Uppgjör: Þór Ak. - Stjarnan 0-1 | Róbert Frosti dró Stjörnuna í undanúrslit Árni Gísli Magnússon skrifar 12. júní 2024 17:16 Róbert Frosti Þorkelsson reyndist hetja Stjörnunnar. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan er komin í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir dramatískan 1-0 sigur gegn Lengjudeildar liði Þórs á Akureyri fyrr í kvöld. Róbert Frosti Þorkelsson skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma eftir annars bragðdaufan leik. Fyrri hálfleikur var mjög rólegur og virtist hvorugt liðið þora að taka neina sénsa. Leikurinn opnaðaðist þó aðeins þegar leið á hálfleikinn og áttu Þórsarar hættulegar skyndisóknir. Ingimar Arnar Kristjánsson fékk fyrsta færi leiksins á 7. mínútu en Mathias Rosenorn varði vel. Emil Atlason fékk gott færi á 33. mínútu þegar hann fékk frían skalla við markteig en beint á Aron Birki í marki Þórs. Ingimar Arnar og Rafael Victor fengu sitt hvort færið til að koma Þór í forystu fyrir lok hálfleiks en tókst það ekki og því markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var ekki ekki mikið fyrir augað frekar en sá fyrri en Þórsarar voru þó ívið líklegri en gestirnir að ná inn marki. Það var því mikið svekkelsi fyrir heimamenn þegar Róbert Frosti Þorkelsson skoraði sigurmarkið þegar komið var fram í þriðju mínútu uppbótartíma, en tveimur mínútum hafði verið bætt við venjulegan leiktíma. Örvar Eggertsson átti lausa sendingu inn á teiginn sem Aron Birkir ætlaði að grípa en missti boltann klaufalega beint fyrir fætur Róberts sem gat ekki annað en potað boltanum inn og tryggt Stjörnunni farseðil í undanúrslit keppninnar. Lokatölur 1-0 og enn eru það Stjörnumenn sem sigra Þórsara á dramatískan hátt í bikarkeppninni á Þórsvelli en árið 2013 sigruðu þeir í vítakeppni og 2018 í framlengingu með tveimur mörkum í blálokin eftir að hafa lent undir. Stjörnur og skúrkar Leikurinn var afar bragðdaufur og erfitt að velja marga sem stóðu fram úr.Guðmundur Kristjánsson var sem klettur í vörn Stjörnunnar og átti afbragðs leik. Róbert Frosti Þorkelsson skoraði sigurmarkið í blálokin og stendur uppi sem stjarna leiksins. Þórsarar spiluðu agaðan og góðan varnarleik og gáfu fá færi á sér og voru Ragnar Óli Ragnarsson og Birkir Heimisson þar fremstir í flokki. Hinn 16 ára Egill Orri Arnarsson átti þá góðan leik í vinstri bakverðinum og var óhræddur við að sækja upp kantinn. Aron Birkir Stefánsson, markmaður Þórs, gerir afdrífarík mistök sem orsakar það að Stjarnan vinnur leikinn í venjulegum leiktíma og er því örlagavaldur leiksins. Atvik leiksins Sigurmark Stjörnunnar sem kemur á fjórðu mínútu uppbótartíma og klárar leikinn. Saklaus sending inn í teig sem endar með marki eftir mistök markmanns og tryggir Stjörnunni áfram í undanúrslit Dómarinn Það verður seint talið eftirsóknarvert að halda á flautinni í Þorpinu með stúkuna á bakinu en Helgi Mikael stóðst prófið í dag en leikurinn var ekki erfiður að dæma. Stemning umgjörð Þórsarar hafa boðið upp á mikið húllumhæ fyrir heimaleiki liðsins í sumar fyrir alla fjölskylduna þar sem boðið er upp á allskonar veitingar og afþreyingu fyrir börn sem er alltaf gaman að sjá og fleiri lið eru byrjuð að gera. Það var vel mætt í stúkuna og létu stuðningsmenn Þórs vel í sér heyra. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Þór Akureyri Stjarnan
