Gummersbach er nú með 41 stig í 6. sæti, tveimur stigum á eftir Melsungen, en öruggt með Evrópusæti næsta vetur, í fyrsta sinn frá tímabilinu 2011-12. Flensburg er í 3. sæti.
Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach en Arnór Snær Óskarsson var ekki á meðal markaskorara hjá liðinu.
Staðan í hálfleik í leiknum í kvöld var jöfn, 15-15, en í seinni hálfleik voru strákarnir hans Guðjóns Vals Sigurðssonar sterkari aðilinn og unnu sex marka sigur, 28-34.
Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir Flensburg. Hann gengur í raðir Gummersbach eftir tímabilið.