Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 12:39 Evrópuþingskosningar hefjast í 27 ríkjum Evrópusambandins á morgun. Búast má við því að óprúttnir aðilar og útlagaríki reyni að hafa áhrif á kjósendur með útsmognum leiðum. AP/Virginia Mayo Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. Um 360 milljónir manna í 27 ríkjum eru á kjörskrá fyrir Evrópuþingskosningarnar sem hefjast á morgun og lýkur á sunnudag. Kosið er um 720 þingsæti en síðustu kosningar voru haldnar árið 2019. Sérfræðingar hafa nú þegar greint vaxandi straum falsfrétta og undirróðurs gegn Evrópusambandinu í ríkjunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Erfiðara er einnig sagt að þekkja áróðurinn en áður. Gervigreindartól hafa enda gert það auðveldara en nokkru sinni fyrr að búa til misvísandi eða falsað efni. Rússar eru taldir umsvifamestir í að skapa upplýsingaóreiðuna en kínversk stjórnvöld hafa einnig gert sitt til þess að hafa áhrif á evrópska kjósendur. „Herferðir á vegum rússneska ríkisins til þess að láta blekkjandi efni flæða yfir Evrópusambandið ógnar því hvernig við höfum verið vön að haga lýðræðislegri umræðu okkar, sérstaklega á tímum kosninga,“ sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, á mánudag. Sakaði hann Rússa um að nota sjálfvirk yrki til þess að níða skóinn af frambjóðendum sem gagnrýna Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Brotist inn á fréttavefi og falsað myndband af frambjóðanda Fregnir hafa borist af upplýsingahernaði í tengslum við kosningar í Evrópu undanfarna mánuði. Á Spáni og í Póllandi bárust falskar hótanir um árásir á kjörstaði en annars staðar hafa komið upp tilvik þar sem gervigreind og tölvuinnbrot voru notuð til þess að ljúga að kjósendum. Þannig fór falsað myndband sem var framleitt með gervigreind í dreifingum örfáum dögum fyrir kosningar í Slóvakíu þar sem látið var líta út fyrir að frambjóðandi til þings ræddi um að hagræða úrslitunum. Í Póllandi í síðustu viku brutust þrjótar inn í kerfi ríkisfjölmiðilsins og birtu sem frétt staðlausa stafi um að Donald Tusk forsætisráðherra ætlaði að kalla út 200.000 hermenn. Pólsk yfirvöld kenndum rússneskum tölvuþrjótum um. Markmið upplýsingahernaðarins er sagt að grafa undan trú evrópsks almennings á lýðræðinu og fæla hann frá því að taka þátt í kosningum. Ætlunin sé að sundra Evrópu. Hægt er að nota gervigreindarforrit eins og ChatGPT til þess að búa til áróður og falsfréttir á auðveldari og meira sannfærandi hátt en nokkru sinni áður.AP/Markus Schreiber Samfélagsmiðlar segjast reyna að stöðva flóðið Fyrir síðustu Evrópuþingskosningar var einnig háður upplýsingahernaður en þá reiddu Rússar sig á svokallaðar tröllaverksmiðjur þar sem manneskjur af holdi og blóði sátu sveittar við að skrifa falsfréttir, stundum á lélegri ensku. Þá var sagt auðveldara að greina falsið frá raunverulegum fréttum. Sú hraða þróun sem hefur orðið í gervigreind og aðgengi að henni þýðir að mun auðveldara er nú að fjöldaframleiða áróður sem virkar trúverðugri en áður. Þannig er hægt að falsa myndir, myndbönd og hljóð á nokkuð sannfærandi hátt fyrir almennan borgara. Sum samfélagsmiðlafyrirtæki, sem eru oft helsta dreifileið áróðursins, segjast tilbúin að reyna að hefta flóð upplýsingafals fyrir kosningarnar. Meta, eigandi Facebook og Instagram, segist ætlar að reka sérstaka kosningamiðstöð til þess að fylgjast með skaðlegu efni auk þúsunda rýnenda sem fara yfir efni sem birtist á öllum opinberum tungumálum innan ESB. Þá vinni fyrirtækið að hertum reglum um gervigreindarefni. Bæði Tiktok og Google, eigandi Youtube, segjast hafa staðreyndavakt til þess að fylgjast með dreifingu á fölsuðu efni. Elon Musk, eigandi X, segist aftur á móti hafa lagt niður teymi sem átti að gæta þess að miðillinn væri ekki misnotaður til þess að hafa áhrif á kosningar. Evrópusambandið Rússland Gervigreind Samfélagsmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi. 25. júní 2019 12:00 Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi. 