Stjarnan er komin í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir dramatískan 1-0 sigur gegn Lengjudeildar liði Þórs á Akureyri fyrr í kvöld. Róbert Frosti Þorkelsson skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma eftir annars bragðdaufan leik. Fyrri hálfleikur var mjög rólegur og virtist hvorugt liðið þora að taka neina sénsa. Leikurinn opnaðaðist þó aðeins þegar leið á hálfleikinn og áttu Þórsarar hættulegar skyndisóknir. Ingimar Arnar Kristjánsson fékk fyrsta færi leiksins á 7. mínútu en Mathias Rosenorn varði vel. Emil Atlason fékk gott færi á 33. mínútu þegar hann fékk frían skalla við markteig en beint á Aron Birki í marki Þórs. Ingimar Arnar og Rafael Victor fengu sitt hvort færið til að koma Þór í forystu fyrir lok hálfleiks en tókst það ekki og því markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var ekki ekki mikið fyrir augað frekar en sá fyrri en Þórsarar voru þó ívið líklegri en gestirnir að ná inn marki. Það var því mikið svekkelsi fyrir heimamenn þegar Róbert Frosti Þorkelsson skoraði sigurmarkið þegar komið var fram í þriðju mínútu uppbótartíma, en tveimur mínútum hafði verið bætt við venjulegan leiktíma. Örvar Eggertsson átti lausa sendingu inn á teiginn sem Aron Birkir ætlaði að grípa en missti boltann klaufalega beint fyrir fætur Róberts sem gat ekki annað en potað boltanum inn og tryggt Stjörnunni farseðil í undanúrslit keppninnar. Lokatölur 1-0 og enn eru það Stjörnumenn sem sigra Þórsara á dramatískan hátt í bikarkeppninni á Þórsvelli en árið 2013 sigruðu þeir í vítakeppni og 2018 í framlengingu með tveimur mörkum í blálokin eftir að hafa lent undir. Stjörnur og skúrkar Leikurinn var afar bragðdaufur og erfitt að velja marga sem stóðu fram úr.Guðmundur Kristjánsson var sem klettur í vörn Stjörnunnar og átti afbragðs leik. Róbert Frosti Þorkelsson skoraði sigurmarkið í blálokin og stendur uppi sem stjarna leiksins. Þórsarar spiluðu agaðan og góðan varnarleik og gáfu fá færi á sér og voru Ragnar Óli Ragnarsson og Birkir Heimisson þar fremstir í flokki. Hinn 16 ára Egill Orri Arnarsson átti þá góðan leik í vinstri bakverðinum og var óhræddur við að sækja upp kantinn. Aron Birkir Stefánsson, markmaður Þórs, gerir afdrífarík mistök sem orsakar það að Stjarnan vinnur leikinn í venjulegum leiktíma og er því örlagavaldur leiksins. Atvik leiksins Sigurmark Stjörnunnar sem kemur á fjórðu mínútu uppbótartíma og klárar leikinn. Saklaus sending inn í teig sem endar með marki eftir mistök markmanns og tryggir Stjörnunni áfram í undanúrslit Dómarinn Það verður seint talið eftirsóknarvert að halda á flautinni í Þorpinu með stúkuna á bakinu en Helgi Mikael stóðst prófið í dag en leikurinn var ekki erfiður að dæma. Stemning umgjörð Þórsarar hafa boðið upp á mikið húllumhæ fyrir heimaleiki liðsins í sumar fyrir alla fjölskylduna þar sem boðið er upp á allskonar veitingar og afþreyingu fyrir börn sem er alltaf gaman að sjá og fleiri lið eru byrjuð að gera. Það var vel mætt í stúkuna og létu stuðningsmenn Þórs vel í sér heyra.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti