Úlfarnir ráða ekkert við Luka og Kyrie Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 06:31 Luka Doncic faðmar Kyrie Irving eftir sigur Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves í nótt. AP/Gareth Patterson Dallas Mavericks er aðeins einum sigri frá lokaúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta eftir þriðja sigurinn í röð á Minnesota Timberwolves í nótt. Dallas hefur ekki komist alla leið í úrslitaeinvígið í þrettán ár en það er fátt sem virðist koma í veg fyrir það. Staðan er orðin 3-0 og ekkert lið hefur komið til baka úr þeirri stöðu í úrslitakeppni NBA. Luka Doncic og Kyrie Irving skoruðu báðir 33 stig í 116-107 sigri í fyrsta leiknum sem fór fram á heimavelli Dallas liðsins. Fyrstu tvo leikina vann liðið á heimavelli Timberwolves. Dallas var enn á ný sterkara liðið á lokamínútunum sem liðið vann að þessu sinni 14-3. Minnesota var þannig 104-102 yfir þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Kyrie var sérstaklega öflugur í lokin en hann skoraði fjórtán stig í fjórða leikhlutanum. "That's why they call him Mr. 4th quarter... he's born for clutch situations"Kyrie dropped 14 in the 4th to close out Game 3 🔥 pic.twitter.com/7G6p5hEq9k— NBA (@NBA) May 27, 2024 Luka og Kyrie tóku yfir leikinn í lokin enda er þetta tvíeyki er hannað til að klára leiki. Það er nógu erfitt að eiga við þá í sitthvoru lagi hvað þá saman. Þeir eru líka búnir að finna taktinn enda er þetta fimmti sigur liðsins í röð í úrslitakeppninni. Þetta var líka þriðji leikurinn í þessari úrslitakeppni þar sem þeir skora báðir þrjátíu stig eða meira. „Við segjum bara einn í viðbót. Við þurfum að vinna einn í viðbót. Það er ekkert í höfn. Þeir eru með stórkostlegt lið þannig að þetta er ekkert búið. Við verðum að vinna einn í viðbót því við þurfum á hvíldinni að halda,“ sagði Luka Doncic. „Þeir eru að reyna tvídekka mig allan leikinn og að reyna að tvídekka Kai líka. Það gerir okkur bara betri. Allir snerta boltann og allir eru í inn í leiknum. Þetta var stórkostlegur sigur,“ sagði Luka. Luka og Kyrie voru líka tveir stoðsendingahæstu menn Dallas liðsins og því allt í öllu. Næstur í stigaskori var P.J. Washington með 16 stig. Anthony Edwards skoraði 26 stig þar af átta stig í röð þegar Timberwolves jafnaði leikinn í þriðja leikhluta. Hann var einnig með 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Mike Conley skoraði 16 stig og Jaden McDaniels var með 15 stig. Karl-Anthony Towns skoraði bara fjórtán stig og klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. THIS. DUO. 🤩Luka: 33 PTS, 5 3PM, 7 REB, 5 AST, 5 STLKyrie: 33 PTS (14 in 4Q), 3 3PM, 4 ASTMavs take a 3-0 lead in the West Finals! pic.twitter.com/KJYawcmsEl— NBA (@NBA) May 27, 2024 NBA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Dallas hefur ekki komist alla leið í úrslitaeinvígið í þrettán ár en það er fátt sem virðist koma í veg fyrir það. Staðan er orðin 3-0 og ekkert lið hefur komið til baka úr þeirri stöðu í úrslitakeppni NBA. Luka Doncic og Kyrie Irving skoruðu báðir 33 stig í 116-107 sigri í fyrsta leiknum sem fór fram á heimavelli Dallas liðsins. Fyrstu tvo leikina vann liðið á heimavelli Timberwolves. Dallas var enn á ný sterkara liðið á lokamínútunum sem liðið vann að þessu sinni 14-3. Minnesota var þannig 104-102 yfir þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Kyrie var sérstaklega öflugur í lokin en hann skoraði fjórtán stig í fjórða leikhlutanum. "That's why they call him Mr. 4th quarter... he's born for clutch situations"Kyrie dropped 14 in the 4th to close out Game 3 🔥 pic.twitter.com/7G6p5hEq9k— NBA (@NBA) May 27, 2024 Luka og Kyrie tóku yfir leikinn í lokin enda er þetta tvíeyki er hannað til að klára leiki. Það er nógu erfitt að eiga við þá í sitthvoru lagi hvað þá saman. Þeir eru líka búnir að finna taktinn enda er þetta fimmti sigur liðsins í röð í úrslitakeppninni. Þetta var líka þriðji leikurinn í þessari úrslitakeppni þar sem þeir skora báðir þrjátíu stig eða meira. „Við segjum bara einn í viðbót. Við þurfum að vinna einn í viðbót. Það er ekkert í höfn. Þeir eru með stórkostlegt lið þannig að þetta er ekkert búið. Við verðum að vinna einn í viðbót því við þurfum á hvíldinni að halda,“ sagði Luka Doncic. „Þeir eru að reyna tvídekka mig allan leikinn og að reyna að tvídekka Kai líka. Það gerir okkur bara betri. Allir snerta boltann og allir eru í inn í leiknum. Þetta var stórkostlegur sigur,“ sagði Luka. Luka og Kyrie voru líka tveir stoðsendingahæstu menn Dallas liðsins og því allt í öllu. Næstur í stigaskori var P.J. Washington með 16 stig. Anthony Edwards skoraði 26 stig þar af átta stig í röð þegar Timberwolves jafnaði leikinn í þriðja leikhluta. Hann var einnig með 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Mike Conley skoraði 16 stig og Jaden McDaniels var með 15 stig. Karl-Anthony Towns skoraði bara fjórtán stig og klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. THIS. DUO. 🤩Luka: 33 PTS, 5 3PM, 7 REB, 5 AST, 5 STLKyrie: 33 PTS (14 in 4Q), 3 3PM, 4 ASTMavs take a 3-0 lead in the West Finals! pic.twitter.com/KJYawcmsEl— NBA (@NBA) May 27, 2024
NBA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn