„Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona svakalegum leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. maí 2024 23:22 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur Vísir/Vilhelm Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, gat að lokum fagnað sigri í kvöld gegn Njarðvík en það tók sinn tíma. Framlengja þurfti leikinn í tvígang og spennustigið var hátt, lokatölur í Keflavík 94-91. Þetta var ekki fyrsti spennuleikur Keflavíkur í þessari úrslitakeppni en liðið er nýkomið í gegnum erfiða og spennandi seríu gegn Stjörnunni. Verða bara allir leikir svona það sem eftir er af þessu móti? „Það er greinilegt! Þetta var náttúrulega svakalegur leikur. Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona leik líka.“ Eftir að hafa verið meira og minna undir allan leikinn þá komust Keflvíkingar loks í skrið þegar Thelma Ágústsdóttir fór að láta þristunum rigna, en hún skoraði tólf stig í röð undir lok venjulegs leiktíma. „Stelpurnar fóru að hjálpa henni að fá opin skot. Við vorum í aðstöðu til þess því það var verið að skilja ákveðna leikmenn eftir hjá okkur. Við opnuðum og hún var klár að negla þessu niður. Ef hún fær þessi skot og er ákveðin í að negla þeim þá setur hún þau.“ Eygló Kristín Óskarsdóttir er varamiðherji Keflavíkur. Hún hefur ekki fengið margar mínútur í vetur og þrátt fyrir að Birna Benónýsdóttir væri fjarverandi í kvöld spilaði Eygló aðeins tæpar sjö mínútur í kvöld en lét vel að sér kveða gegn hávöxnu liði Njarðvíkur á þeim mínútum. „Hún er náttúrulega að berjast við Dani, Thelmu, Birnu, Önnu Láru. Hún er náttúrulega í erfiðri stöðu en búin að taka miklum framförum samt í vetur. Spilaði í 1. deildinni með unglingaflokki. Fengið mínútur hér og þar en ekki mikið samt í þessum alvöru leikjum. Nú var bara tækifæri og mér fannst hún bara nýta þær mjög vel og vonandi eigum við eftir að gefa henni fleiri tækifæri.“ Sigur í kvöld þýðir að Keflvíkingar halda heimavallarréttindum. Sverrir sagði það vissulega létti að halda honum og að hafa landað þessum sigri. „Já já, en hver leikur í úrslitakeppninni sem maður fer í þá þarf maður að selja sig dýrt og reyna að ná í sigur. Það tókst í kvöld í þessum svakalega leik. Við vorum komin nokkrum sinnum með forskot en alltaf misstum við það niður. En þegar upp er staðið þá breytir það ekki öllu.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Þetta var ekki fyrsti spennuleikur Keflavíkur í þessari úrslitakeppni en liðið er nýkomið í gegnum erfiða og spennandi seríu gegn Stjörnunni. Verða bara allir leikir svona það sem eftir er af þessu móti? „Það er greinilegt! Þetta var náttúrulega svakalegur leikur. Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona leik líka.“ Eftir að hafa verið meira og minna undir allan leikinn þá komust Keflvíkingar loks í skrið þegar Thelma Ágústsdóttir fór að láta þristunum rigna, en hún skoraði tólf stig í röð undir lok venjulegs leiktíma. „Stelpurnar fóru að hjálpa henni að fá opin skot. Við vorum í aðstöðu til þess því það var verið að skilja ákveðna leikmenn eftir hjá okkur. Við opnuðum og hún var klár að negla þessu niður. Ef hún fær þessi skot og er ákveðin í að negla þeim þá setur hún þau.“ Eygló Kristín Óskarsdóttir er varamiðherji Keflavíkur. Hún hefur ekki fengið margar mínútur í vetur og þrátt fyrir að Birna Benónýsdóttir væri fjarverandi í kvöld spilaði Eygló aðeins tæpar sjö mínútur í kvöld en lét vel að sér kveða gegn hávöxnu liði Njarðvíkur á þeim mínútum. „Hún er náttúrulega að berjast við Dani, Thelmu, Birnu, Önnu Láru. Hún er náttúrulega í erfiðri stöðu en búin að taka miklum framförum samt í vetur. Spilaði í 1. deildinni með unglingaflokki. Fengið mínútur hér og þar en ekki mikið samt í þessum alvöru leikjum. Nú var bara tækifæri og mér fannst hún bara nýta þær mjög vel og vonandi eigum við eftir að gefa henni fleiri tækifæri.“ Sigur í kvöld þýðir að Keflvíkingar halda heimavallarréttindum. Sverrir sagði það vissulega létti að halda honum og að hafa landað þessum sigri. „Já já, en hver leikur í úrslitakeppninni sem maður fer í þá þarf maður að selja sig dýrt og reyna að ná í sigur. Það tókst í kvöld í þessum svakalega leik. Við vorum komin nokkrum sinnum með forskot en alltaf misstum við það niður. En þegar upp er staðið þá breytir það ekki öllu.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira