„Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn glaður“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2024 23:06 Sigursteinn Arndal hefur Íslandsmeistarabikarinn á loft. vísir/diego Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. „Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður,“ sagði Sigursteinn eftir að titillinn fór á loft. „Mér fannst við alltaf vera á undan og rauninni á öllum sviðum. Ég vil samt sem áður þakka Aftureldingu fyrir frábært einvígi. Þeir voru virkilega öflugir og við þurftum að hafa ofboðslega mikið fyrir þessu.“ FH var með yfirhöndina gegnum allan leikinn og stóðu vörnina vel. Þeir náðu að loka á hættulegasta leikmann Aftureldingar, Þorstein Leó Gunnarsson, í leiknum í kvöld. „Við þurftum að bregðast við því eftir fyrsta leik og mér fannst við hafa gert það. Hann er náttúrulega stórkostlegur leikmaður en við náðum einhvern veginn að drena hann. Hann var alltaf þreyttur,“ sagði Sigursteinn um varnarleik sinna manna í kvöld. FH sigraði deildina einnig og hefur tímabilið verið einstaklega gott hjá Hafnfirðingum. „Þetta er búið að vera geðveikt. Allt frá kynningunni á Aroni og hvernig allt félagið vaknaði og bætti í,“ bætti Sigursteinn við þegar hann var spurður út í tímabilið. Sigursteinn er staðráðinn í að halda dampi og hefur trú á að félagið geti haldið áfram á þessari vegferð. „Einar Bragi er að fara en FH er bara stór klúbbur og þurfum að nýta okkur þetta á réttan hátt. Þurfum að bæta í og sjá til þess að þetta haldi áfram.“ Það er ljóst að það verða fagnaðarhöld hjá Hafnfirðingum í kvöld. „Guð minn góður. Það er ótrúlegur hópur manna búinn að gera allt klárt í Krikanum fyrir eitthvað svakalegt. Það verður fram á morgun í tjaldinu,“ sagði Sigursteinn léttur í bragði þegar hann var spurður út í dagskrá kvöldsins. Verður ryð í Hafnfirðingum í fyrramálið? „Það má búast fastlega við því,“ sagði Sigursteinn glettinn. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Fleiri fréttir Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Sjá meira
„Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður,“ sagði Sigursteinn eftir að titillinn fór á loft. „Mér fannst við alltaf vera á undan og rauninni á öllum sviðum. Ég vil samt sem áður þakka Aftureldingu fyrir frábært einvígi. Þeir voru virkilega öflugir og við þurftum að hafa ofboðslega mikið fyrir þessu.“ FH var með yfirhöndina gegnum allan leikinn og stóðu vörnina vel. Þeir náðu að loka á hættulegasta leikmann Aftureldingar, Þorstein Leó Gunnarsson, í leiknum í kvöld. „Við þurftum að bregðast við því eftir fyrsta leik og mér fannst við hafa gert það. Hann er náttúrulega stórkostlegur leikmaður en við náðum einhvern veginn að drena hann. Hann var alltaf þreyttur,“ sagði Sigursteinn um varnarleik sinna manna í kvöld. FH sigraði deildina einnig og hefur tímabilið verið einstaklega gott hjá Hafnfirðingum. „Þetta er búið að vera geðveikt. Allt frá kynningunni á Aroni og hvernig allt félagið vaknaði og bætti í,“ bætti Sigursteinn við þegar hann var spurður út í tímabilið. Sigursteinn er staðráðinn í að halda dampi og hefur trú á að félagið geti haldið áfram á þessari vegferð. „Einar Bragi er að fara en FH er bara stór klúbbur og þurfum að nýta okkur þetta á réttan hátt. Þurfum að bæta í og sjá til þess að þetta haldi áfram.“ Það er ljóst að það verða fagnaðarhöld hjá Hafnfirðingum í kvöld. „Guð minn góður. Það er ótrúlegur hópur manna búinn að gera allt klárt í Krikanum fyrir eitthvað svakalegt. Það verður fram á morgun í tjaldinu,“ sagði Sigursteinn léttur í bragði þegar hann var spurður út í dagskrá kvöldsins. Verður ryð í Hafnfirðingum í fyrramálið? „Það má búast fastlega við því,“ sagði Sigursteinn glettinn.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Fleiri fréttir Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Sjá meira