25. júní 2019 12:00 Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Um 360 milljónir manna í 27 ríkjum eru á kjörskrá fyrir Evrópuþingskosningarnar sem hefjast á morgun og lýkur á sunnudag. Kosið er um 720 þingsæti en síðustu kosningar voru haldnar árið 2019. Sérfræðingar hafa nú þegar greint vaxandi straum falsfrétta og undirróðurs gegn Evrópusambandinu í ríkjunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Erfiðara er einnig sagt að þekkja áróðurinn en áður. Gervigreindartól hafa enda gert það auðveldara en nokkru sinni fyrr að búa til misvísandi eða falsað efni. Rússar eru taldir umsvifamestir í að skapa upplýsingaóreiðuna en kínversk stjórnvöld hafa einnig gert sitt til þess að hafa áhrif á evrópska kjósendur. „Herferðir á vegum rússneska ríkisins til þess að láta blekkjandi efni flæða yfir Evrópusambandið ógnar því hvernig við höfum verið vön að haga lýðræðislegri umræðu okkar, sérstaklega á tímum kosninga,“ sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, á mánudag. Sakaði hann Rússa um að nota sjálfvirk yrki til þess að níða skóinn af frambjóðendum sem gagnrýna Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Brotist inn á fréttavefi og falsað myndband af frambjóðanda Fregnir hafa borist af upplýsingahernaði í tengslum við kosningar í Evrópu undanfarna mánuði. Á Spáni og í Póllandi bárust falskar hótanir um árásir á kjörstaði en annars staðar hafa komið upp tilvik þar sem gervigreind og tölvuinnbrot voru notuð til þess að ljúga að kjósendum. Þannig fór falsað myndband sem var framleitt með gervigreind í dreifingum örfáum dögum fyrir kosningar í Slóvakíu þar sem látið var líta út fyrir að frambjóðandi til þings ræddi um að hagræða úrslitunum. Í Póllandi í síðustu viku brutust þrjótar inn í kerfi ríkisfjölmiðilsins og birtu sem frétt staðlausa stafi um að Donald Tusk forsætisráðherra ætlaði að kalla út 200.000 hermenn. Pólsk yfirvöld kenndum rússneskum tölvuþrjótum um. Markmið upplýsingahernaðarins er sagt að grafa undan trú evrópsks almennings á lýðræðinu og fæla hann frá því að taka þátt í kosningum. Ætlunin sé að sundra Evrópu. Hægt er að nota gervigreindarforrit eins og ChatGPT til þess að búa til áróður og falsfréttir á auðveldari og meira sannfærandi hátt en nokkru sinni áður.AP/Markus Schreiber Samfélagsmiðlar segjast reyna að stöðva flóðið Fyrir síðustu Evrópuþingskosningar var einnig háður upplýsingahernaður en þá reiddu Rússar sig á svokallaðar tröllaverksmiðjur þar sem manneskjur af holdi og blóði sátu sveittar við að skrifa falsfréttir, stundum á lélegri ensku. Þá var sagt auðveldara að greina falsið frá raunverulegum fréttum. Sú hraða þróun sem hefur orðið í gervigreind og aðgengi að henni þýðir að mun auðveldara er nú að fjöldaframleiða áróður sem virkar trúverðugri en áður. Þannig er hægt að falsa myndir, myndbönd og hljóð á nokkuð sannfærandi hátt fyrir almennan borgara. Sum samfélagsmiðlafyrirtæki, sem eru oft helsta dreifileið áróðursins, segjast tilbúin að reyna að hefta flóð upplýsingafals fyrir kosningarnar. Meta, eigandi Facebook og Instagram, segist ætlar að reka sérstaka kosningamiðstöð til þess að fylgjast með skaðlegu efni auk þúsunda rýnenda sem fara yfir efni sem birtist á öllum opinberum tungumálum innan ESB. Þá vinni fyrirtækið að hertum reglum um gervigreindarefni. Bæði Tiktok og Google, eigandi Youtube, segjast hafa staðreyndavakt til þess að fylgjast með dreifingu á fölsuðu efni. Elon Musk, eigandi X, segist aftur á móti hafa lagt niður teymi sem átti að gæta þess að miðillinn væri ekki misnotaður til þess að hafa áhrif á kosningar.
Evrópusambandið Rússland Gervigreind Samfélagsmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi. 25. júní 2019 12:00 Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi. 25. júní 2019 12:00 Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi. 25. júní 2019 12:00
Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi. 25. júní 2019 12:00
Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45