Boston var með yfirhöndina lengst af í leiknum en á síðustu fjórum mínútum þriðja leikhluta minnkuðu Pacers muninn úr fjórtan stigum niður í eitt. Þeir virtust svo ætla að stela sigrinum undir lokin en Jaylen Brown setti þrist úr horninu fyrir Celtics þegar 5,7 sekúndur voru eftir og jafnaði leikinn.
"Jrue made a great pass, D White set a good screen, and the rest was history."
— NBA (@NBA) May 22, 2024
Jaylen Brown breaks down his clutch game-tying 3 that sent Game 1 to OT ☘️#NBAConferenceFinals presented by Google Pixel pic.twitter.com/lfDGRTz8ve
Jayson Tatum spilaði svo stórkostlega í framlengingu, skoraði 10 stig og leiddi Celtics að sigrinum. Hann endaði leikinn allan með 36 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar.
Jayson Tatum scored 10 PTS in the overtime period.
— NBA (@NBA) May 22, 2024
This BIG triple put the Celtics up by 4 with under a minute to play 🔥#PhantomCam. 📸 https://t.co/36lCWqDqU7 pic.twitter.com/9i79TlCVRT
Næsti leikur Boston Celtics og Indiana Pacers í úrslitaeinvígi austursins hefst á miðnætti aðfaranótt föstudag.