Benedikt Guðmundsson hættur með Njarðvík: Ofboðslega þakklátur Árni Jóhannsson skrifar 14. maí 2024 23:03 Benedikt Guðmundsson er hættur með Njarðvík Vísir / Anton Brink Þjálfari Njarðvíkinga var að sjálfsögðu súr í bragði þegar hann talaði við Andra Má Eggertsson skömmu eftir leik. Hann mun ekki halda áfram með Njarðvík eftir tímabilið. „Þetta er með því súrara sem ég man eftir. Það er alltaf auðvitað eins og heimurinn sé að hrynja yfir mann þegar maður tapar seríu og allt sé ómögulegt. Þetta er alveg extra fúlt núna því einhvern veginn höfðum við bara ekki þor til að klára þetta.“ Fannst Benedikt sínir menn vera með þetta þegar þeir voru 11 stigum yfir og fimm mínútur voru eftir? „11 stig í körfubolta eru náttúrlega ekki neitt neitt. Það sem fer með okkur eru þessi endalausu sóknarfráköst í seinni hálfleik. Við náðum að stjórna þessu í fyrri hálfleik en í seinni þá fengu þeir alltaf tvö til þrjú tækifæri og svo settu þeir stórar körfur í lokin. Þetta eru strákar sem eru búnir að gera þetta áður og hafa gert þetta að vana sínum að komast í úrslit.“ Benedikt var spurður út í sóknarfrákastið sem Kristófer náði í þegar Kristinn Pálsson klikkaði á tveimur vítum þegar Njarðvík var þremur stigum undir. „Þetta var bara skelfilegt. Fráköstin hafa verið vandamál undanfarna leiki og við vorum að bursta frákasta baráttuna í fyrri hálfleik. Þetta getur farið með mig sem þjálfara að þeir fái svona mörg tækifæri og ekkert meira sem fer í taugarnar á mér eru sóknarfráköst eftir víti.“ „Það var ekkert sem breyttist hjá þeim. Við ætluðum bara að fara að verja forskotið, sem er ósjálfrátt hjá leikmönnum. Tempóið breyttist hjá okkur og það bara fór allt í frost“, sagði Benedikt þegar hann var spurður að því hvað hafi breyst í lokin. Benedikt staðfesti það að hann væri að klára þriggja ára samning sinn og hann mun ekki halda áfram sem þjálfari. „Er það ekki verst geymda leyndarmálið. Ég er að klára þriggja ára samning, við töluðum saman í janúar en náðum ekki saman. Ég held ekki áfram og Njarðvíkingar eru að fá topp mann í starfið.“ Hann var spurður að því hvernig honum liði með að vera að hætta hjá Njarðvík. „Ég er bara mjög þakklátur fyrir þessi þrjú ár hjá þessu frábæra félagi. Ég er þakklátur að hafa unnið með frábæru fólki. Ég kem inn á erfiðum tíma þar sem það var þungt yfir félaginu en núna í þessi þrjú ár erum við búin að fara í undanúrslit sem er mjög gott eins og deildin er orðin í dag. Við erum að tala um deild þar sem Íslandsmeistarakandídatar eru heppnir að komast í úrslit, lið sem ætluðu sér í topp baráttu komast ekki í úrslitakeppnina. Þetta er orðin deild þar sem stórveldið í Vesturbænum á ekki einu sinni öruggt sæti í deildinni. Þetta er bara orðin fáránlega sterk deild sem er bara erfitt að eiga við. Að vera búnir festas okkur í sessi sem topp fjórir klúbbur er frábært og ég veit að sá sem tekur við á eftir að taka þetta skrefinu lengra.“ En er Benedikt að fara að taka við Tindastól? „Andri, ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður. Þetta er þokkalega þreytt spurning. Ég veit ekki hvernig svona sögur verða til en ég er bara búinn að vera all in með Njarðvík og ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera. Þannig að ég hef ekki rætt við Tindastól en bara stuðningsmenn þeirra sem hafa verið að senda mér skilaboð.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Þetta er með því súrara sem ég man eftir. Það er alltaf auðvitað eins og heimurinn sé að hrynja yfir mann þegar maður tapar seríu og allt sé ómögulegt. Þetta er alveg extra fúlt núna því einhvern veginn höfðum við bara ekki þor til að klára þetta.“ Fannst Benedikt sínir menn vera með þetta þegar þeir voru 11 stigum yfir og fimm mínútur voru eftir? „11 stig í körfubolta eru náttúrlega ekki neitt neitt. Það sem fer með okkur eru þessi endalausu sóknarfráköst í seinni hálfleik. Við náðum að stjórna þessu í fyrri hálfleik en í seinni þá fengu þeir alltaf tvö til þrjú tækifæri og svo settu þeir stórar körfur í lokin. Þetta eru strákar sem eru búnir að gera þetta áður og hafa gert þetta að vana sínum að komast í úrslit.“ Benedikt var spurður út í sóknarfrákastið sem Kristófer náði í þegar Kristinn Pálsson klikkaði á tveimur vítum þegar Njarðvík var þremur stigum undir. „Þetta var bara skelfilegt. Fráköstin hafa verið vandamál undanfarna leiki og við vorum að bursta frákasta baráttuna í fyrri hálfleik. Þetta getur farið með mig sem þjálfara að þeir fái svona mörg tækifæri og ekkert meira sem fer í taugarnar á mér eru sóknarfráköst eftir víti.“ „Það var ekkert sem breyttist hjá þeim. Við ætluðum bara að fara að verja forskotið, sem er ósjálfrátt hjá leikmönnum. Tempóið breyttist hjá okkur og það bara fór allt í frost“, sagði Benedikt þegar hann var spurður að því hvað hafi breyst í lokin. Benedikt staðfesti það að hann væri að klára þriggja ára samning sinn og hann mun ekki halda áfram sem þjálfari. „Er það ekki verst geymda leyndarmálið. Ég er að klára þriggja ára samning, við töluðum saman í janúar en náðum ekki saman. Ég held ekki áfram og Njarðvíkingar eru að fá topp mann í starfið.“ Hann var spurður að því hvernig honum liði með að vera að hætta hjá Njarðvík. „Ég er bara mjög þakklátur fyrir þessi þrjú ár hjá þessu frábæra félagi. Ég er þakklátur að hafa unnið með frábæru fólki. Ég kem inn á erfiðum tíma þar sem það var þungt yfir félaginu en núna í þessi þrjú ár erum við búin að fara í undanúrslit sem er mjög gott eins og deildin er orðin í dag. Við erum að tala um deild þar sem Íslandsmeistarakandídatar eru heppnir að komast í úrslit, lið sem ætluðu sér í topp baráttu komast ekki í úrslitakeppnina. Þetta er orðin deild þar sem stórveldið í Vesturbænum á ekki einu sinni öruggt sæti í deildinni. Þetta er bara orðin fáránlega sterk deild sem er bara erfitt að eiga við. Að vera búnir festas okkur í sessi sem topp fjórir klúbbur er frábært og ég veit að sá sem tekur við á eftir að taka þetta skrefinu lengra.“ En er Benedikt að fara að taka við Tindastól? „Andri, ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður. Þetta er þokkalega þreytt spurning. Ég veit ekki hvernig svona sögur verða til en ég er bara búinn að vera all in með Njarðvík og ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera. Þannig að ég hef ekki rætt við Tindastól en bara stuðningsmenn þeirra sem hafa verið að senda mér skilaboð.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31