Magdeburg meistari eftir stórsigur í Mannheim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2024 20:11 Ómar Ingi Magnússon hefur farið á kostum með Magdeburg í undanförnum leikjum. getty/Eroll Popova Íslendingaliðið Magdeburg varð í kvöld þýskur meistari í handbolta karla eftir sigur á Rhein-Neckar Löwen, 21-34, á útivelli. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Magdeburg vinnur titilinn. Fyrir leikinn var ljóst að Magdeburg dygði eitt stig til að tryggja sér titilinn. Og það var aldrei hætta á að annað myndi gerast. Magdeburg var alltaf með forystuna, var átta mörkum yfir í hálfleik, 11-19, og vann á endanum þrettán marka sigur, 21-34. Magdeburg var þegar búið að vinna þýsku bikarkeppnina, HM félagsliða og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir Álaborg. Magdeburg getur því unnið fjórfalt á tímabilinu. 3️⃣x💚❤️ - Wir holen das Triple 🏆🏆🏆_____#SCMHUJA 💪🏻 pic.twitter.com/doTAGXqvmt— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 30, 2024 Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar í liði Magdeburg. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar og Gísli Þorgeir Kristjánsson átti eina stoðsendingu. Ýmir Örn Gíslason lék í kvöld sinn næstsíðasta leik fyrir Löwen en hann fer til Göppingen eftir tímabilið. Ljónin frá Mannheim eru í 11. sæti deildarinnar. Bergischer, sem Arnór Þór Gunnarsson stýrir, á enn möguleika á að bjarga sér frá falli eftir ævintýralegan sigur á liðinu í 2. sæti, Füchse Berlin, 29-30. Eloy Morante Maldonado skoraði sigurmarkið þegar ein sekúnda var eftir af leiknum. Bergischer er með tuttugu stig í sautjánda og næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Erlangen sem er í sætinu fyrir ofan. Í lokaumferðinni á sunnudaginn þarf Bergischer að vinna Flensburg og treysta á að Erlangen tapi fyrir Hannover-Burgdorf. Ekki nóg með það heldur þarf Bergischer að vera með betri markatölu en Erlangen. Bergischer er núna með 72 mörk í mínus en Erlangen með 67 mörk í mínus. Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðjón Valur kom Gummersbach í Evrópukeppni Íslendingaliðið Gummersbach tryggði sér Evrópukeppni á næsta tímabili með sigri á Flensburg, 28-34, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. 30. maí 2024 18:40 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Fyrir leikinn var ljóst að Magdeburg dygði eitt stig til að tryggja sér titilinn. Og það var aldrei hætta á að annað myndi gerast. Magdeburg var alltaf með forystuna, var átta mörkum yfir í hálfleik, 11-19, og vann á endanum þrettán marka sigur, 21-34. Magdeburg var þegar búið að vinna þýsku bikarkeppnina, HM félagsliða og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir Álaborg. Magdeburg getur því unnið fjórfalt á tímabilinu. 3️⃣x💚❤️ - Wir holen das Triple 🏆🏆🏆_____#SCMHUJA 💪🏻 pic.twitter.com/doTAGXqvmt— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 30, 2024 Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar í liði Magdeburg. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar og Gísli Þorgeir Kristjánsson átti eina stoðsendingu. Ýmir Örn Gíslason lék í kvöld sinn næstsíðasta leik fyrir Löwen en hann fer til Göppingen eftir tímabilið. Ljónin frá Mannheim eru í 11. sæti deildarinnar. Bergischer, sem Arnór Þór Gunnarsson stýrir, á enn möguleika á að bjarga sér frá falli eftir ævintýralegan sigur á liðinu í 2. sæti, Füchse Berlin, 29-30. Eloy Morante Maldonado skoraði sigurmarkið þegar ein sekúnda var eftir af leiknum. Bergischer er með tuttugu stig í sautjánda og næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Erlangen sem er í sætinu fyrir ofan. Í lokaumferðinni á sunnudaginn þarf Bergischer að vinna Flensburg og treysta á að Erlangen tapi fyrir Hannover-Burgdorf. Ekki nóg með það heldur þarf Bergischer að vera með betri markatölu en Erlangen. Bergischer er núna með 72 mörk í mínus en Erlangen með 67 mörk í mínus.
Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðjón Valur kom Gummersbach í Evrópukeppni Íslendingaliðið Gummersbach tryggði sér Evrópukeppni á næsta tímabili með sigri á Flensburg, 28-34, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. 30. maí 2024 18:40 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Guðjón Valur kom Gummersbach í Evrópukeppni Íslendingaliðið Gummersbach tryggði sér Evrópukeppni á næsta tímabili með sigri á Flensburg, 28-34, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. 30. maí 2024 18:40