„Drekkum í dag og iðrumst á morgun!“ Valgerður Rúnarsdóttir skrifar 4. júní 2024 09:30 Í alvöru krakkar!? Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag? Þetta er samviskuspurningin fyrir alla sem koma að því að auka aðgengi að áfengi með nýrri markaðssetningu og tilheyrandi sýnileika, auglýsingum, tilboðum og áhuga. Það er auðveld reikniformúlan í þessum leik, aukið aðgengi, aukin neysla, aukinn vandi, aukinn kostnaður. Þeir sem eru mest útsettir og í mestri áhættu vegna markaðssetningar áfengis er ungt fólk á barneignaraldri og eldra fólk í breyttu hlutverki í lífinu. Einnig eru margir hópar í viðkvæmri stöðu varðandi áfengið, t.d. fólk með fíknsjúkdóm og aðra geðsjúkdóma sem hefur hvað mestan vanda af áfengi. Þessir sjúkdómar eru algengir í okkar samfélagi. Það vantar ekki fræðin, upplýsingar, tölur og vísindi sem beina okkur eindregið frá auknu aðgengi að áfengi. Við þekkjum meira en 200 sjúkdóma sem áfengi veldur. Við vitum um slæm áhrif áfengis á geð- og félagsheilsu. Það er ekki tilviljun að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með sölufyrirkomulagi eins og hefur verið á Íslandi. Öll rök og vísindi segja okkur, að það er hagur samfélagsins að sporna við aðgengi að áfengi. Orð ábyrgra aðila gegn þessu alvarlega feilspori að auka aðgengi að áfengi, eins og landlæknis, heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra og Læknafélags Íslands, þau heyrast ekki fyrir trommuslættinum. Það er of mikill hávaði í auglýsingum sem fara á skjön við lög og upphafningu á áfengissölu sem fer á skjön við lög. Hvernig stendur á því að samfélagið okkar getur ekki stöðvað þessa óheillaþróun? Hvers vegna ráða markaðsöflin þótt þau daðri við að brjóta lög? Hvers vegna situr kæra inni hjá lögreglu í 4 ár án þess að hún sé tekin fyrir? Er þetta siðlegt hjá okkur? Höfum við misst samfélagsvitundina? Hvað með samfélagsábyrgð fyrirtækja sem var talsvert í tísku fyrir nokkrum árum? Er hún hætt? Forsvarsmenn stórra fyrirtækja hafa möguleika á að hafa mikil áhrif til góðs, styðja við lýðheilsu og láta gott af sér leiða. Ég auglýsi eftir því í þessum hildarleik um aukið aðgengi að áfengi. Kostnaður samfélagsins í dag vegna áfengisneyslu Íslendinga er 100 milljarðar króna á ári, það er fjandakornið alveg nóg. Höfum við, samfélagið, efni á að auka þann kostnað enn meira, bara svo einhverjir geti grætt á sinni sölu? Ættum við ekki frekar að standa upp‘á hól og kalla, eða boða stefnumótunarfundi eða þjóðfundi eða samstarf allra hagaðila,… til þess að draga úr núverandi kostnaði vegna áfengisneyslu á Íslandi? Við höfum aukið aðgengi að áfengi á Íslandi gríðarlega mikið síðustu áratugi. Vínbúðum og vínveitingastöðum fjölgað, opnunartímar lengst. Léttvín og bjór eru víðast hvar nærri okkur og hópurinn stækkar sem drekkur eitthvert áfengi flesta daga (þ.e. 4 eða fleiri daga í viku). Enda höfum við Íslendingar aukið drykkjuna mikið (reiknað í hreinum vínanda á mann á ári). Og við höfum haft af því mikið aukinn vanda, t.d. sjöföldun á áfengistengdum lifrarsjúkdómum á 20 árum. Eigum við virkilega að gefa í og auka aðgengi meira? Verum minnug þess glæsilega árangurs sem við á Íslandi náðum í að snar-minnka sígarettureykingar, með einmitt því, að draga úr aðgengi! Það virkar! Tökum lýðheilsu alvarlega og sýnum það í verki. Ekki auka aðgengi að áfengi. Höfundur er sérfræðilæknir í lyf- og fíknlækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Verslun Fíkn Matvöruverslun Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í alvöru krakkar!? Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag? Þetta er samviskuspurningin fyrir alla sem koma að því að auka aðgengi að áfengi með nýrri markaðssetningu og tilheyrandi sýnileika, auglýsingum, tilboðum og áhuga. Það er auðveld reikniformúlan í þessum leik, aukið aðgengi, aukin neysla, aukinn vandi, aukinn kostnaður. Þeir sem eru mest útsettir og í mestri áhættu vegna markaðssetningar áfengis er ungt fólk á barneignaraldri og eldra fólk í breyttu hlutverki í lífinu. Einnig eru margir hópar í viðkvæmri stöðu varðandi áfengið, t.d. fólk með fíknsjúkdóm og aðra geðsjúkdóma sem hefur hvað mestan vanda af áfengi. Þessir sjúkdómar eru algengir í okkar samfélagi. Það vantar ekki fræðin, upplýsingar, tölur og vísindi sem beina okkur eindregið frá auknu aðgengi að áfengi. Við þekkjum meira en 200 sjúkdóma sem áfengi veldur. Við vitum um slæm áhrif áfengis á geð- og félagsheilsu. Það er ekki tilviljun að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með sölufyrirkomulagi eins og hefur verið á Íslandi. Öll rök og vísindi segja okkur, að það er hagur samfélagsins að sporna við aðgengi að áfengi. Orð ábyrgra aðila gegn þessu alvarlega feilspori að auka aðgengi að áfengi, eins og landlæknis, heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra og Læknafélags Íslands, þau heyrast ekki fyrir trommuslættinum. Það er of mikill hávaði í auglýsingum sem fara á skjön við lög og upphafningu á áfengissölu sem fer á skjön við lög. Hvernig stendur á því að samfélagið okkar getur ekki stöðvað þessa óheillaþróun? Hvers vegna ráða markaðsöflin þótt þau daðri við að brjóta lög? Hvers vegna situr kæra inni hjá lögreglu í 4 ár án þess að hún sé tekin fyrir? Er þetta siðlegt hjá okkur? Höfum við misst samfélagsvitundina? Hvað með samfélagsábyrgð fyrirtækja sem var talsvert í tísku fyrir nokkrum árum? Er hún hætt? Forsvarsmenn stórra fyrirtækja hafa möguleika á að hafa mikil áhrif til góðs, styðja við lýðheilsu og láta gott af sér leiða. Ég auglýsi eftir því í þessum hildarleik um aukið aðgengi að áfengi. Kostnaður samfélagsins í dag vegna áfengisneyslu Íslendinga er 100 milljarðar króna á ári, það er fjandakornið alveg nóg. Höfum við, samfélagið, efni á að auka þann kostnað enn meira, bara svo einhverjir geti grætt á sinni sölu? Ættum við ekki frekar að standa upp‘á hól og kalla, eða boða stefnumótunarfundi eða þjóðfundi eða samstarf allra hagaðila,… til þess að draga úr núverandi kostnaði vegna áfengisneyslu á Íslandi? Við höfum aukið aðgengi að áfengi á Íslandi gríðarlega mikið síðustu áratugi. Vínbúðum og vínveitingastöðum fjölgað, opnunartímar lengst. Léttvín og bjór eru víðast hvar nærri okkur og hópurinn stækkar sem drekkur eitthvert áfengi flesta daga (þ.e. 4 eða fleiri daga í viku). Enda höfum við Íslendingar aukið drykkjuna mikið (reiknað í hreinum vínanda á mann á ári). Og við höfum haft af því mikið aukinn vanda, t.d. sjöföldun á áfengistengdum lifrarsjúkdómum á 20 árum. Eigum við virkilega að gefa í og auka aðgengi meira? Verum minnug þess glæsilega árangurs sem við á Íslandi náðum í að snar-minnka sígarettureykingar, með einmitt því, að draga úr aðgengi! Það virkar! Tökum lýðheilsu alvarlega og sýnum það í verki. Ekki auka aðgengi að áfengi. Höfundur er sérfræðilæknir í lyf- og fíknlækningum.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun