Fyrsta skiptið í úrslitakeppninni eftir „Guð blessi Ísland“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 12:30 Það verður örugglega mikil spenna og mikið stuð á pöllunum þegar oddaleikirnir fara fram. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar tryggðu sér í gær oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík í úrslitakeppni Subway deild karla í körfubolta. Það þýðir að við fáum oddaleik í báðum undanúrslitaeinvígunum í ár. Nágrannar þeirra í Njarðvík höfðu kvöldið áður tryggt sér oddaleik á móti deildarmeisturum Vals. Báðir oddaleikirnir fara fram á þriðjudagskvöldið. Það er óhætt að segja að það sé ekki árlegur viðburður að fá hreinan úrslitaleik í báðum einvígum. Þetta er nefnilega í fyrsta skiptið í sautján ár sem að það verða tveir oddaleikir um það að fá að spila um Íslandsmeistaratitilinn það vorið. Við þurfum því að fara aftur fyrir „Guð blessi Ísland“ og bankahrunið til að finna síðustu úrslitakeppni karla þar sem bæði undanúrslitaeinvígin enduðu í hreinum úrslitaleik. Vorið 2007 fóru oddaleikir fram í undanúrslitum í Ljónagryfjunni í Njarðvík og í DHL-höllinni í Vesturbænum. Njarðvík vann þá 83-70 sigur á Grindavík á heimavelli sínum og KR vann 76-74 sigur á Snæfelli í framlengdum leik í Frostaskjólinu. Brynjar Þór Björnsson kom þá leiknum í framlengingu með eftirminnilegri þriggja stiga körfu og Darri Hilmarsson skoraði síðan sigurkörfuna í framlengingunni. Það hefur þurft að vinna þrjá leiki í undanúrslitunum frá og með árinu 1995 og þetta verður aðeins í þriðja skiptið þar sem bæði einvígin enda í leik fimm. Hitt skiptið var vorið 2000 þegar KR og Grindavík komust bæði í úrslitaeinvígið með því að vinna oddaleik á útivelli, KR-ingar í Ljónagryfjunni en Grindvíkingar í Strandgötu í Hafnarfirði. Fyrir 1995, þegar það þurfti bara að vinna tvo leiki til að komast í úrslitin, þá gerðist það þrisvar sinnum að bæði undanúrslitaeinvígin enduðu í oddaleik eða 1988, 1992 og 1994. Úrslitakeppnir þar sem bæði undanúrslitaeinvígin enduðu í oddaleik - - Þegar þarf að vinna þrjá leiki - 2024 Valur 2-2 Njarðvík (Fimmti leikur annað kvöld) Grindavík 2-2 Keflavík (Fimmti leikur annað kvöld) 2007 Njarðvík 3-2 Grindavík KR 3-2 Snæfell 2000 Njarðvík 2-3 KR Haukar 2-3 Grindavík - - Þegar þarf að vinna tvo leiki - 1994 Keflavík 1-2 Njarðvík Grindavík 2-1 ÍA 1992 Njarðvík 1-2 Valur Keflavík 2-1 KR 1988 Njarðvík 2-1 Valur Keflavík 1-2 Haukar Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Valur UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Nágrannar þeirra í Njarðvík höfðu kvöldið áður tryggt sér oddaleik á móti deildarmeisturum Vals. Báðir oddaleikirnir fara fram á þriðjudagskvöldið. Það er óhætt að segja að það sé ekki árlegur viðburður að fá hreinan úrslitaleik í báðum einvígum. Þetta er nefnilega í fyrsta skiptið í sautján ár sem að það verða tveir oddaleikir um það að fá að spila um Íslandsmeistaratitilinn það vorið. Við þurfum því að fara aftur fyrir „Guð blessi Ísland“ og bankahrunið til að finna síðustu úrslitakeppni karla þar sem bæði undanúrslitaeinvígin enduðu í hreinum úrslitaleik. Vorið 2007 fóru oddaleikir fram í undanúrslitum í Ljónagryfjunni í Njarðvík og í DHL-höllinni í Vesturbænum. Njarðvík vann þá 83-70 sigur á Grindavík á heimavelli sínum og KR vann 76-74 sigur á Snæfelli í framlengdum leik í Frostaskjólinu. Brynjar Þór Björnsson kom þá leiknum í framlengingu með eftirminnilegri þriggja stiga körfu og Darri Hilmarsson skoraði síðan sigurkörfuna í framlengingunni. Það hefur þurft að vinna þrjá leiki í undanúrslitunum frá og með árinu 1995 og þetta verður aðeins í þriðja skiptið þar sem bæði einvígin enda í leik fimm. Hitt skiptið var vorið 2000 þegar KR og Grindavík komust bæði í úrslitaeinvígið með því að vinna oddaleik á útivelli, KR-ingar í Ljónagryfjunni en Grindvíkingar í Strandgötu í Hafnarfirði. Fyrir 1995, þegar það þurfti bara að vinna tvo leiki til að komast í úrslitin, þá gerðist það þrisvar sinnum að bæði undanúrslitaeinvígin enduðu í oddaleik eða 1988, 1992 og 1994. Úrslitakeppnir þar sem bæði undanúrslitaeinvígin enduðu í oddaleik - - Þegar þarf að vinna þrjá leiki - 2024 Valur 2-2 Njarðvík (Fimmti leikur annað kvöld) Grindavík 2-2 Keflavík (Fimmti leikur annað kvöld) 2007 Njarðvík 3-2 Grindavík KR 3-2 Snæfell 2000 Njarðvík 2-3 KR Haukar 2-3 Grindavík - - Þegar þarf að vinna tvo leiki - 1994 Keflavík 1-2 Njarðvík Grindavík 2-1 ÍA 1992 Njarðvík 1-2 Valur Keflavík 2-1 KR 1988 Njarðvík 2-1 Valur Keflavík 1-2 Haukar
Úrslitakeppnir þar sem bæði undanúrslitaeinvígin enduðu í oddaleik - - Þegar þarf að vinna þrjá leiki - 2024 Valur 2-2 Njarðvík (Fimmti leikur annað kvöld) Grindavík 2-2 Keflavík (Fimmti leikur annað kvöld) 2007 Njarðvík 3-2 Grindavík KR 3-2 Snæfell 2000 Njarðvík 2-3 KR Haukar 2-3 Grindavík - - Þegar þarf að vinna tvo leiki - 1994 Keflavík 1-2 Njarðvík Grindavík 2-1 ÍA 1992 Njarðvík 1-2 Valur Keflavík 2-1 KR 1988 Njarðvík 2-1 Valur Keflavík 1-2 Haukar
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Valur UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira