„Verður gönguferð í garðinum fyrir þá“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2024 22:03 Pétur Ingvarsson ræðir við sína menn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Við spiluðum bara góðan leik í kvöld. Það eru 44 klukkutímar þar til næsti leikur er. Það verður erfitt að gera mannskapinn tilbúinn fyrir það,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Grindavík í kvöld.Framundan í einvígi liðanna er oddaleikur á þriðjudag. Keflavík setti tóninn í kvöld strax í byrjun. Þeir skoruðu tólf fyrstu stigin og komust í 15-1 í upphafi leiks. „Við náum þremur sóknarfráköstum í fyrstu sókninni en náðum ekki að skora samt. Það setti svolítið tóninn í þessum leik en þeir náðu áhlaupi í fjórða leikhluta og gerðu sig líklega til að stela þessu,“ sagði Pétur í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Grindavík tókst að minnka muninn í þrjú stig í fjórða leikhlutanum. Í hálfleik munaði tólf stigum á liðunum en Keflvíkingar mættu alveg jafn ákveðnir í upphafi þriðja leikhluta eins og þeir höfðu gert í þeim fyrsta. „Við töluðum bara um það eini sénsinn fyrir þá væri að hleypa leiknum eitthvað upp og ef við værum ekki tilbúnir þá myndu þeir pakka okkur saman. Þetta er hörkulið. Þegar við missum Halldór Garðar útaf þá varð þetta svolítið erfitt.“ „Hann þarf að vera skynsamari í næsta leik“ Halldór Garðar Hermannsson var rekinn af velli eftir að hafa fengið tæknivillu í seinni hálfleik. Hann mótmælti þá dómi of kröftuglega en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik. Andri Már spurði Pétur hvort hann hefði átt að taka Halldór Garðar af velli eftir að hann var sýnilega orðinn pirraður rétt áður en hann fékk tæknivilluna. „Við erum með litla róteringu og það er erfitt að taka menn útaf í svona leikjum. Hann þarf bara aðeins að vera skynsamari og hann verður það pottþétt í næsta leik.“ Pétur svaraði svo á ansi áhugaverðan hátt þegar Andri Már spurði hann út í oddaleikinn sem framundan er á þriðjudag. „Í fljótu bragði þá held ég að þetta sé bara orðið gott hjá okkur og við nennum ekkert að vinna. Náttúruöflin og allt eru með þeim í liði og eðlilega verður þetta bara gönguferð í garðinum fyrir þá,“ en Pétur var væntanlega að slá á létta strengi á góðri stundu. Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Keflavík setti tóninn í kvöld strax í byrjun. Þeir skoruðu tólf fyrstu stigin og komust í 15-1 í upphafi leiks. „Við náum þremur sóknarfráköstum í fyrstu sókninni en náðum ekki að skora samt. Það setti svolítið tóninn í þessum leik en þeir náðu áhlaupi í fjórða leikhluta og gerðu sig líklega til að stela þessu,“ sagði Pétur í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Grindavík tókst að minnka muninn í þrjú stig í fjórða leikhlutanum. Í hálfleik munaði tólf stigum á liðunum en Keflvíkingar mættu alveg jafn ákveðnir í upphafi þriðja leikhluta eins og þeir höfðu gert í þeim fyrsta. „Við töluðum bara um það eini sénsinn fyrir þá væri að hleypa leiknum eitthvað upp og ef við værum ekki tilbúnir þá myndu þeir pakka okkur saman. Þetta er hörkulið. Þegar við missum Halldór Garðar útaf þá varð þetta svolítið erfitt.“ „Hann þarf að vera skynsamari í næsta leik“ Halldór Garðar Hermannsson var rekinn af velli eftir að hafa fengið tæknivillu í seinni hálfleik. Hann mótmælti þá dómi of kröftuglega en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik. Andri Már spurði Pétur hvort hann hefði átt að taka Halldór Garðar af velli eftir að hann var sýnilega orðinn pirraður rétt áður en hann fékk tæknivilluna. „Við erum með litla róteringu og það er erfitt að taka menn útaf í svona leikjum. Hann þarf bara aðeins að vera skynsamari og hann verður það pottþétt í næsta leik.“ Pétur svaraði svo á ansi áhugaverðan hátt þegar Andri Már spurði hann út í oddaleikinn sem framundan er á þriðjudag. „Í fljótu bragði þá held ég að þetta sé bara orðið gott hjá okkur og við nennum ekkert að vinna. Náttúruöflin og allt eru með þeim í liði og eðlilega verður þetta bara gönguferð í garðinum fyrir þá,“ en Pétur var væntanlega að slá á létta strengi á góðri stundu.
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira