Þúsundir heimilislausra fluttir frá París í aðdraganda Ólympíuleika Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2024 16:26 Ólympíuleikarnir fara fram í París 26. júlí til 11. ágúst. EPA Þúsundir heimilislausra manna hafa verið fluttir frá París og nágrenni sem hluti af hreingerningaraðgerð vegna Ólympíuleikanna sem fara fram í borginni í sumar. Meðal þeirra sem fluttir hafa verið á brott eru flóttamenn, fjölskyldur og börn í viðkvæmri stöðu, að því er kemur fram í yfirlýsingu samtakanna Le Revers de la Médaille sem The Guardian hefur eftir. Þá hefur lögregla leyst upp starfsemi kynlífsverkafólks og fíkiefnaneytenda á svæðum þar sem það hélt til og hafði aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá segir að niðurrif yfirvalda á tjaldbúðum heimilislausra í París og nágrenni hafi færst í aukana síðastliðið ár. Á rúmu ári hafi hátt í þrettán þúsund heimilislausir Parísarbúar verið færðir úr tjaldbúðum sínum. Paul Alauzy, talsmaður mannúðarsamtakanna Médecins du Monde, segir borgaryfirvöld í París hafa gerst sek um „félagslegar hreinsanir“ (e. social clensing) á viðkvæmasta hópi borgarinnar, í þeim tilgangi að fegra ímynd borgarinnar fyrir ólympíuleikana. Hann segir fólkinu hafa verið ekið með rútum í aðrar tjaldbúðir í hæfilegri fjarlægð frá borginni sem skammtímalausn á vandanum. „Ef þetta væri göfug lausn á vandamálinu væri fólk að berjast fyrir sæti í þessum rútum, sem það er ekki að gera. Við erum hægt og rólega að gera lífið ómögulegt fyrir þetta fólk,“ segir Alauzy. Anne Hidalgo, borgarstjóri í París, segir borgarstjórn hafa í mörg ár þrýst á ríkisstjórn Frakklands, sem ber ábyrgð á neyðarskýlum, að leggja fram áætlun til þess að hýsa þá 3600 íbúa Parísar sem eru heimilislausir. Í fyrra fullyrti hún að engum yrði gert að yfirgefa borgina gegn eigin vilja. Hún segir málið ekki á ábyrgð borgarstjórnar að skjóta skjólshúsi yfir heimilislausa en þrátt fyrir það geri borgaryfirvöld meira en gott þyki í þeim málum. Í hverri viku sjái borgarstjórn um að hýsa þúsundir heimilislausra. Ólympíuleikar Frakkland Málefni heimilislausra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Meðal þeirra sem fluttir hafa verið á brott eru flóttamenn, fjölskyldur og börn í viðkvæmri stöðu, að því er kemur fram í yfirlýsingu samtakanna Le Revers de la Médaille sem The Guardian hefur eftir. Þá hefur lögregla leyst upp starfsemi kynlífsverkafólks og fíkiefnaneytenda á svæðum þar sem það hélt til og hafði aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá segir að niðurrif yfirvalda á tjaldbúðum heimilislausra í París og nágrenni hafi færst í aukana síðastliðið ár. Á rúmu ári hafi hátt í þrettán þúsund heimilislausir Parísarbúar verið færðir úr tjaldbúðum sínum. Paul Alauzy, talsmaður mannúðarsamtakanna Médecins du Monde, segir borgaryfirvöld í París hafa gerst sek um „félagslegar hreinsanir“ (e. social clensing) á viðkvæmasta hópi borgarinnar, í þeim tilgangi að fegra ímynd borgarinnar fyrir ólympíuleikana. Hann segir fólkinu hafa verið ekið með rútum í aðrar tjaldbúðir í hæfilegri fjarlægð frá borginni sem skammtímalausn á vandanum. „Ef þetta væri göfug lausn á vandamálinu væri fólk að berjast fyrir sæti í þessum rútum, sem það er ekki að gera. Við erum hægt og rólega að gera lífið ómögulegt fyrir þetta fólk,“ segir Alauzy. Anne Hidalgo, borgarstjóri í París, segir borgarstjórn hafa í mörg ár þrýst á ríkisstjórn Frakklands, sem ber ábyrgð á neyðarskýlum, að leggja fram áætlun til þess að hýsa þá 3600 íbúa Parísar sem eru heimilislausir. Í fyrra fullyrti hún að engum yrði gert að yfirgefa borgina gegn eigin vilja. Hún segir málið ekki á ábyrgð borgarstjórnar að skjóta skjólshúsi yfir heimilislausa en þrátt fyrir það geri borgaryfirvöld meira en gott þyki í þeim málum. Í hverri viku sjái borgarstjórn um að hýsa þúsundir heimilislausra.
Ólympíuleikar Frakkland Málefni heimilislausra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira