Fannst yfirgefin tveggja daga gömul en lifir góða lífinu í dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2024 15:20 Það væsir ekki um kálfinn unga, sem enn á eftir að fá nafn. Hreindýragarðurinn Hálfs mánaðar gamall hreindýrskálfur er nýjasti íbúinn í Hreindýragarðinum á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Nýliðinn hefur vakið mikla lukku þrátt fyrir að mikil vinna liggi að baki því að sjá um móðurlausan kálf. Kolbrún Edda er einn af umsjónarmönnum Hreindýragarðsins. Hún segir bænum hafa borist símtal þess efnis að lítill hreindýrskálfur hafi fundist yfirgefinn upp í fjalli nálægt Ormsstöðum utan við Egilsstaði. Björn Magnússon hreindýrabóndi og afi Eddu hafi stokkið af stað og verið meira en viðbúin þessu, en fyrir eiga þau hreindýratarfa sem fundust árið 2021, Mosa og Garp. Eftir að Mosi og Garpur fundust, aðeins nokkurra daga gamlir, gekk Björn þeim í móðurstað. Sama átti sér stað þegar nýjasti kálfurinn fannst. „Afi hefur síðustu ár verið að vinna í því að stækka og betrumbæta Hreindýragarðinn og hefur aðsóknin verið fram úr okkar væntingum. Með því að hugsa um tarfana okkar tvo hefur hann verið að byggja kofa og fleiri hólf, ef það skyldu finnast fleiri kálfar eða hreindýr í neyð, og hefur hann búið þar síðustu vikur, með litlu hreindýrabeljuna okkar,“ segir Edda. Kálfurinn var á stærð við fót fyrstu dagana. Hreindýragarðurinn Hún hafi einungis verið eins eða tveggja daga gömul þegar hún kom í Hreindýragarðinn. „Hún hefur dafnað afar vel og er um hálfs mánaða í dag. Það er brjáluð vinna að vera með móðurlausan hreindýrskálf og hefur afi verið hjá henni allan sólahringinn, dag og nótt, að hlúa að henni og passa að hún fái allt sem hún þurfi.“ Edda segir svipaða vinnu felast í því að sjá um hreindýrskálf og ungabarn. Fyrir utan að sofa þurfi með kálfinn úti og blanda nýja mjólk á tveggja tíma fresti. Hreindýragarðurinn virðist afar vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem eiga leið um Austurlandið. „Við höfum verið að fá mikið af gestum þrátt fyrir lítið af auglýsingum, en í vetur fengum við gesti hvern einasta dag, þrátt fyrir að vera ekki með opnunartíma. Og síðasta sumar voru um fjögur þúsund manns,“ segir Edda. Enn á eftir að gefa kálfinum nafn, en í færslu Hreindýragarðsins á Instagram eru fylgjendur beðnir um tillögur að nafni á kálfinn. Lumar þú á góðu nafni? Kálfurinn vex hratt úr grasi. Hreindýragarðurinn Íbúar passa vel upp á að hún sé nærð.Hreindýragarðurinn Mosi og Garpur ásamt Birni hreindýrabónda.Hreindýragarðurinn Dýr Landbúnaður Múlaþing Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Kolbrún Edda er einn af umsjónarmönnum Hreindýragarðsins. Hún segir bænum hafa borist símtal þess efnis að lítill hreindýrskálfur hafi fundist yfirgefinn upp í fjalli nálægt Ormsstöðum utan við Egilsstaði. Björn Magnússon hreindýrabóndi og afi Eddu hafi stokkið af stað og verið meira en viðbúin þessu, en fyrir eiga þau hreindýratarfa sem fundust árið 2021, Mosa og Garp. Eftir að Mosi og Garpur fundust, aðeins nokkurra daga gamlir, gekk Björn þeim í móðurstað. Sama átti sér stað þegar nýjasti kálfurinn fannst. „Afi hefur síðustu ár verið að vinna í því að stækka og betrumbæta Hreindýragarðinn og hefur aðsóknin verið fram úr okkar væntingum. Með því að hugsa um tarfana okkar tvo hefur hann verið að byggja kofa og fleiri hólf, ef það skyldu finnast fleiri kálfar eða hreindýr í neyð, og hefur hann búið þar síðustu vikur, með litlu hreindýrabeljuna okkar,“ segir Edda. Kálfurinn var á stærð við fót fyrstu dagana. Hreindýragarðurinn Hún hafi einungis verið eins eða tveggja daga gömul þegar hún kom í Hreindýragarðinn. „Hún hefur dafnað afar vel og er um hálfs mánaða í dag. Það er brjáluð vinna að vera með móðurlausan hreindýrskálf og hefur afi verið hjá henni allan sólahringinn, dag og nótt, að hlúa að henni og passa að hún fái allt sem hún þurfi.“ Edda segir svipaða vinnu felast í því að sjá um hreindýrskálf og ungabarn. Fyrir utan að sofa þurfi með kálfinn úti og blanda nýja mjólk á tveggja tíma fresti. Hreindýragarðurinn virðist afar vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem eiga leið um Austurlandið. „Við höfum verið að fá mikið af gestum þrátt fyrir lítið af auglýsingum, en í vetur fengum við gesti hvern einasta dag, þrátt fyrir að vera ekki með opnunartíma. Og síðasta sumar voru um fjögur þúsund manns,“ segir Edda. Enn á eftir að gefa kálfinum nafn, en í færslu Hreindýragarðsins á Instagram eru fylgjendur beðnir um tillögur að nafni á kálfinn. Lumar þú á góðu nafni? Kálfurinn vex hratt úr grasi. Hreindýragarðurinn Íbúar passa vel upp á að hún sé nærð.Hreindýragarðurinn Mosi og Garpur ásamt Birni hreindýrabónda.Hreindýragarðurinn
Dýr Landbúnaður Múlaþing Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira