„Let´s go og vinnum fleiri“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2024 22:06 Finnur Freyr í leikslok. Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson sagði það viðeigandi að hafa unnið þrátt fyrir meiðsli Kristófer Acox eftir allt sem hefur gengið á hjá Val á tímabilinu. Hann sagði Val verðskulda titilinn. „Þetta var viðeigandi. Við erum búnir að segja að það sé búið að kasta á okkur einhverju erfiðu allt tímabilið og alltaf þegar okkur líður smá vel þá kemur eitthvað nýtt,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Valsmenn voru án Kára Jónssonar nær allt tímabilið og Joshua Jefferson meiddist í febrúar þegar leikmannaglugginn var lokaður. Í dag meiddist síðan landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í upphafi leiks. „Kristó er búinn að vera eins og klettur hjá okkur, hann er búinn að vera okkar besti og mikilvægasti maður. Það var eitthvað viðeigandi við það að halda bara haus og halda áfram þó hann detti út. Innkoma Hjálmars (Stefánssonar) frábær og liðið í heild sinni. Við héldum „kúlinu“ betur en í síðustu leikjum og verðskulduðum þetta.“ Valsmenn hafa áður rætt um þá menningu sem þeir eru að skapa hjá félaginu og Finnur Freyr hélt áfram á þeirri braut. „Fjölskyldan strákar, við stöndum saman og þegar einn dettur út þá er næsti klár. Við erum að reyna að búa til þannig menningu, eitthvað sem er gaman að vera í alla daga. Það smitast út og það erfiðasta við þetta er að þetta sé tímabil sé búið. Hvert tímabil er einstakt og ég á eftir að sakna þessa tímabils.“ Hann sagði ferðalagið í heild sinni á þessu tímabili standa upp úr. „Að vera með þessum gæjum. Gæjum sem sumir afskrifuðu, sumir sem áttu sínar hæðir og lægðir. Sumir meiðast og koma aftur. Kári er búinn að vera vinna í sér statt og stöðugt og kemur inn í þetta. Ótrúleg þrautseigja í þeim gæja. Hvernig Aaron (Booker) stígur upp líka í erfiðri stöðu, allt þetta.“ „Stærsta er að eftir vonbrigðin í fyrra, eftir sára tapið í fyrra að vera mættir hingað aftur ári seinna og kvitta fyrir það. Sá titill var í okkar höndum. Við gerðum mistök og fengum ákvörðun á móti okkur eins og gengur og gerist í íþróttum. Við vorum sárir og svekktir og svöruðum með einu leiðinni sem er hægt að gera, mæta aftur og kvitta fyrir það,“ sagði Finnur Freyr en Valsmenn töpuðu í oddaleik gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í fyrra. Finnur Freyr var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil sem þjálfari en virðist hvergi nærri hættur. „Þeir eru allir einstakir en bara „let´s go“ og vinnum fleiri.“ Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
„Þetta var viðeigandi. Við erum búnir að segja að það sé búið að kasta á okkur einhverju erfiðu allt tímabilið og alltaf þegar okkur líður smá vel þá kemur eitthvað nýtt,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Valsmenn voru án Kára Jónssonar nær allt tímabilið og Joshua Jefferson meiddist í febrúar þegar leikmannaglugginn var lokaður. Í dag meiddist síðan landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í upphafi leiks. „Kristó er búinn að vera eins og klettur hjá okkur, hann er búinn að vera okkar besti og mikilvægasti maður. Það var eitthvað viðeigandi við það að halda bara haus og halda áfram þó hann detti út. Innkoma Hjálmars (Stefánssonar) frábær og liðið í heild sinni. Við héldum „kúlinu“ betur en í síðustu leikjum og verðskulduðum þetta.“ Valsmenn hafa áður rætt um þá menningu sem þeir eru að skapa hjá félaginu og Finnur Freyr hélt áfram á þeirri braut. „Fjölskyldan strákar, við stöndum saman og þegar einn dettur út þá er næsti klár. Við erum að reyna að búa til þannig menningu, eitthvað sem er gaman að vera í alla daga. Það smitast út og það erfiðasta við þetta er að þetta sé tímabil sé búið. Hvert tímabil er einstakt og ég á eftir að sakna þessa tímabils.“ Hann sagði ferðalagið í heild sinni á þessu tímabili standa upp úr. „Að vera með þessum gæjum. Gæjum sem sumir afskrifuðu, sumir sem áttu sínar hæðir og lægðir. Sumir meiðast og koma aftur. Kári er búinn að vera vinna í sér statt og stöðugt og kemur inn í þetta. Ótrúleg þrautseigja í þeim gæja. Hvernig Aaron (Booker) stígur upp líka í erfiðri stöðu, allt þetta.“ „Stærsta er að eftir vonbrigðin í fyrra, eftir sára tapið í fyrra að vera mættir hingað aftur ári seinna og kvitta fyrir það. Sá titill var í okkar höndum. Við gerðum mistök og fengum ákvörðun á móti okkur eins og gengur og gerist í íþróttum. Við vorum sárir og svekktir og svöruðum með einu leiðinni sem er hægt að gera, mæta aftur og kvitta fyrir það,“ sagði Finnur Freyr en Valsmenn töpuðu í oddaleik gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í fyrra. Finnur Freyr var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil sem þjálfari en virðist hvergi nærri hættur. „Þeir eru allir einstakir en bara „let´s go“ og vinnum fleiri.“
Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti