skyr frá Mjólkursamsölunni var birt orðrétt á Mbl fjórum dögum efitr að hún biritst á vef MS. Árvakur vísaði til þess í andsvörum sínum að fjölmiðill hefði tjáningarfrelsi og frelsi til að meta það sem teldist fréttnæmt. Veitan hefði auk þess ekki fengið greitt frá fyrirtækjunum, en það væri skilyrði svo að umfjöllun teldist auglýsing en ekki frétt. Fjölmiðlanefnd hafnaði þeim rökum og vísaði til þess að tilvist greiðslu eða annars endurgjalds sé ekki nauðsynleg forsenda í þessu sambandi, enda geti fjölmiðlaefni verið þessarar gerðar án þess að nokkur greiðsla komi fyrir. Þá myndi slíkt skilyrði vinna gegn banninu enda örðugt að sanna að greitt hafi verið fyrir umfjöllun. Vísað á hvar hægt væri að kaupa vörurnar Þá segir Fjölmiðlanefnd að fjallað hafi verið „með nákvæmum hætti“ um ákveðnar vörur frá þeim. „Yfirleitt var um að ræða nýjar vörur á markaði. Komu fram jákvæðir eiginleikar varanna, t.d. gott bragð og hagkvæmar umbúðir, og jafnvel hversu umhverfisvænar þær væru. Í sumum tilvikum kom fram á hvaða sölustöðum mætti fá viðkomandi vörur, hvað þær kostuðu og hlekkur á sölusíðu,“ segir í niðurstöðu Fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Vísir/Egill Nefndir beinir því til Árvakurs að merkja þurfi slíka umfjöllun sérstaklega. Hefð hafi skapast fyrir því að nota orðin „kynning“, „samstarf“ eða „í samstarfi við “. Að framangreindu virtu taldi Fjölmiðlanefnd að umræddar umfjallanir á mbl.is teljist til dulinna viðskiptaboða, og þar með hafi Árvakur brotið gegn lögum um fjölmiðla. Hæfileg sekt var talin 1,5 milljón króna og litið til þess að Árvakur hefur ekki áður brotið gegn lagaákvæðum fjölmiðlalaga um dulin viðskiptaboð.
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira