„Langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. maí 2024 13:01 Sara Rún með Íslandsmeistaratitilinn sem Keflavík vann í gær. skjáskot Sara Rún Hinriksdóttir sneri heim til Keflavíkur úr atvinnumennsku í janúar og endaði tímabilið sem tvöfaldur meistari. Hún var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins þegar Keflavík hampaði Íslandsmeistaratitlinum í gær. „Mjög glöð, mjög ánægð með þetta. Sérstakt að gera þetta fyrir framan fólkið sitt og allan bæinn. Þvílík stemning sem er hérna.“ Sara spilaði síðast á Íslandi með Haukum tímabilið 2020-21, þá var hún valin besti leikmaður deildarinnar. Síðan þá hefur hún spilað erlendis og var fyrri hluta þessa tímabils leikmaður AE Sedis Bàsquet á Spáni. „Það tók mig smá tíma að venjast körfuboltanum hérna heima. Þetta er bara allt öðruvísi en ég er vön. En það kom á réttum tíma. Bara virkilega sátt. Að vissu leiti Stjörnunni að þakka Keflavík vann úrslitaeinvígið afar sannfærandi, fyrsti leikur var reyndar tvíframlengdur en næstu leikur unnust nokkuð örugglega og einvígið endaði 3-0. Sara sagði undanúrslitaeinvígi Keflavíkur gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hafa gert liðið betur búið fyrir úrslitaeinvígið. „Má maður segja Stjörnunni? Þær gerðu okkur tilbúnar í þessa seríu. Við urðum vanar því að spila marga leiki á stuttum tíma. Þakka þeim fyrir, þær voru geggjaðar og gerðu okkur góðar.“ Mikil pressa og framtíðin óráðin Pressan var auðvitað mikil á Söru þegar hún sneri heim. Hún hefur fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins, verið burðarás í íslenska landsliðinu og gekk til liðs við besta lið deildarinnar. Kröfurnar voru skýrar, titlar þurftu að skila sér. Sara segist hafa þurft tíma til að koma sér inn í hlutina og sýna sínar bestu hliðar. „Já, ég held að erfiðast fyrir mig er að ég skora mikið og tek mikið að mér en stundum finnst mér það erfitt. Það var pressa en ég vildi ekki gera of mikið og fannst erfitt að taka pláss. En svo reyndi ég bara að aðlaga leik minn þannig að ég dró hinar með mér og geri þær betri í kringum mig.“ Hvað framtíð Söru varðar er hún óráðin, eflaust vill Keflavík halda henni í sínum röðum, en sjálf segist hún opin fyrir öllu. „Ég veit það ekki, get ekkert sagt, langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst. Ég er opinn fyrir öllu, ótrúlega gott að vera heima en líka ógeðslega gaman að vera úti.“ Klippa: PlayAir leiksins: Sara Rún Innslagið allt og viðtalið við Söru má sjá spilaranum hér að ofan. Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55 Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
„Mjög glöð, mjög ánægð með þetta. Sérstakt að gera þetta fyrir framan fólkið sitt og allan bæinn. Þvílík stemning sem er hérna.“ Sara spilaði síðast á Íslandi með Haukum tímabilið 2020-21, þá var hún valin besti leikmaður deildarinnar. Síðan þá hefur hún spilað erlendis og var fyrri hluta þessa tímabils leikmaður AE Sedis Bàsquet á Spáni. „Það tók mig smá tíma að venjast körfuboltanum hérna heima. Þetta er bara allt öðruvísi en ég er vön. En það kom á réttum tíma. Bara virkilega sátt. Að vissu leiti Stjörnunni að þakka Keflavík vann úrslitaeinvígið afar sannfærandi, fyrsti leikur var reyndar tvíframlengdur en næstu leikur unnust nokkuð örugglega og einvígið endaði 3-0. Sara sagði undanúrslitaeinvígi Keflavíkur gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hafa gert liðið betur búið fyrir úrslitaeinvígið. „Má maður segja Stjörnunni? Þær gerðu okkur tilbúnar í þessa seríu. Við urðum vanar því að spila marga leiki á stuttum tíma. Þakka þeim fyrir, þær voru geggjaðar og gerðu okkur góðar.“ Mikil pressa og framtíðin óráðin Pressan var auðvitað mikil á Söru þegar hún sneri heim. Hún hefur fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins, verið burðarás í íslenska landsliðinu og gekk til liðs við besta lið deildarinnar. Kröfurnar voru skýrar, titlar þurftu að skila sér. Sara segist hafa þurft tíma til að koma sér inn í hlutina og sýna sínar bestu hliðar. „Já, ég held að erfiðast fyrir mig er að ég skora mikið og tek mikið að mér en stundum finnst mér það erfitt. Það var pressa en ég vildi ekki gera of mikið og fannst erfitt að taka pláss. En svo reyndi ég bara að aðlaga leik minn þannig að ég dró hinar með mér og geri þær betri í kringum mig.“ Hvað framtíð Söru varðar er hún óráðin, eflaust vill Keflavík halda henni í sínum röðum, en sjálf segist hún opin fyrir öllu. „Ég veit það ekki, get ekkert sagt, langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst. Ég er opinn fyrir öllu, ótrúlega gott að vera heima en líka ógeðslega gaman að vera úti.“ Klippa: PlayAir leiksins: Sara Rún Innslagið allt og viðtalið við Söru má sjá spilaranum hér að ofan.
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55 Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55
Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39