Hreyfing og tengsl Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir skrifar 14. maí 2024 14:31 Talið er að um helmingur mannkyns þurfi að takast á við andleg veikindi á einhverjum tímapunkti ævinnar, en félagslegur stuðningur er verndandi þáttur sem getur hæglega aukið lífsgæði, viðhaldið andlegri heilsu og almennt stuðlað að auknum árangri í lífi einstaklinga, jafnvel þó að þeir hafi gengið í gegnum mikla erfiðleika eða mótlæti. Einnig hafa rannsóknir sýnt að félagslegur stuðningur leiki lykilhlutverk í bataferli ýmissa veikinda. Góð tengsl, þar sem einstaklingi finnst hann tilheyra, geta nefnilega dregið úr einkennum á borð við þunglyndi, kvíða og einangrun. Því er hægt að álykta að samveru við annað fólk fylgi betri líðan og að félagsleg tengsl hafi gott forvarnargildi. Andleg heilsa snýst ekki aðeins um hvort geðrænar áskoranir séu til staðar, heldur einnig og ekki síður um vellíðan fólks (skv. skilgreiningu World Health Organization). Í félagslegu verkefnum Rauða krossins taka sjálfboðaliðar að sér samveru og heimsækja þátttakendur vikulega í um það bil klukkustund í senn. Miða verkefnin að því að styrkja og efla félagslega þátttöku og útfærslurnar eru fjölbreyttar, en heimsóknir eru ávallt hannaðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Nokkuð algengt er að samveran hverju sinni sé nýtt í einhvers konar hreyfingu. Líkamleg áreynsla sýnir nefnilega bein tengsl við betri andlega líðan. Þegar kemur að hreyfingu telur ávallt að allt er betra en ekkert og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er að taka stutt rölt í garðinum, lyfta lóðum, ryksuga hressilega, skella sér í sjósund eða hlaupa 10 kílómetra, öll hreyfing telur til hins betra. Hreyfing í góðum félagsskap er þannig svo mikið meira en bara góð dægradvöl. Enda hefur það beinlínis jákvæð áhrif á heilsuna að finnast maður tilheyra. Samvera af þessu tagi getur bætt einstaklingsmiðaðan árangur, andlega sem líkamlega, og það án verulegs aukakostnaðar. Með betri líðan landsmanna fylgir jú betri heilsa, sem síðan hefur áhrif á allt daglegt líf og mun skila sér í meiri velsæld og ávinningi fyrir samfélagið í heild. Evrópsk vitundarvika um geðheilsu stendur nú yfir til 19. maí og það er góður tími til að huga að því hvað við getum gert til að bæta geðheilsu okkar eða annarra í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í félagslegu verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma og netspjalls Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Talið er að um helmingur mannkyns þurfi að takast á við andleg veikindi á einhverjum tímapunkti ævinnar, en félagslegur stuðningur er verndandi þáttur sem getur hæglega aukið lífsgæði, viðhaldið andlegri heilsu og almennt stuðlað að auknum árangri í lífi einstaklinga, jafnvel þó að þeir hafi gengið í gegnum mikla erfiðleika eða mótlæti. Einnig hafa rannsóknir sýnt að félagslegur stuðningur leiki lykilhlutverk í bataferli ýmissa veikinda. Góð tengsl, þar sem einstaklingi finnst hann tilheyra, geta nefnilega dregið úr einkennum á borð við þunglyndi, kvíða og einangrun. Því er hægt að álykta að samveru við annað fólk fylgi betri líðan og að félagsleg tengsl hafi gott forvarnargildi. Andleg heilsa snýst ekki aðeins um hvort geðrænar áskoranir séu til staðar, heldur einnig og ekki síður um vellíðan fólks (skv. skilgreiningu World Health Organization). Í félagslegu verkefnum Rauða krossins taka sjálfboðaliðar að sér samveru og heimsækja þátttakendur vikulega í um það bil klukkustund í senn. Miða verkefnin að því að styrkja og efla félagslega þátttöku og útfærslurnar eru fjölbreyttar, en heimsóknir eru ávallt hannaðar í samráði við þátttakendur í verkefninu. Nokkuð algengt er að samveran hverju sinni sé nýtt í einhvers konar hreyfingu. Líkamleg áreynsla sýnir nefnilega bein tengsl við betri andlega líðan. Þegar kemur að hreyfingu telur ávallt að allt er betra en ekkert og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er að taka stutt rölt í garðinum, lyfta lóðum, ryksuga hressilega, skella sér í sjósund eða hlaupa 10 kílómetra, öll hreyfing telur til hins betra. Hreyfing í góðum félagsskap er þannig svo mikið meira en bara góð dægradvöl. Enda hefur það beinlínis jákvæð áhrif á heilsuna að finnast maður tilheyra. Samvera af þessu tagi getur bætt einstaklingsmiðaðan árangur, andlega sem líkamlega, og það án verulegs aukakostnaðar. Með betri líðan landsmanna fylgir jú betri heilsa, sem síðan hefur áhrif á allt daglegt líf og mun skila sér í meiri velsæld og ávinningi fyrir samfélagið í heild. Evrópsk vitundarvika um geðheilsu stendur nú yfir til 19. maí og það er góður tími til að huga að því hvað við getum gert til að bæta geðheilsu okkar eða annarra í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þátttöku í félagslegu verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að hika ekki við að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma og netspjalls Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar