Grindvíkingar gætu tapað fjórða oddaleiknum um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 13:31 Það reynir á Grindavíkurliðið á Hlíðarenda í kvöld að reyna að breyta slöku gengi félagsins í oddaleikjum um titilinn. Vísir/Anton Brink Grindvíkingum hefur ekki gengið allt of vel að landa sigri í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta en þeir fá tækifæri til að breyta því á Hlíðarenda í kvöld. Grindvíkingar hafa beðið í ellefu ár eftir Íslandsmeistaratitlinum. Þegar þeir unnu hann síðast þá unnu þeir hann í oddaleik. Það er aftur á móti eini oddaleikurinn sem Grindvíkingar hafa unnið þegar spilað hefur verið upp á Íslandsmeistaratitilinn. Þrisvar sinnum hafa Grindvíkingar þurft að sætta sig við tap í oddaleik um titilinn þar af tvisvar sinnum með aðeins einu stigi. Grindavík tapaði fyrsta oddaleiknum sínum 67-68 á heimavelli á móti Njarðvík árið 1994. Þeir töpuðu líka með einu stigi í oddaleik á móti KR í DHL-höllinni árið 2009, þá 84-83. Langþráður sigur vannst á heimavelli á móti Stjörnunni vorið 2013 en Stjarnan komst 2-1 yfir í því einvígi. Grindavík vann tvo síðustu leikina og tryggði sér titilinn. Oddaleikinn vann liðið 79-74 á heimavelli sínum í Grindavík þar sem bandaríski leikmaður Stjörnunnar meiddist í upphafi leiks. Grindvíkingar fóru síðan ekki vel út úr síðasta oddaleik sínum sem var á móti KR í Vesturbænum vorið 2017. KR-ingar unnu þann leik 95-56 og meðal leikmanna liðsins var Kristófer Acox sem er fyrirliði Valsliðsins í dag. Valsmenn eru að fara í oddaleik um titilinn þriðja árið í röð, þeir unnu Tindastól með þrettán stigum 2022, 73-60, en töpuðu með einu stigi á móti Stólunum í fyrra, 81-82. Valsmenn höfðu einu sinni áður komist í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn en það var þegar þeir töpuðu 77-68 á móti Keflavík í Keflavík vorið 1992. Flestir sigrar í oddaleikjum um titilinn: Njarðvík 3 Keflavík 3 KR 3 Haukar 1 Valur 1 Grindavík 1 Snæfell 1 Tindastóll 1 - Flest töp í oddaleikjum um titilinn Grindavík 3 Valur 2 Njarðvík 2 Keflavík 2 Haukar 1 KR 1 Stjarnan 1 ÍR 1 Tindastóll 1 - Besta sigurhlutfall í oddaleikjum um titilinn Snæfell 100& (1-0) KR 75% (3-1) Njarðvík 60% (3-2) Keflavík 60% (3-2) Haukar 50% (1-1) Tindastóll 50% (1-1) Valur 33% (1-2) Grndavík 25% (1-3) Stjarnan 0% (0-1) ÍR 0% (0-1) Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Tengdar fréttir Leikmenn handboltaliðsins heiðursgestir í kvöld Leikmenn handboltaliðs Vals verða heiðursgestir á oddaleik Vals við Grindavík um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta að Hlíðarenda í kvöld. Þetta staðfestir formaður körfuknattleiksdeildar. 29. maí 2024 12:31 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira
Grindvíkingar hafa beðið í ellefu ár eftir Íslandsmeistaratitlinum. Þegar þeir unnu hann síðast þá unnu þeir hann í oddaleik. Það er aftur á móti eini oddaleikurinn sem Grindvíkingar hafa unnið þegar spilað hefur verið upp á Íslandsmeistaratitilinn. Þrisvar sinnum hafa Grindvíkingar þurft að sætta sig við tap í oddaleik um titilinn þar af tvisvar sinnum með aðeins einu stigi. Grindavík tapaði fyrsta oddaleiknum sínum 67-68 á heimavelli á móti Njarðvík árið 1994. Þeir töpuðu líka með einu stigi í oddaleik á móti KR í DHL-höllinni árið 2009, þá 84-83. Langþráður sigur vannst á heimavelli á móti Stjörnunni vorið 2013 en Stjarnan komst 2-1 yfir í því einvígi. Grindavík vann tvo síðustu leikina og tryggði sér titilinn. Oddaleikinn vann liðið 79-74 á heimavelli sínum í Grindavík þar sem bandaríski leikmaður Stjörnunnar meiddist í upphafi leiks. Grindvíkingar fóru síðan ekki vel út úr síðasta oddaleik sínum sem var á móti KR í Vesturbænum vorið 2017. KR-ingar unnu þann leik 95-56 og meðal leikmanna liðsins var Kristófer Acox sem er fyrirliði Valsliðsins í dag. Valsmenn eru að fara í oddaleik um titilinn þriðja árið í röð, þeir unnu Tindastól með þrettán stigum 2022, 73-60, en töpuðu með einu stigi á móti Stólunum í fyrra, 81-82. Valsmenn höfðu einu sinni áður komist í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn en það var þegar þeir töpuðu 77-68 á móti Keflavík í Keflavík vorið 1992. Flestir sigrar í oddaleikjum um titilinn: Njarðvík 3 Keflavík 3 KR 3 Haukar 1 Valur 1 Grindavík 1 Snæfell 1 Tindastóll 1 - Flest töp í oddaleikjum um titilinn Grindavík 3 Valur 2 Njarðvík 2 Keflavík 2 Haukar 1 KR 1 Stjarnan 1 ÍR 1 Tindastóll 1 - Besta sigurhlutfall í oddaleikjum um titilinn Snæfell 100& (1-0) KR 75% (3-1) Njarðvík 60% (3-2) Keflavík 60% (3-2) Haukar 50% (1-1) Tindastóll 50% (1-1) Valur 33% (1-2) Grndavík 25% (1-3) Stjarnan 0% (0-1) ÍR 0% (0-1)
Flestir sigrar í oddaleikjum um titilinn: Njarðvík 3 Keflavík 3 KR 3 Haukar 1 Valur 1 Grindavík 1 Snæfell 1 Tindastóll 1 - Flest töp í oddaleikjum um titilinn Grindavík 3 Valur 2 Njarðvík 2 Keflavík 2 Haukar 1 KR 1 Stjarnan 1 ÍR 1 Tindastóll 1 - Besta sigurhlutfall í oddaleikjum um titilinn Snæfell 100& (1-0) KR 75% (3-1) Njarðvík 60% (3-2) Keflavík 60% (3-2) Haukar 50% (1-1) Tindastóll 50% (1-1) Valur 33% (1-2) Grndavík 25% (1-3) Stjarnan 0% (0-1) ÍR 0% (0-1)
Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Tengdar fréttir Leikmenn handboltaliðsins heiðursgestir í kvöld Leikmenn handboltaliðs Vals verða heiðursgestir á oddaleik Vals við Grindavík um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta að Hlíðarenda í kvöld. Þetta staðfestir formaður körfuknattleiksdeildar. 29. maí 2024 12:31 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira
Leikmenn handboltaliðsins heiðursgestir í kvöld Leikmenn handboltaliðs Vals verða heiðursgestir á oddaleik Vals við Grindavík um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta að Hlíðarenda í kvöld. Þetta staðfestir formaður körfuknattleiksdeildar. 29. maí 2024 12:31