Áhyggjur læknanna ótímabærar og byggðar á misskilningi Bjarki Sigurðsson skrifar 28. maí 2024 11:30 Ásgeir Margeirsson er formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, Formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala segir áhyggjur lækna vegna þyrlupalls á svæðinu vera ótímabærar. Þyrlupall í Nauthólsvík þurfi sama hvort annar verði reistur ofan á spítalanum eða ekki. Fyrir helgi birti hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar grein á Vísi þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum sínum á því að stefnt sé á að byggja þyrlupall við Nauthólsvík en sem stendur eru engin áform um að slíkur pallur verði ofan á nýjum Landspítala sem verið er að reisa við Hringbraut. Sjúklingar sem fluttir eru með þyrlunum þurfi að komast inn á spítala sem fyrst og með því að hafa þyrlupallinn ekki ofan á spítalanum sé sá tími lengdur til muna. Ásgeir Margeirsson, formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, segir áhyggjur læknanna ótímabærar og að einhverju leyti byggðar á misskilningi. Aðstaðan í Nauthólsvík sé nú þegar til staðar, en með viljayfirlýsingu borgarinnar og Landspítalans sé verið að tryggja aðgengi að henni. „Þyrlupallur ofan á byggingum Landspítalans einn og sér er ekki nægilegur. Það yrði líka að vera lendingarstaður fyrir þyrlur við flugvöllinn með blindflugsbúnaði og slíku. Lendingarstaður fyrir þyrlur ofan á byggingu Landspítalans yrði aldrei með blindflugsbúnaði heldur bara fyrir sjónflug. Þannig það verður að vera tvennt,“ segir Ásgeir. Það eigi eftir að útfæra ýmis verkefni við nýja Landspítalann, þar á meðal hvort þyrlupallur verði þar. Ásgeir segir að hægt verði að byggja hann þar verði ákveðið að gera það. Upp hafi komið einhverjar áhyggjur vegna þyrlupalls ofan á spítalanum, þar á meðal vegna ónæðis, peningamála og fleira. „Í mínum huga á bara eftir að komast á þann punkt að segja: „Já, það er rétt að gera þetta“. Það er bara alveg eins og með önnur mannvirki í seinni áfanga uppbyggingarinnar á Hringbraut, það á eftir að taka ýmsar ákvarðanir,“ segir Ásgeir. Fréttir af flugi Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Fyrir helgi birti hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar grein á Vísi þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum sínum á því að stefnt sé á að byggja þyrlupall við Nauthólsvík en sem stendur eru engin áform um að slíkur pallur verði ofan á nýjum Landspítala sem verið er að reisa við Hringbraut. Sjúklingar sem fluttir eru með þyrlunum þurfi að komast inn á spítala sem fyrst og með því að hafa þyrlupallinn ekki ofan á spítalanum sé sá tími lengdur til muna. Ásgeir Margeirsson, formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, segir áhyggjur læknanna ótímabærar og að einhverju leyti byggðar á misskilningi. Aðstaðan í Nauthólsvík sé nú þegar til staðar, en með viljayfirlýsingu borgarinnar og Landspítalans sé verið að tryggja aðgengi að henni. „Þyrlupallur ofan á byggingum Landspítalans einn og sér er ekki nægilegur. Það yrði líka að vera lendingarstaður fyrir þyrlur við flugvöllinn með blindflugsbúnaði og slíku. Lendingarstaður fyrir þyrlur ofan á byggingu Landspítalans yrði aldrei með blindflugsbúnaði heldur bara fyrir sjónflug. Þannig það verður að vera tvennt,“ segir Ásgeir. Það eigi eftir að útfæra ýmis verkefni við nýja Landspítalann, þar á meðal hvort þyrlupallur verði þar. Ásgeir segir að hægt verði að byggja hann þar verði ákveðið að gera það. Upp hafi komið einhverjar áhyggjur vegna þyrlupalls ofan á spítalanum, þar á meðal vegna ónæðis, peningamála og fleira. „Í mínum huga á bara eftir að komast á þann punkt að segja: „Já, það er rétt að gera þetta“. Það er bara alveg eins og með önnur mannvirki í seinni áfanga uppbyggingarinnar á Hringbraut, það á eftir að taka ýmsar ákvarðanir,“ segir Ásgeir.
Fréttir af flugi Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12