Sjálfstæði eða fall? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 27. maí 2024 13:45 Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. Þó ekki með fallegu tali kringum hluti til að snapa inn fölsk atkvæði, heldur með skýru tali um að Landsvirkjun verði ekki seld til erlendra fjármálaafla á hans vakt og vindmyllum í eigu erlendra fjármálaafla verði ekki hleypt inn á orkukerfi landsins til að arðræna og menga með fölskum fyrirheitum og lygum um „græna“ orku. Við skulum líka ekki gleyma að það styttist í næstu alþingiskosningar og úlfarnir nú þegar lagðir af stað að slá ryki í augu fólks. Gleymum ekki Icesave þar sem Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, síðar forsætisráðherra björguðu þjóðinni undan grimmum skuldaörlögum sem bæði Vinstri grænum og Samfylkingunni fannst sjálfsagt að leggja ofan á þegar nauðbeygð bök þjóðarinnar. Örlög sem ullu því að einn forsetaframbjóðandi fékk skyndilegt minnisleysi yfir þegar spurður út í nýlega. Gleymum ekki heldur loforði þessa tveggja flokka um skjaldborg heimilanna sem skyndilega breyttist í skjaldborg fjármálaaflanna. Þegar Kristrún Frostadóttir steig fram sem nýr formaður Samfylkingar og lýsti yfir að innganga í ESB yrði ekki í forgangi fyrir næstu alþingiskosningar var ljóst að daðrið beindist að Sjálfstæðisflokknum. Flokk sem fyrir löngu hefur yfirgefið grunngildi sín, þ.e. að verja sjálfstæði landsins. Nú höfum við í framboði til forseta fyrrum forsætisráðherra núverandi ríkisstjórnar og formann flokks sem skiptir litum oftar en kamelljón, sem skilur eftir sig þjóðarbú í molum en tekst á einhvern óskiljanlegan hátt að ná hylli með fallegu brosi og umbúðatali kringum hlutina án þess að þurfa að taka beina afstöðu til neins. Höfum við ekki lært neitt á undanförnum árum? Auðlindir hverrar þjóðar er kjarni sjálfstæðis hennar. Kjósum forseta sem þekkir sinn lit (pólitískan eður ei) sem er óhræddur við að hafa skoðanir og stendur með þeim. Við þurfum ekki á forseta að halda sem telur sitt hlutverk vera tipl milli skips og bryggju til að sækjast eftir viðurkenningu allra. Slíkur forseti endar að lokum á hundasundi blautur og kaldur í sjónum ásamt sjálfstæði landsins! Við skulum hafa í huga að við stöndum í stríði. Stríði um yfirráð auðlinda okkar sem erlend fjármálaöfl gera mikið til að komast yfir. Þessi öfl ráðast ekki í slíkar herferðir vegna þess að þjóðir eru fátækar heldur vegna þess að þær eru ríkar af auðlindum en innviðir og stjórnsýsla eru veikbyggð og/eða spillt. Forsetinn er sá eini sem hefur vald til að bregðast við þegar Alþingi bregst hlutverki sínu. Höfundur varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Miðflokkurinn Ágústa Ágústsdóttir Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. Þó ekki með fallegu tali kringum hluti til að snapa inn fölsk atkvæði, heldur með skýru tali um að Landsvirkjun verði ekki seld til erlendra fjármálaafla á hans vakt og vindmyllum í eigu erlendra fjármálaafla verði ekki hleypt inn á orkukerfi landsins til að arðræna og menga með fölskum fyrirheitum og lygum um „græna“ orku. Við skulum líka ekki gleyma að það styttist í næstu alþingiskosningar og úlfarnir nú þegar lagðir af stað að slá ryki í augu fólks. Gleymum ekki Icesave þar sem Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, síðar forsætisráðherra björguðu þjóðinni undan grimmum skuldaörlögum sem bæði Vinstri grænum og Samfylkingunni fannst sjálfsagt að leggja ofan á þegar nauðbeygð bök þjóðarinnar. Örlög sem ullu því að einn forsetaframbjóðandi fékk skyndilegt minnisleysi yfir þegar spurður út í nýlega. Gleymum ekki heldur loforði þessa tveggja flokka um skjaldborg heimilanna sem skyndilega breyttist í skjaldborg fjármálaaflanna. Þegar Kristrún Frostadóttir steig fram sem nýr formaður Samfylkingar og lýsti yfir að innganga í ESB yrði ekki í forgangi fyrir næstu alþingiskosningar var ljóst að daðrið beindist að Sjálfstæðisflokknum. Flokk sem fyrir löngu hefur yfirgefið grunngildi sín, þ.e. að verja sjálfstæði landsins. Nú höfum við í framboði til forseta fyrrum forsætisráðherra núverandi ríkisstjórnar og formann flokks sem skiptir litum oftar en kamelljón, sem skilur eftir sig þjóðarbú í molum en tekst á einhvern óskiljanlegan hátt að ná hylli með fallegu brosi og umbúðatali kringum hlutina án þess að þurfa að taka beina afstöðu til neins. Höfum við ekki lært neitt á undanförnum árum? Auðlindir hverrar þjóðar er kjarni sjálfstæðis hennar. Kjósum forseta sem þekkir sinn lit (pólitískan eður ei) sem er óhræddur við að hafa skoðanir og stendur með þeim. Við þurfum ekki á forseta að halda sem telur sitt hlutverk vera tipl milli skips og bryggju til að sækjast eftir viðurkenningu allra. Slíkur forseti endar að lokum á hundasundi blautur og kaldur í sjónum ásamt sjálfstæði landsins! Við skulum hafa í huga að við stöndum í stríði. Stríði um yfirráð auðlinda okkar sem erlend fjármálaöfl gera mikið til að komast yfir. Þessi öfl ráðast ekki í slíkar herferðir vegna þess að þjóðir eru fátækar heldur vegna þess að þær eru ríkar af auðlindum en innviðir og stjórnsýsla eru veikbyggð og/eða spillt. Forsetinn er sá eini sem hefur vald til að bregðast við þegar Alþingi bregst hlutverki sínu. Höfundur varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar