Ísrael verður að hætta að drepa saklausa borgara á Gaza Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 28. maí 2024 19:00 Þann 7. maí birti ég grein hér á Vísi þar sem ég sagði að innrás Ísraela á Rafah stríddi gegn allri mannúð. Síðan þá hefur Ísrael staðið fyrir landhernaði í hlutum borgarinnar og haldið áfram grimmilegum loftárásum. Framferði Ísraela heldur því áfram að leiða af sér hörmungar fyrir almenning á Gaza. Á sunnudagskvöld kviknaði í tjaldbúðum í borginni vegna sprengjuárásar Ísraels en bruninn dró 45 manns til dauða. Fólkið, sem hafði leitað skjóls í tjaldbúðunum, mætti þess í stað dauða sínum. Þetta kallar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels „slys“. Og, nú eru skriðdrekarnir komnir inn í miðja Rafah-borg. Ég fordæmi þetta skeytingarleysi fyrir mannslífum og vanvirðingu fyrir alþjóðalögum með öllu. Á myndum og myndböndum sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sést hvaða óviðjafnanlegi hryllingur á sér nú stað í Rafah. Auk mannfalls sem telur tugi þúsunda eru hundruð þúsunda á vergangi og lifa í stöðugum ótta við árásir úr lofti eða af landi. Stjórnvöld ýmissa landa hafa aukið þrýsting sinn á Ísrael um að binda endi á stríðið. Sterkt dæmi um það er að Írland, Spánn og Noregur hafa nú viðurkennt sjálfstæði Palestínu, en Ísland og Svíþjóð voru einu löndin í Vestur-Evrópu sem höfðu gert það áður, Ísland árið 2011. Ákvörðun þessara landa er því söguleg og vonandi munu fleiri ríki fylgja í kjölfarið. Þann 10. maí síðastliðinn greiddi Ísland atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Í atkvæðaskýringu Íslands sagði meðal annars að Palestínu ætti að „vera fagnað sem 194. aðildarríki Sameinuðu þjóðanna“. Af því tilefni sagði utanríkisráðherra á Twitter/X að til séu dæmi um deilumál sem hafi virst algjörlega óyfirstíganleg en hafi verið leyst, og að það vilji Ísland að verði gert byggt á tveggja ríkja lausninni. Ísland hefur einnig aukið framlög til mannúðaraðstoðar á Gaza í gegnum Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNWRA). Alþjóðastofnanir hafa einnig tekið að skerast í leikinn. Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í síðustu viku að Ísrael ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum á Rafah. Aðalsaksóknari alþjóðasakamáladómstólsins hefur einnig gefið út beiðni um handtökuskipan bæði á hendur Netanyahu, fleiri ísraelskum ráðamönnum ásamt leiðtogum Hamas. Ísraelsk stjórnvöld hafa því einangrast á alþjóðavettvangi en Bandaríkin halda enn hlífiskildi yfir þeim. Sem dæmi viðurkenna Bandaríkin ekki lögsögu alþjóðasakamáladómstólsins og hafa gefið út að þau muni ekki virða ákvörðun hans. Þá er þekkt að Bandaríkin beita ítrekað neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar setja á aukinn þrýsting á Ísrael. Allt gerist þetta þrátt fyrir að Alþjóðadómstóllinn hafi í vetur komist að þeirri niðurstöðu að mögulega væri um að ræða hópmorð á Gaza og málarekstur stendur enn yfir í því máli, sem Suður-Afríka höfðaði gegn Ísrael. Blóðbaðinu verður að linna Íslensk stjórnvöld hafa á alþjóðavettvangi kallað eftir því að Ísrael og Hamas samþykki langvarandi vopnahlé og vinni að tveggja ríkja lausn. Það má ekki dragast. Ástandið á svæðinu er skelfilegt. Algerlega ómannúðlegt. Ísrael verður að hætta strax að tefja flutning hjálpargagna til Gaza. Ísrael verður að hætta hernaðinum. Blóðbaðinu verður að linna. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Vinstri græn Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 7. maí birti ég grein hér á Vísi þar sem ég sagði að innrás Ísraela á Rafah stríddi gegn allri mannúð. Síðan þá hefur Ísrael staðið fyrir landhernaði í hlutum borgarinnar og haldið áfram grimmilegum loftárásum. Framferði Ísraela heldur því áfram að leiða af sér hörmungar fyrir almenning á Gaza. Á sunnudagskvöld kviknaði í tjaldbúðum í borginni vegna sprengjuárásar Ísraels en bruninn dró 45 manns til dauða. Fólkið, sem hafði leitað skjóls í tjaldbúðunum, mætti þess í stað dauða sínum. Þetta kallar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels „slys“. Og, nú eru skriðdrekarnir komnir inn í miðja Rafah-borg. Ég fordæmi þetta skeytingarleysi fyrir mannslífum og vanvirðingu fyrir alþjóðalögum með öllu. Á myndum og myndböndum sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sést hvaða óviðjafnanlegi hryllingur á sér nú stað í Rafah. Auk mannfalls sem telur tugi þúsunda eru hundruð þúsunda á vergangi og lifa í stöðugum ótta við árásir úr lofti eða af landi. Stjórnvöld ýmissa landa hafa aukið þrýsting sinn á Ísrael um að binda endi á stríðið. Sterkt dæmi um það er að Írland, Spánn og Noregur hafa nú viðurkennt sjálfstæði Palestínu, en Ísland og Svíþjóð voru einu löndin í Vestur-Evrópu sem höfðu gert það áður, Ísland árið 2011. Ákvörðun þessara landa er því söguleg og vonandi munu fleiri ríki fylgja í kjölfarið. Þann 10. maí síðastliðinn greiddi Ísland atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Í atkvæðaskýringu Íslands sagði meðal annars að Palestínu ætti að „vera fagnað sem 194. aðildarríki Sameinuðu þjóðanna“. Af því tilefni sagði utanríkisráðherra á Twitter/X að til séu dæmi um deilumál sem hafi virst algjörlega óyfirstíganleg en hafi verið leyst, og að það vilji Ísland að verði gert byggt á tveggja ríkja lausninni. Ísland hefur einnig aukið framlög til mannúðaraðstoðar á Gaza í gegnum Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNWRA). Alþjóðastofnanir hafa einnig tekið að skerast í leikinn. Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í síðustu viku að Ísrael ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum á Rafah. Aðalsaksóknari alþjóðasakamáladómstólsins hefur einnig gefið út beiðni um handtökuskipan bæði á hendur Netanyahu, fleiri ísraelskum ráðamönnum ásamt leiðtogum Hamas. Ísraelsk stjórnvöld hafa því einangrast á alþjóðavettvangi en Bandaríkin halda enn hlífiskildi yfir þeim. Sem dæmi viðurkenna Bandaríkin ekki lögsögu alþjóðasakamáladómstólsins og hafa gefið út að þau muni ekki virða ákvörðun hans. Þá er þekkt að Bandaríkin beita ítrekað neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar setja á aukinn þrýsting á Ísrael. Allt gerist þetta þrátt fyrir að Alþjóðadómstóllinn hafi í vetur komist að þeirri niðurstöðu að mögulega væri um að ræða hópmorð á Gaza og málarekstur stendur enn yfir í því máli, sem Suður-Afríka höfðaði gegn Ísrael. Blóðbaðinu verður að linna Íslensk stjórnvöld hafa á alþjóðavettvangi kallað eftir því að Ísrael og Hamas samþykki langvarandi vopnahlé og vinni að tveggja ríkja lausn. Það má ekki dragast. Ástandið á svæðinu er skelfilegt. Algerlega ómannúðlegt. Ísrael verður að hætta strax að tefja flutning hjálpargagna til Gaza. Ísrael verður að hætta hernaðinum. Blóðbaðinu verður að linna. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar