Mynd fer á flug í kjölfar tilrauna til að láta fjarlægja hana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 09:26 Myndin af Rinehart er efst fyrir miðju. epa/Lukas Coch Krafa einnar ríkustu konu heims um að mynd af henni sem nú er til sýnis í National Gallery of Australia verði fjarlægð hefur haft þau áhrif að myndin hefur farið út um allan heim á síðustu dögum og vakið mun meiri athygli en ella. Milljarðamæringurinn Gina Rinehart, sem varð vellauðug af námuvinnslu, virðist síður en svo ánægð með myndina, sem er eftir verðlaunalistamanninn Vincent Namatjira. Skiljanlegt, ef til vill, þar sem Rinehart er fremur sjúskuð á myndinni og undirhakan í aðalhlutverki. Ákvörðun Rinehart um að krefjast þess að myndin verði tekin niður hefur hins vegar haft öfugar afleiðingar, ef tilgangurinn var að koma henni úr birtingu, þar sem hún fór í kjölfarið á flakk í netheimum. Rinehart virðist þarna hafa orðið fyrir hinum svokölluðu „Streisand-áhrifum“; þegar tilraunir til að fela eitthvað verða óvart til þess að vekja athygli. Fyrirbærið sækir nafn sitt til söng- og leikkonunnar Barbru Streisand og þess þegar tilraunir lögmanna hennar til að fá mynd af heimili listakonunnar fjarlægðar úr safni mynda sem teknar voru til að sýna fram á strandrof urðu til þess að myndin rataði í fjölmiðla og fór eins og eldur í sinu um netheima. Talsmenn National Gallery of Australia hafa hafnað umleitan Rinehart en segjast fagna umræðu um sýningar þess og gildi listarinnar. Tilgangur safnsins sé að hvetja fólk til að kynna sér og upplifa list. Rinehart hefur látið fé af hendi rakna til safnsins en hefur ekki tjáð sig um málið. Ástralía Myndlist Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Milljarðamæringurinn Gina Rinehart, sem varð vellauðug af námuvinnslu, virðist síður en svo ánægð með myndina, sem er eftir verðlaunalistamanninn Vincent Namatjira. Skiljanlegt, ef til vill, þar sem Rinehart er fremur sjúskuð á myndinni og undirhakan í aðalhlutverki. Ákvörðun Rinehart um að krefjast þess að myndin verði tekin niður hefur hins vegar haft öfugar afleiðingar, ef tilgangurinn var að koma henni úr birtingu, þar sem hún fór í kjölfarið á flakk í netheimum. Rinehart virðist þarna hafa orðið fyrir hinum svokölluðu „Streisand-áhrifum“; þegar tilraunir til að fela eitthvað verða óvart til þess að vekja athygli. Fyrirbærið sækir nafn sitt til söng- og leikkonunnar Barbru Streisand og þess þegar tilraunir lögmanna hennar til að fá mynd af heimili listakonunnar fjarlægðar úr safni mynda sem teknar voru til að sýna fram á strandrof urðu til þess að myndin rataði í fjölmiðla og fór eins og eldur í sinu um netheima. Talsmenn National Gallery of Australia hafa hafnað umleitan Rinehart en segjast fagna umræðu um sýningar þess og gildi listarinnar. Tilgangur safnsins sé að hvetja fólk til að kynna sér og upplifa list. Rinehart hefur látið fé af hendi rakna til safnsins en hefur ekki tjáð sig um málið.
Ástralía Myndlist Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira