Hitafundur í Laugarnesskóla vegna skólauppbyggingar Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. maí 2024 20:57 Foreldrum í Laugarnesskóla líst illa á áform borgarinnar. Fólki var heitt í hamsi á íbúafundi Reykjavíkurborgar og foreldra í Laugarnesskóla sem haldinn var í kvöld. Til umræðu var tillaga Reykjavíkurborgar um byggingu á nýjum skóla í Laugardal í stað viðbygginga við þá eldri er nú til umræðu á íbúafundi í Laugarnesskóla. Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir í samtali við fréttastofu að sviðsmynd eitt, að byggja við skólana, hafi hugnast foreldrum best. „Sú sviðsmynd er samþykkt í skóla- og frístundaráði og svo staðfest í borgarráði. Þetta er í október 2022. Við héldum að með því væri búið að samþykkja að stækka alla skólana. Við skiluðum inn yfir þúsund mannna undirskriftalista þess efnis að við vildum þessa sviðsmynd. Að við vildum halda áfram þessu frábæra skólasamfélagi sem er hér í Laugardalnum, en ekki að skipta hverfinu eins og nú stendur til að gera. Að Laugarnesskóli og Laugalækjaskóli verði báðir barnaskólar og hverfinu þar með skipt í tvö skólahverfi. Það hugnast okkur ekki,“ sagði Eyrún Helga í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar Þorsteinsson var sömuleiðis til viðtals. Hann sagði að sviðsmynd eitt hafi ekki verið skólastarfi til góða, þegar betur hafi verið að gáð. „Það er afar brýnt að fara í framkvæmdir. Nú erum við að setja þetta í annan farveg, sem er raunhæfari og skynsamari. Hér þarf til dæmis að fara í umfangsmiklar mygluframkvæmdir hér, og í báðum hinum skólunum. Að fara í viðhaldsframkvæmdir og byggja við þá hefur gríðarlega neikvæð áhrif á skólastarf, bæði börnin og kennarana, skólalóðirnar og að þurfa að færa börnin til og frá. Þetta tæki mjög langan tíma.“ „Einhver úr borginni“ segist vita betur Nú eigi því að gera við skólana og vera með færanlegar kennslustofur, meðal annars á bílastæði KSÍ. „En að byggja síðan nýjan unglingaskóla sem býður upp á frábær tækifæri í dalnum. Þetta er ekkert nýtt, þetta er erfið ákvörðun og ekki gaman að vera á þessum fundi og standa fyrir ákvörðun sem er ekki í samræmi við það sem þið (foreldrar) vilduð. En við erum kosin til að taka erfiðar ákvarðanir, þetta er fyrir skólastarfið að leiðarljósi, fyrir börnin.“ Eyrún kveðst ekki sammála Einari. „Við erum alls ekki sátt við það að það komi einhver úr borginni og segist vita betur þegar skólasamfélagið hefur lagt gríðarlega vinnu til að greina allar þessar þrjár sviðsmyndir sem hafa verið á borðum í ellefu ár. Þetta er ekki að gerast á tveimur árum, heldur ellefu árum.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Skipulag Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir í samtali við fréttastofu að sviðsmynd eitt, að byggja við skólana, hafi hugnast foreldrum best. „Sú sviðsmynd er samþykkt í skóla- og frístundaráði og svo staðfest í borgarráði. Þetta er í október 2022. Við héldum að með því væri búið að samþykkja að stækka alla skólana. Við skiluðum inn yfir þúsund mannna undirskriftalista þess efnis að við vildum þessa sviðsmynd. Að við vildum halda áfram þessu frábæra skólasamfélagi sem er hér í Laugardalnum, en ekki að skipta hverfinu eins og nú stendur til að gera. Að Laugarnesskóli og Laugalækjaskóli verði báðir barnaskólar og hverfinu þar með skipt í tvö skólahverfi. Það hugnast okkur ekki,“ sagði Eyrún Helga í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar Þorsteinsson var sömuleiðis til viðtals. Hann sagði að sviðsmynd eitt hafi ekki verið skólastarfi til góða, þegar betur hafi verið að gáð. „Það er afar brýnt að fara í framkvæmdir. Nú erum við að setja þetta í annan farveg, sem er raunhæfari og skynsamari. Hér þarf til dæmis að fara í umfangsmiklar mygluframkvæmdir hér, og í báðum hinum skólunum. Að fara í viðhaldsframkvæmdir og byggja við þá hefur gríðarlega neikvæð áhrif á skólastarf, bæði börnin og kennarana, skólalóðirnar og að þurfa að færa börnin til og frá. Þetta tæki mjög langan tíma.“ „Einhver úr borginni“ segist vita betur Nú eigi því að gera við skólana og vera með færanlegar kennslustofur, meðal annars á bílastæði KSÍ. „En að byggja síðan nýjan unglingaskóla sem býður upp á frábær tækifæri í dalnum. Þetta er ekkert nýtt, þetta er erfið ákvörðun og ekki gaman að vera á þessum fundi og standa fyrir ákvörðun sem er ekki í samræmi við það sem þið (foreldrar) vilduð. En við erum kosin til að taka erfiðar ákvarðanir, þetta er fyrir skólastarfið að leiðarljósi, fyrir börnin.“ Eyrún kveðst ekki sammála Einari. „Við erum alls ekki sátt við það að það komi einhver úr borginni og segist vita betur þegar skólasamfélagið hefur lagt gríðarlega vinnu til að greina allar þessar þrjár sviðsmyndir sem hafa verið á borðum í ellefu ár. Þetta er ekki að gerast á tveimur árum, heldur ellefu árum.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Skipulag Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira