Birna og Kristinn valin best Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 12:36 Kristinn Pálsson og Birna Valgerður Benónýsdóttir voru valin leikmann ársins í körfuboltanum. Vísir/Anton Brink/Hulda Margrét Körfuboltafólk gerði upp tímabilið í lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands sem var haldið í Laugardalshöllinni í hádeginu. Bestu leikmenn tímabilsins í Subway deildinni voru bæði að fá þau verðlaun í fyrsta sinn á ferlinum en það eru Íslandsmeistararnir Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík og Kristinn Pálsson úr Val. Birna varð fyrir því óláni að slíta krossband í úrslitakeppninni en liðsfélagarnir kláruðu titilinn fyrir hana. Birna er fyrsti leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í sjö ár til að vera kosin best en hún átti frábært tímabil. Kristinn er þriðji Valsmaðurinn í röð til að fá þessi verðlaun. Kristófer Acox var valinn bestur 2022 og Kári Jónsson var valinn bestur í fyrra. Kristinn átti frábæra endurkomu aftur í deildina. Benedikt Guðmundsson hjá Njarðvík og Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík voru valdir bestu þjálfararnir en þeir eru báðir að hætta með sín lið. Þetta er í þriðja sinn sem Benedikt fær þessi verðlaun en í fyrsta sinn frá 2009. Sverrir Þór var líka að fá þessi verðlaun í þriðja sinn. Bestu ungu leikmennirnir voru valin Tómas Valur Þrastarson úr Þór Þ. og Kolbrún María Ármannsdóttir úr Stjörnunni. Tómas Valur fékk þessi verðlaun annað árið í röð en síðastur á undan honum til að ná því var Elvar Már Friðriksson 2012 og 2013. Kolbrún María er aðeins sextán ára gömul. Varnarmenn ársins voru Ísold Sævarsdóttir úr Stjörnunni og Sigurður Pétursson úr Keflavík. Besti erlendu leikmennirnir voru valin Lore Devos úr Þór Ak. og Remy Martin úr Keflavík. Ísold er aðeins sautján ára gömul. Prúðustu leikmennirnir þóttu Þóra Kristín Jónsdóttir úr Haukum og Haukur Helgi Pálsson úr liði Álftaness. Þóra Kristín var að fá þessi verðlaun í þriðja sinn á ferlinum. Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn en hann var að fá þessi verðlaun í sextánda sinn á ferlinum. Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks voru valdir sjálfboðaliðar ársins en Breiðablik tók á móti Grindavík með opnum örmum þegar Grindvíkingar misstu heimilið sitt vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Í úrvalslið Subway deildar kvenna voru valdar Jana Falsdóttir (Njarðvík), Danielle Victoria Rodriguez (Grindavík), Thelma Dís Ágústsdóttir (Keflavík), Kolbrún María Ármannsdóttir (Stjarnan) og Birna Valgerður Benónýsdóttir (Keflavík). Jana, Danielle og Kolbrún eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Birna er þar í annað skiptið og Thelma Dís í þriðja sinn. Í úrvalslið Subway deildar karla voru valdir Ægir Þór Steinarsson (Stjarnan), Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (Tindastóll), Kristinn Pálsson (Valur), Tómas Valur Þrastarson (Þór Þ.) og Kristófer Acox (Valur). Kristinn, Þórir og Tómas Valur eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Ægir er þar í þriðja sinn og Kristófer í sjötta sinn. Í 1. deild kvenna fengu feðginin Hákon Hjartarson og Emma Hrönn Hákonardóttir bæði stór verðlaun. Emma var valin best og Hákon besti þjálfarinn en saman hjálpuðu þau Hamar/Þór að vinna sér sæti í Subway deild kvenna. Veitt voru verðlaun fyrir Subway deild karla og kvenna en einnig fyrir 1. deild karla og kvenna. Það má sjá öll verðlaunin hér fyrir neðan. Verðlaun í 1. deild karla Úrvalslið Viktor Steffensen Fjölnir Jón Arnór Sverrisson Þróttur V. Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Magnús Már Traustason Þróttur V. Friðrik Leó Curtis ÍR Ungi leikmaður ársins Friðrik Leó Curtis ÍR Erlendur leikmaður ársins Jaeden King Snæfell Varnarmaður ársins Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Þjálfari ársins Jakob Örn Sigurðarson KR Leikmaður ársins Viktor Steffensen Fjölnir - Verðlaun í 1. deild kvenna Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór Dzana Crnac Aþena Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Ása Lind Wolfram Aþena Ungi leikmaður ársins Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Erlendur leikmaður ársins Aniya Thomas Hamar/Þór Varnarmaður ársins Elfa Falsdóttir Ármann Þjálfari ársins Hákon Hjartarson Hamar/Þór Leikmaður ársins Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór - Verðlaun í Subway deild karla Úrvalslið Ægir Þór Steinarsson Stjarnan Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Tindastóll Kristinn Pálsson Valur Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Kristófer Acox Valur Prúðasti leikmaðurinn Haukur Helgi Pálsson Álftanes Ungi leikmaður ársins Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Erlendur leikmaður ársins Remy Martin Keflavík Varnarmaður ársins Sigurður Pétursson Keflavík Þjálfari ársins Benedikt Guðmundsson Njarðvík Leikmaður ársins Kristinn Pálsson Valur - Verðlaun í Subway deild kvenna Úrvalslið Jana Falsdóttir Njarðvík Danielle Victoria Rodriguez Grindavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík Prúðasti leikmaðurinn Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar Ungi leikmaður ársins Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Erlendur leikmaður ársins Lore Devos Þór Ak. Varnarmaður ársins Ísold Sævarsdóttir Stjarnan Þjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson Keflavík Leikmaður ársins Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík - Dómari ársins Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Bestu leikmenn tímabilsins í Subway deildinni voru bæði að fá þau verðlaun í fyrsta sinn á ferlinum en það eru Íslandsmeistararnir Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík og Kristinn Pálsson úr Val. Birna varð fyrir því óláni að slíta krossband í úrslitakeppninni en liðsfélagarnir kláruðu titilinn fyrir hana. Birna er fyrsti leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í sjö ár til að vera kosin best en hún átti frábært tímabil. Kristinn er þriðji Valsmaðurinn í röð til að fá þessi verðlaun. Kristófer Acox var valinn bestur 2022 og Kári Jónsson var valinn bestur í fyrra. Kristinn átti frábæra endurkomu aftur í deildina. Benedikt Guðmundsson hjá Njarðvík og Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík voru valdir bestu þjálfararnir en þeir eru báðir að hætta með sín lið. Þetta er í þriðja sinn sem Benedikt fær þessi verðlaun en í fyrsta sinn frá 2009. Sverrir Þór var líka að fá þessi verðlaun í þriðja sinn. Bestu ungu leikmennirnir voru valin Tómas Valur Þrastarson úr Þór Þ. og Kolbrún María Ármannsdóttir úr Stjörnunni. Tómas Valur fékk þessi verðlaun annað árið í röð en síðastur á undan honum til að ná því var Elvar Már Friðriksson 2012 og 2013. Kolbrún María er aðeins sextán ára gömul. Varnarmenn ársins voru Ísold Sævarsdóttir úr Stjörnunni og Sigurður Pétursson úr Keflavík. Besti erlendu leikmennirnir voru valin Lore Devos úr Þór Ak. og Remy Martin úr Keflavík. Ísold er aðeins sautján ára gömul. Prúðustu leikmennirnir þóttu Þóra Kristín Jónsdóttir úr Haukum og Haukur Helgi Pálsson úr liði Álftaness. Þóra Kristín var að fá þessi verðlaun í þriðja sinn á ferlinum. Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn en hann var að fá þessi verðlaun í sextánda sinn á ferlinum. Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks voru valdir sjálfboðaliðar ársins en Breiðablik tók á móti Grindavík með opnum örmum þegar Grindvíkingar misstu heimilið sitt vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Í úrvalslið Subway deildar kvenna voru valdar Jana Falsdóttir (Njarðvík), Danielle Victoria Rodriguez (Grindavík), Thelma Dís Ágústsdóttir (Keflavík), Kolbrún María Ármannsdóttir (Stjarnan) og Birna Valgerður Benónýsdóttir (Keflavík). Jana, Danielle og Kolbrún eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Birna er þar í annað skiptið og Thelma Dís í þriðja sinn. Í úrvalslið Subway deildar karla voru valdir Ægir Þór Steinarsson (Stjarnan), Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (Tindastóll), Kristinn Pálsson (Valur), Tómas Valur Þrastarson (Þór Þ.) og Kristófer Acox (Valur). Kristinn, Þórir og Tómas Valur eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Ægir er þar í þriðja sinn og Kristófer í sjötta sinn. Í 1. deild kvenna fengu feðginin Hákon Hjartarson og Emma Hrönn Hákonardóttir bæði stór verðlaun. Emma var valin best og Hákon besti þjálfarinn en saman hjálpuðu þau Hamar/Þór að vinna sér sæti í Subway deild kvenna. Veitt voru verðlaun fyrir Subway deild karla og kvenna en einnig fyrir 1. deild karla og kvenna. Það má sjá öll verðlaunin hér fyrir neðan. Verðlaun í 1. deild karla Úrvalslið Viktor Steffensen Fjölnir Jón Arnór Sverrisson Þróttur V. Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Magnús Már Traustason Þróttur V. Friðrik Leó Curtis ÍR Ungi leikmaður ársins Friðrik Leó Curtis ÍR Erlendur leikmaður ársins Jaeden King Snæfell Varnarmaður ársins Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Þjálfari ársins Jakob Örn Sigurðarson KR Leikmaður ársins Viktor Steffensen Fjölnir - Verðlaun í 1. deild kvenna Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór Dzana Crnac Aþena Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Ása Lind Wolfram Aþena Ungi leikmaður ársins Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Erlendur leikmaður ársins Aniya Thomas Hamar/Þór Varnarmaður ársins Elfa Falsdóttir Ármann Þjálfari ársins Hákon Hjartarson Hamar/Þór Leikmaður ársins Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór - Verðlaun í Subway deild karla Úrvalslið Ægir Þór Steinarsson Stjarnan Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Tindastóll Kristinn Pálsson Valur Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Kristófer Acox Valur Prúðasti leikmaðurinn Haukur Helgi Pálsson Álftanes Ungi leikmaður ársins Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Erlendur leikmaður ársins Remy Martin Keflavík Varnarmaður ársins Sigurður Pétursson Keflavík Þjálfari ársins Benedikt Guðmundsson Njarðvík Leikmaður ársins Kristinn Pálsson Valur - Verðlaun í Subway deild kvenna Úrvalslið Jana Falsdóttir Njarðvík Danielle Victoria Rodriguez Grindavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík Prúðasti leikmaðurinn Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar Ungi leikmaður ársins Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Erlendur leikmaður ársins Lore Devos Þór Ak. Varnarmaður ársins Ísold Sævarsdóttir Stjarnan Þjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson Keflavík Leikmaður ársins Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík - Dómari ársins Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks
Verðlaun í 1. deild karla Úrvalslið Viktor Steffensen Fjölnir Jón Arnór Sverrisson Þróttur V. Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Magnús Már Traustason Þróttur V. Friðrik Leó Curtis ÍR Ungi leikmaður ársins Friðrik Leó Curtis ÍR Erlendur leikmaður ársins Jaeden King Snæfell Varnarmaður ársins Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Þjálfari ársins Jakob Örn Sigurðarson KR Leikmaður ársins Viktor Steffensen Fjölnir - Verðlaun í 1. deild kvenna Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór Dzana Crnac Aþena Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Ása Lind Wolfram Aþena Ungi leikmaður ársins Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Erlendur leikmaður ársins Aniya Thomas Hamar/Þór Varnarmaður ársins Elfa Falsdóttir Ármann Þjálfari ársins Hákon Hjartarson Hamar/Þór Leikmaður ársins Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór - Verðlaun í Subway deild karla Úrvalslið Ægir Þór Steinarsson Stjarnan Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Tindastóll Kristinn Pálsson Valur Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Kristófer Acox Valur Prúðasti leikmaðurinn Haukur Helgi Pálsson Álftanes Ungi leikmaður ársins Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Erlendur leikmaður ársins Remy Martin Keflavík Varnarmaður ársins Sigurður Pétursson Keflavík Þjálfari ársins Benedikt Guðmundsson Njarðvík Leikmaður ársins Kristinn Pálsson Valur - Verðlaun í Subway deild kvenna Úrvalslið Jana Falsdóttir Njarðvík Danielle Victoria Rodriguez Grindavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík Prúðasti leikmaðurinn Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar Ungi leikmaður ársins Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Erlendur leikmaður ársins Lore Devos Þór Ak. Varnarmaður ársins Ísold Sævarsdóttir Stjarnan Þjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson Keflavík Leikmaður ársins Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík - Dómari ársins Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira