Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2024 11:31 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar, sem hefur frumvarpið til umfjöllunnar. Í minnisblaðinu segir að ekki sé unnt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að krafa um tiltekinn dvalartíma dvalarleyfishafa áður en til fjölskyldusameiningar kemur, svo og setning skilyrða fyrir fjölskyldusameiningu brjóti í bága við ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá sé ekki hægt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að sama eigi við um öll dvalarleyfi, ekki einungis um aðstandendur handhafa viðbótarverndar. „Sé mat umboðsmanns barna lagt til grundvallar leiðir það óhjákvæmilega til þess að gildandi löggjöf á Íslandi um fjölskyldusameiningar, tilskipun Evrópusambandsins um fjölskyldusameiningar og flest ef ekki öll framkvæmd annarra ríkja Evrópusambandsins, sem og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og Evrópudómstólsins, fari í bága við barnasáttmálann,“ segir í minnisblaðinu. „Að mati ráðuneytisins er það ótæk niðurstaða.“ Dómsmálaráðuneytið segir Mannréttindadómstól Evrópu margoft hafa viðurkennt að stjórn ríkja á aðgengi að landsvæðum sínum feli í sér lögmætt markmið til að takmarka réttinn til fjölskyldulífs í skilningi mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá segir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunir barns, á hvaða aldri sem er, geti ekki myndað „tromp spil“ sem krefjist þess að ríki taki við öllum börnum sem væru betur sett þar en í heimaríki. „Fullveldisréttur ríkja til að stjórna innflytjendastefnu sinni er óumdeildur. Að mati ráðuneytisins fara breytingar á skilyrðum til fjölskyldusameiningar ekki í bága við stjórnarskrá, gildandi löggjöf eða þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist. Umsagnir umboðsmanns barna hafa ekki breytt því mati ráðuneytisins.“ Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að með umræddu frumvarpi sé verið að færa löggjöfina á Íslandi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður barna bendir hins vegar á í annarri af tveimur umsögnum sínum að Danmörk sé eina landið þar sem kveðið er á um tveggja ára biðtíma áður en hægt er að sækja um fjölskyldusameiningu. Lögbundinn biðtími sé hvorki til staðar í Svíþjóð né Finnlandi og í Noregi geti makar, börn og foreldrar fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er athygli vakin á því að Danmörk sé eina Norðurlandið sem hefur ekki lögfest barnasáttmálann. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar, sem hefur frumvarpið til umfjöllunnar. Í minnisblaðinu segir að ekki sé unnt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að krafa um tiltekinn dvalartíma dvalarleyfishafa áður en til fjölskyldusameiningar kemur, svo og setning skilyrða fyrir fjölskyldusameiningu brjóti í bága við ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá sé ekki hægt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að sama eigi við um öll dvalarleyfi, ekki einungis um aðstandendur handhafa viðbótarverndar. „Sé mat umboðsmanns barna lagt til grundvallar leiðir það óhjákvæmilega til þess að gildandi löggjöf á Íslandi um fjölskyldusameiningar, tilskipun Evrópusambandsins um fjölskyldusameiningar og flest ef ekki öll framkvæmd annarra ríkja Evrópusambandsins, sem og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og Evrópudómstólsins, fari í bága við barnasáttmálann,“ segir í minnisblaðinu. „Að mati ráðuneytisins er það ótæk niðurstaða.“ Dómsmálaráðuneytið segir Mannréttindadómstól Evrópu margoft hafa viðurkennt að stjórn ríkja á aðgengi að landsvæðum sínum feli í sér lögmætt markmið til að takmarka réttinn til fjölskyldulífs í skilningi mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá segir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunir barns, á hvaða aldri sem er, geti ekki myndað „tromp spil“ sem krefjist þess að ríki taki við öllum börnum sem væru betur sett þar en í heimaríki. „Fullveldisréttur ríkja til að stjórna innflytjendastefnu sinni er óumdeildur. Að mati ráðuneytisins fara breytingar á skilyrðum til fjölskyldusameiningar ekki í bága við stjórnarskrá, gildandi löggjöf eða þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist. Umsagnir umboðsmanns barna hafa ekki breytt því mati ráðuneytisins.“ Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að með umræddu frumvarpi sé verið að færa löggjöfina á Íslandi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður barna bendir hins vegar á í annarri af tveimur umsögnum sínum að Danmörk sé eina landið þar sem kveðið er á um tveggja ára biðtíma áður en hægt er að sækja um fjölskyldusameiningu. Lögbundinn biðtími sé hvorki til staðar í Svíþjóð né Finnlandi og í Noregi geti makar, börn og foreldrar fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er athygli vakin á því að Danmörk sé eina Norðurlandið sem hefur ekki lögfest barnasáttmálann.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu