Segist tilbúinn að deyja á vellinum en fær líklega ekki að spila Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2024 14:01 Kristaps Porziņģis lék á sínum tíma með Dallas og Kyrie Irving lék á sínum tíma með Boston. EPA-EFE/CJ GUNTHER Kristaps Porziņģis meiddist á fæti í sigri Boston Celtics á sínum gömlu félögum í Dallas Mavericks í öðrum leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta. Óvíst er hvort hann geti verið með það sem eftir lifir úrslitaeinvígisins. Það eru tæplega tvö og hálft ár síðan Mavericks skipti Porziņģis út og síðan þá hefur hann ekki enn náð að spila í Dallas. Nú er alls óvíst hvort þessi hávaxni Letti geti spilað á sínum gamla heimavelli þegar Celtics mætir til Dallas með það að markmiði að ganga frá einvíginu eftir tvo sigra í röð á heimavelli. Hinn fjölhæfi Porziņģis var lengi vel meiddur á kálfa og gat því lítið spilað í úrslitakeppninni, það er þangað til í úrslitum. Nú er hann að glíma við meiðsli á vinstri fæti (e. torn medial retinaculum allowing dislocation of the posterior tibialis tendon) og sem stendur er heldur ólíklegt að hann geti spilað í kvöld, aðfaranótt fimmtudags. „Það er í höndum læknateymisins hvort ég megi spila eða ekki. Það eina sem getur stöðvað mig er að mér verði einfaldlega bannað að stíga á völlinn og spila, það er það eina sem getur hindrað að ég spili leikinn,“ sagði Porziņģis um meiðslin en hann hefur glímt við ýmis meiðsli á ferli sínum. Eftir leik tvö sagðist hann tilbúinn að deyja á vellinum en það stefnir í að hann fái ekki tækifæri til þess. #NEBHInjuryReport for tomorrow vs. Dallas:Kristaps Porzingis (left posterior tibialis dislocation) - QUESTIONABLE— Boston Celtics (@celtics) June 11, 2024 Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, sagði meiðslin slæm og að liðið vildi ekki setja Porziņģis í stöðu sem gæti gert þau verri. Þriðji leikur NBA-úrslitanna hefst klukkan 00.30 í kvöld, upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst hálftíma fyrr eða á miðnætti. Boston leiðir 2-0 en vinna þarf fjóra leiki til að vera krýndur meistari NBA-deildarinnar árið 2024. Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Það eru tæplega tvö og hálft ár síðan Mavericks skipti Porziņģis út og síðan þá hefur hann ekki enn náð að spila í Dallas. Nú er alls óvíst hvort þessi hávaxni Letti geti spilað á sínum gamla heimavelli þegar Celtics mætir til Dallas með það að markmiði að ganga frá einvíginu eftir tvo sigra í röð á heimavelli. Hinn fjölhæfi Porziņģis var lengi vel meiddur á kálfa og gat því lítið spilað í úrslitakeppninni, það er þangað til í úrslitum. Nú er hann að glíma við meiðsli á vinstri fæti (e. torn medial retinaculum allowing dislocation of the posterior tibialis tendon) og sem stendur er heldur ólíklegt að hann geti spilað í kvöld, aðfaranótt fimmtudags. „Það er í höndum læknateymisins hvort ég megi spila eða ekki. Það eina sem getur stöðvað mig er að mér verði einfaldlega bannað að stíga á völlinn og spila, það er það eina sem getur hindrað að ég spili leikinn,“ sagði Porziņģis um meiðslin en hann hefur glímt við ýmis meiðsli á ferli sínum. Eftir leik tvö sagðist hann tilbúinn að deyja á vellinum en það stefnir í að hann fái ekki tækifæri til þess. #NEBHInjuryReport for tomorrow vs. Dallas:Kristaps Porzingis (left posterior tibialis dislocation) - QUESTIONABLE— Boston Celtics (@celtics) June 11, 2024 Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, sagði meiðslin slæm og að liðið vildi ekki setja Porziņģis í stöðu sem gæti gert þau verri. Þriðji leikur NBA-úrslitanna hefst klukkan 00.30 í kvöld, upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst hálftíma fyrr eða á miðnætti. Boston leiðir 2-0 en vinna þarf fjóra leiki til að vera krýndur meistari NBA-deildarinnar árið 2024.
Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti