Sýnileiki og styrkur þjóðar Ásdís Þórhallsdóttir skrifar 24. maí 2024 10:01 Erindi Baldurs Þórhallssonar í embætti forseta Íslands Í sextíu og tveimur löndum heims gilda refsilög við því að vera hinsegin. Í tíu af þeim löndum getur legið við því dauðarefsing að vera hommi. Dauðarefsing. Á námsárum mínum lærði ég rússnesku og bjó í Minsk, Leníngrad og Moskvu. Þá var vor í lofti hjá hinsegin samfélaginu og árið 1993 var hinseginleiki felldur úr hegningarlögum í Rússlandi. En núverandi einræðisherra landsins þolir ekki að ekki sé lifað í skáp. Það eitt að vera með regnbogaeyrnalokk eða -fána á bakvið sig í Zoomviðtali getur kostað sektir og fangavist. Misþyrmingar og barsmíðar á götum úti eru taldar sjálfsagðar til að „berja úr þessu liði ónáttúruna“ og lögregla er skrímslanna verst í ofbeldinu. Enginn sem ekki passar inn í „venjuleikann“ er öruggur. Nýverið var samkynhneigð og hvers konar sýnileiki hinseginleika í Belarús færður undir stranga löggjöf um klám, barnaníð og öfgahópa. Forseti þess góða og fallega lands kallaði opinberlega alla homma úrkynjaða perverta. Við hér á Íslandi stærum okkur af því að eiga gott og heilbrigt samfélag þar sem þú mátt vera eins og þú ert og ég má vera eins og ég er. Við erum opin og upplýst og komin vel á veg í mannbætandi og mannfrelsandi réttindum fyrir alla. Þann 1. júní ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Fulltrúa okkar og framvörð, þann sem með nærveru sinni, framgöngu og eftirfylgni er talsmaður okkar og merkisberi þess sem við erum stolt af; hreinni og vel varðveittri náttúrufegurð; virðingu fyrir umhverfi og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Forsetinn er sálusorgari á erfiðum tímum og besti vinur barna og alþýðumanna sem elda súpur fyrir fátæka, hlaupa hringi í kringum landið, keppa á stórmótum og ná tímamótum, syngja á heimsmælikvarða og í réttunum á haustin. Forsetinn er sameinaður styrkur okkar litla, en líka stórasta lands í heimi. Erindi Baldurs í embætti forseta Íslands er stórt. Með stuðningi við framboð hans og Felix látum við rödd Íslands heyrast og gerum stolt okkar sýnilegt. Við erum víðsýn og ábyrg þjóð og stöndum með mannréttindum og förum ekki með það í felur. Atkvæðið okkar skiptir máli og með því greiðum við atkvæði gegn hatri og þröngsýni. Með atkvæði sýnum við stuðning við mannréttindabaráttu milljóna um heim allan. Ísland getur verið fyrirmynd á alþjóðavísu og ómetanlegur klettur í huga þeirra sem á erfiðum og hættulegum tímum eygja litla von um eðlilegt og friðsælt líf. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst allra kvenna til að vera lýðræðislega þjóðkjörinn forseti í heiminum. Íslenskur ráðherra hafði eitt sinn þann óðakjark að hringja í skriðdrekaumsetið ráðhús á ögurstundu og lýsa yfir stuðningi lítillar þjóðar í frelsisbaráttu, því gleymir litháíska þjóðin aldrei. Réttindabarátta hinsegin samfélagsins í Færeyjum tók kipp eftir að Jóhanna og Jónína settust til borðs saman, í boði færeysku landsstjórnarinnar. Litlu skrefin geta markað djúp spor í sögu þjóða og líka einstaklinga. Við erum þátttakendur í sögunni og getum í þessum kosningum sett okkar lóð á vogarskálarnar fyrir bættum og betri heimi. Við erum ekki hrædd við skrímsli og skemmdarvarga! Við erum stolt þjóð og sýnileg. Kjósum Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands. Höfundur er stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Erindi Baldurs Þórhallssonar í embætti forseta Íslands Í sextíu og tveimur löndum heims gilda refsilög við því að vera hinsegin. Í tíu af þeim löndum getur legið við því dauðarefsing að vera hommi. Dauðarefsing. Á námsárum mínum lærði ég rússnesku og bjó í Minsk, Leníngrad og Moskvu. Þá var vor í lofti hjá hinsegin samfélaginu og árið 1993 var hinseginleiki felldur úr hegningarlögum í Rússlandi. En núverandi einræðisherra landsins þolir ekki að ekki sé lifað í skáp. Það eitt að vera með regnbogaeyrnalokk eða -fána á bakvið sig í Zoomviðtali getur kostað sektir og fangavist. Misþyrmingar og barsmíðar á götum úti eru taldar sjálfsagðar til að „berja úr þessu liði ónáttúruna“ og lögregla er skrímslanna verst í ofbeldinu. Enginn sem ekki passar inn í „venjuleikann“ er öruggur. Nýverið var samkynhneigð og hvers konar sýnileiki hinseginleika í Belarús færður undir stranga löggjöf um klám, barnaníð og öfgahópa. Forseti þess góða og fallega lands kallaði opinberlega alla homma úrkynjaða perverta. Við hér á Íslandi stærum okkur af því að eiga gott og heilbrigt samfélag þar sem þú mátt vera eins og þú ert og ég má vera eins og ég er. Við erum opin og upplýst og komin vel á veg í mannbætandi og mannfrelsandi réttindum fyrir alla. Þann 1. júní ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Fulltrúa okkar og framvörð, þann sem með nærveru sinni, framgöngu og eftirfylgni er talsmaður okkar og merkisberi þess sem við erum stolt af; hreinni og vel varðveittri náttúrufegurð; virðingu fyrir umhverfi og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Forsetinn er sálusorgari á erfiðum tímum og besti vinur barna og alþýðumanna sem elda súpur fyrir fátæka, hlaupa hringi í kringum landið, keppa á stórmótum og ná tímamótum, syngja á heimsmælikvarða og í réttunum á haustin. Forsetinn er sameinaður styrkur okkar litla, en líka stórasta lands í heimi. Erindi Baldurs í embætti forseta Íslands er stórt. Með stuðningi við framboð hans og Felix látum við rödd Íslands heyrast og gerum stolt okkar sýnilegt. Við erum víðsýn og ábyrg þjóð og stöndum með mannréttindum og förum ekki með það í felur. Atkvæðið okkar skiptir máli og með því greiðum við atkvæði gegn hatri og þröngsýni. Með atkvæði sýnum við stuðning við mannréttindabaráttu milljóna um heim allan. Ísland getur verið fyrirmynd á alþjóðavísu og ómetanlegur klettur í huga þeirra sem á erfiðum og hættulegum tímum eygja litla von um eðlilegt og friðsælt líf. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst allra kvenna til að vera lýðræðislega þjóðkjörinn forseti í heiminum. Íslenskur ráðherra hafði eitt sinn þann óðakjark að hringja í skriðdrekaumsetið ráðhús á ögurstundu og lýsa yfir stuðningi lítillar þjóðar í frelsisbaráttu, því gleymir litháíska þjóðin aldrei. Réttindabarátta hinsegin samfélagsins í Færeyjum tók kipp eftir að Jóhanna og Jónína settust til borðs saman, í boði færeysku landsstjórnarinnar. Litlu skrefin geta markað djúp spor í sögu þjóða og líka einstaklinga. Við erum þátttakendur í sögunni og getum í þessum kosningum sett okkar lóð á vogarskálarnar fyrir bættum og betri heimi. Við erum ekki hrædd við skrímsli og skemmdarvarga! Við erum stolt þjóð og sýnileg. Kjósum Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands. Höfundur er stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun