Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2024 11:31 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar, sem hefur frumvarpið til umfjöllunnar. Í minnisblaðinu segir að ekki sé unnt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að krafa um tiltekinn dvalartíma dvalarleyfishafa áður en til fjölskyldusameiningar kemur, svo og setning skilyrða fyrir fjölskyldusameiningu brjóti í bága við ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá sé ekki hægt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að sama eigi við um öll dvalarleyfi, ekki einungis um aðstandendur handhafa viðbótarverndar. „Sé mat umboðsmanns barna lagt til grundvallar leiðir það óhjákvæmilega til þess að gildandi löggjöf á Íslandi um fjölskyldusameiningar, tilskipun Evrópusambandsins um fjölskyldusameiningar og flest ef ekki öll framkvæmd annarra ríkja Evrópusambandsins, sem og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og Evrópudómstólsins, fari í bága við barnasáttmálann,“ segir í minnisblaðinu. „Að mati ráðuneytisins er það ótæk niðurstaða.“ Dómsmálaráðuneytið segir Mannréttindadómstól Evrópu margoft hafa viðurkennt að stjórn ríkja á aðgengi að landsvæðum sínum feli í sér lögmætt markmið til að takmarka réttinn til fjölskyldulífs í skilningi mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá segir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunir barns, á hvaða aldri sem er, geti ekki myndað „tromp spil“ sem krefjist þess að ríki taki við öllum börnum sem væru betur sett þar en í heimaríki. „Fullveldisréttur ríkja til að stjórna innflytjendastefnu sinni er óumdeildur. Að mati ráðuneytisins fara breytingar á skilyrðum til fjölskyldusameiningar ekki í bága við stjórnarskrá, gildandi löggjöf eða þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist. Umsagnir umboðsmanns barna hafa ekki breytt því mati ráðuneytisins.“ Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að með umræddu frumvarpi sé verið að færa löggjöfina á Íslandi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður barna bendir hins vegar á í annarri af tveimur umsögnum sínum að Danmörk sé eina landið þar sem kveðið er á um tveggja ára biðtíma áður en hægt er að sækja um fjölskyldusameiningu. Lögbundinn biðtími sé hvorki til staðar í Svíþjóð né Finnlandi og í Noregi geti makar, börn og foreldrar fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er athygli vakin á því að Danmörk sé eina Norðurlandið sem hefur ekki lögfest barnasáttmálann. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar, sem hefur frumvarpið til umfjöllunnar. Í minnisblaðinu segir að ekki sé unnt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að krafa um tiltekinn dvalartíma dvalarleyfishafa áður en til fjölskyldusameiningar kemur, svo og setning skilyrða fyrir fjölskyldusameiningu brjóti í bága við ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá sé ekki hægt að skilja umsagnir umboðsmanns á annan veg en að sama eigi við um öll dvalarleyfi, ekki einungis um aðstandendur handhafa viðbótarverndar. „Sé mat umboðsmanns barna lagt til grundvallar leiðir það óhjákvæmilega til þess að gildandi löggjöf á Íslandi um fjölskyldusameiningar, tilskipun Evrópusambandsins um fjölskyldusameiningar og flest ef ekki öll framkvæmd annarra ríkja Evrópusambandsins, sem og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og Evrópudómstólsins, fari í bága við barnasáttmálann,“ segir í minnisblaðinu. „Að mati ráðuneytisins er það ótæk niðurstaða.“ Dómsmálaráðuneytið segir Mannréttindadómstól Evrópu margoft hafa viðurkennt að stjórn ríkja á aðgengi að landsvæðum sínum feli í sér lögmætt markmið til að takmarka réttinn til fjölskyldulífs í skilningi mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá segir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunir barns, á hvaða aldri sem er, geti ekki myndað „tromp spil“ sem krefjist þess að ríki taki við öllum börnum sem væru betur sett þar en í heimaríki. „Fullveldisréttur ríkja til að stjórna innflytjendastefnu sinni er óumdeildur. Að mati ráðuneytisins fara breytingar á skilyrðum til fjölskyldusameiningar ekki í bága við stjórnarskrá, gildandi löggjöf eða þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist. Umsagnir umboðsmanns barna hafa ekki breytt því mati ráðuneytisins.“ Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að með umræddu frumvarpi sé verið að færa löggjöfina á Íslandi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður barna bendir hins vegar á í annarri af tveimur umsögnum sínum að Danmörk sé eina landið þar sem kveðið er á um tveggja ára biðtíma áður en hægt er að sækja um fjölskyldusameiningu. Lögbundinn biðtími sé hvorki til staðar í Svíþjóð né Finnlandi og í Noregi geti makar, börn og foreldrar fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er athygli vakin á því að Danmörk sé eina Norðurlandið sem hefur ekki lögfest barnasáttmálann.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira