Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2024 12:05 Herskip við æfingar á Eystrasalti við Lettlandi í fyrra. Rússar hafa birt óljósar fyrirætllanir um að hnika til mörkum hafsvæða þar. Vísir/EPA Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. Rússneska varnarmálaráðuneytið lagði fram drög að breytingum á landamærum Rússlands við Finnland og Litháen í kringum eyjar í austanverðum Finnlandsflóa og í kringum borgina Kalíníngrad í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breytingarnar þýddu að Rússar eignuðu sér hafsvæði tilheyrir Finnlandi, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Alexander Stubb, forseti Finnlands, segir að rússnesk stjórnvöld hafi ekki átt neitt samráð við þau finnsku um málið. Finnsk stjórnvöld kannki því núna upplýsingar í rússneskum fjölmiðlum um tillögur að breytingum á mörkum hafsvæða á Finnlandsflóa. „Finnland kemur fram á sama hátt og alltaf: af yfirvegun og á grundvelli staðreynda,“ sagði Stubb á samfélagsmiðlinum X. The Finnish authorities are analyzing the reports in the Russian media concerning the maritime zones in the Gulf of Finland. The political leadership is monitoring the situation closely. Russia has not been in contact with Finland on the matter. Finland acts as always: calmly and…— Alexander Stubb (@alexstubb) May 22, 2024 Elina Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, hvatti Rússa til þess að virða hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Aðgerðir þeirra yllu ruglingi. Ulf Kristerson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði Rússa ekki geta ákveðið einhliða að breyta landamærum að öðrum ríkjum. Micael Bydén, yfirmaður sænska hersins, segir Rússa storka alþjóðalögum og aðgerðir þeirra séu á mörkum þess að teljast ögrun. Dæmigert fyrir aðferðafræði Rússlands Stjórnvöld í Kreml segja ekkert pólitískt við tillögur varnarmálaráðuneytisins jafnvel þó að pólitíska ástandið hafi breyst töluvert á síðustu áratugum. Rússland verði að tryggja eigið öryggi. „Þið sjáið átökin, sérstaklega á Eystrasaltssvæðinu,“ sagði Dmitríj Peskov, talsmaður Kremlar. Rússneskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum að engin áform séu um að breyta landamærunum á Eystrasalti. Í rökstuðningi ráðuneytisins segir að mælingar á landamærunum í tíð Sovétríkjanna sem studdust við sjókort frá miðri 20. öldinni séu ekki í samræmi við þær sem hafa síðar verið gerðir með nútímastaðsetningarbúnaði. Elina Valtonen, finnski utanríkisráðherrann, Finnar og Eystrasaltsríkin vinna að því að tryggja landamæri sín að Rússlandi frekar.AP/Jussi Nukari/Lehtikuva Sérfræðingar telja að útspili Rússa sé ætlað að kalla fram viðbrögð frá Finnum. Charly Salonius-Pasternak frá Alþjóðamálastofnun Finnlands segir það dæmigert fyrir aðferðafræði rússneskra stjórnvalda. „Sjáum hvað gerist. Verða einhver viðbrögð? Ef ekki þá þora þeir ekki þannig að við getum haldið áfram,“ segir Salonius-Pasternak við finnska ríkisútvarpið YLE. Markku Kangaspuro, sérfræðingur í Rússlandi við Háskólann í Helsinki, telur tillögu Rússa hefndaraðgerð. „Rússland sendir þau skilaboð að ef það er gripið til aðgerða gegn þeim hafi þeir einnig leiðir til þess að valda óstöðugleika og óöryggi hjá okkur,“ segir hann. Óhefðbundinn hernaður gegn vesturlöndum Einna harðast brugðust ráðherrar Eystrasaltslandanna sem voru áður undir hæl Sovétríkjanna við útspili rússneskra stjórnvalda. Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens, kallaði tillögu þeirra þannig „augljósa stigmögnun“ gegn Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. „Önnur rússnesk óhefðbundin aðgerð í gangi, að þessu sinni tilraun til þess að sá ótta, óvissu og efa um fyrirætlanir þeirra á Eystrasalti,“ skrifaði Landsbergis á samfélagsmiðlinum X. Another Russian hybrid operation is underway, this time attempting to spread fear, uncertainty and doubt about their intentions in the Baltic Sea. This is an obvious escalation against NATO and the EU, and must be met with an appropriately firm response.— Gabrielius Landsbergis🇱🇹 (@GLandsbergis) May 22, 2024 Mæta yrði Rússum með viðeigandi festu. Eistneski starfsbróðir hans, Margus Tsahkna, sagði tillögu Rússa fjarstæðukennda við fyrstu sýn. „Það er ekki hægt að útiloka að fréttirnar séu tilraun til þess að sá óvissu,“ sagði hann í skriflegu svari til Reuters. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sakaði Rússa í vikunni um að há „skuggastríð“ gegn vesturlöndum. Vísaði hún til fjölda skemmdarverka, njósna og netárása sem Eistar telja Rússa standa á bak við. Rússland Finnland Litháen Svíþjóð Tengdar fréttir Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. 4. apríl 2024 13:46 Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. 4. apríl 2024 13:46 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Rússneska varnarmálaráðuneytið lagði fram drög að breytingum á landamærum Rússlands við Finnland og Litháen í kringum eyjar í austanverðum Finnlandsflóa og í kringum borgina Kalíníngrad í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breytingarnar þýddu að Rússar eignuðu sér hafsvæði tilheyrir Finnlandi, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Alexander Stubb, forseti Finnlands, segir að rússnesk stjórnvöld hafi ekki átt neitt samráð við þau finnsku um málið. Finnsk stjórnvöld kannki því núna upplýsingar í rússneskum fjölmiðlum um tillögur að breytingum á mörkum hafsvæða á Finnlandsflóa. „Finnland kemur fram á sama hátt og alltaf: af yfirvegun og á grundvelli staðreynda,“ sagði Stubb á samfélagsmiðlinum X. The Finnish authorities are analyzing the reports in the Russian media concerning the maritime zones in the Gulf of Finland. The political leadership is monitoring the situation closely. Russia has not been in contact with Finland on the matter. Finland acts as always: calmly and…— Alexander Stubb (@alexstubb) May 22, 2024 Elina Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, hvatti Rússa til þess að virða hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Aðgerðir þeirra yllu ruglingi. Ulf Kristerson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði Rússa ekki geta ákveðið einhliða að breyta landamærum að öðrum ríkjum. Micael Bydén, yfirmaður sænska hersins, segir Rússa storka alþjóðalögum og aðgerðir þeirra séu á mörkum þess að teljast ögrun. Dæmigert fyrir aðferðafræði Rússlands Stjórnvöld í Kreml segja ekkert pólitískt við tillögur varnarmálaráðuneytisins jafnvel þó að pólitíska ástandið hafi breyst töluvert á síðustu áratugum. Rússland verði að tryggja eigið öryggi. „Þið sjáið átökin, sérstaklega á Eystrasaltssvæðinu,“ sagði Dmitríj Peskov, talsmaður Kremlar. Rússneskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum að engin áform séu um að breyta landamærunum á Eystrasalti. Í rökstuðningi ráðuneytisins segir að mælingar á landamærunum í tíð Sovétríkjanna sem studdust við sjókort frá miðri 20. öldinni séu ekki í samræmi við þær sem hafa síðar verið gerðir með nútímastaðsetningarbúnaði. Elina Valtonen, finnski utanríkisráðherrann, Finnar og Eystrasaltsríkin vinna að því að tryggja landamæri sín að Rússlandi frekar.AP/Jussi Nukari/Lehtikuva Sérfræðingar telja að útspili Rússa sé ætlað að kalla fram viðbrögð frá Finnum. Charly Salonius-Pasternak frá Alþjóðamálastofnun Finnlands segir það dæmigert fyrir aðferðafræði rússneskra stjórnvalda. „Sjáum hvað gerist. Verða einhver viðbrögð? Ef ekki þá þora þeir ekki þannig að við getum haldið áfram,“ segir Salonius-Pasternak við finnska ríkisútvarpið YLE. Markku Kangaspuro, sérfræðingur í Rússlandi við Háskólann í Helsinki, telur tillögu Rússa hefndaraðgerð. „Rússland sendir þau skilaboð að ef það er gripið til aðgerða gegn þeim hafi þeir einnig leiðir til þess að valda óstöðugleika og óöryggi hjá okkur,“ segir hann. Óhefðbundinn hernaður gegn vesturlöndum Einna harðast brugðust ráðherrar Eystrasaltslandanna sem voru áður undir hæl Sovétríkjanna við útspili rússneskra stjórnvalda. Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens, kallaði tillögu þeirra þannig „augljósa stigmögnun“ gegn Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. „Önnur rússnesk óhefðbundin aðgerð í gangi, að þessu sinni tilraun til þess að sá ótta, óvissu og efa um fyrirætlanir þeirra á Eystrasalti,“ skrifaði Landsbergis á samfélagsmiðlinum X. Another Russian hybrid operation is underway, this time attempting to spread fear, uncertainty and doubt about their intentions in the Baltic Sea. This is an obvious escalation against NATO and the EU, and must be met with an appropriately firm response.— Gabrielius Landsbergis🇱🇹 (@GLandsbergis) May 22, 2024 Mæta yrði Rússum með viðeigandi festu. Eistneski starfsbróðir hans, Margus Tsahkna, sagði tillögu Rússa fjarstæðukennda við fyrstu sýn. „Það er ekki hægt að útiloka að fréttirnar séu tilraun til þess að sá óvissu,“ sagði hann í skriflegu svari til Reuters. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sakaði Rússa í vikunni um að há „skuggastríð“ gegn vesturlöndum. Vísaði hún til fjölda skemmdarverka, njósna og netárása sem Eistar telja Rússa standa á bak við.
Rússland Finnland Litháen Svíþjóð Tengdar fréttir Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. 4. apríl 2024 13:46 Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. 4. apríl 2024 13:46 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. 4. apríl 2024 13:46
Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. 4. apríl 2024 13:46
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27