Á þriðja tug mála bíða afgreiðslu og óvissa um frestun þingfunda Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2024 11:52 Birgit Ármannsson forseti Alþingis segir um það bil 25 mál það langt komin í vinnu og umræðum á Alþingi að það ætti að vera hægt að afgreiða þau. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis er vongóður um að samkomulag takist á næstu sólarhringum um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun. Rúmlega tuttugu mál væru það langt komin að þau ættu að ná afgreiðslu. Hins vegar væri ekkert því til fyrirstöðu að funda lengra inn í júnímánuð ef á þyrfti að halda. Í kvöld klukkan 19:40 fara fram svo kallaðar eldhúsdagsumræður á Alþingi, eða almennar stjórnmálaumræður sem hefð er fyrir undir lok vorþings. Samkvæmt upprunalegri starfsáætlun Alþingis fyrir yfirstandandi vorþing átti að fresta fundum Alþingis hinn 7. júní, eða á föstudag í síðustu viku en ekki sér fyrir lok þingstarfa og mörg stór mál bíða afgreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að í aðdraganda forsetakosninga hafi verið ákveðið að breyta starfsáætluninni þannig að lokadagurinn yrði 14. júní. Hann teldi öllum ljóst að einhverjir dagar muni bætast við þá áætlun. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir hægt að bæta við fundardögum ef á þurfi að halda til að afgreiða mikilvæg mál.Vísir/Vilhelm „Það hafa auðvitað verið viðræður í gangi á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um mál sem eru í forgangi. En staðan er auðvitað sú að það er mjög mikið af málum sem eru langt komin. Bíða umræðu, búin í nefndum og búin að fá mikla umfjöllun,“ segir Birgir. Honum teldist að þetta væru um tuttugu og fimm mál og vonandi verði hægt að ljúka megninu af þeim málum, þótt einhver mál lendi alltaf á milli skips og bryggju. Eitt af umdeildustu málunum sem bíða afgreiðslu er lagareldisfrumvarp matvælaráðherra. Heldur þú að það nái fram að ganga núna á vorþingi? „Ég veit bara að það er verið að vinna í því á fullu. En ég þori ekki að segja til um það hvernig nákvæmlega sú vinna stendur nákvæmlega núna,“ segir Birgir. Þingflokksformenn væru betur inni í stöðunni í viðræðum þeirra á milli um einstök mál. Mikill dráttur verið á framlagninu samgönguáætlunar sem margir hafa gagnrýnt en liggur nú fyrir þinginu og bíður afgreiðslu. Birgir segir mikla vinnu hafa verið lagða í hana en vildi ekki segja til um hvort hún nái fram að ganga. Reynslan sýni að deilur geti risið um einstök mál sem lengi þá umræðurnar en þá verði bætt við þingfundardögum eftir þörfum. Er vilji til að vera lengur en bara dagana eftir 17. júní í næstu viku og vera jafnvel eitthvað inn í þarnæstu viku? Það er bara allt of snemmt að segja. Ég held að við getum alveg klárað þetta í næstu viku. Ef hins vegar verða mjög miklar umræður í einstökum málum þá þarf ekki mikið til að brenni einn eða tveir dagar upp í þinginu um stór mál. Það auðvitað tefur þá það sem eftir er á dagskránni," segir Birgir Ármannsson. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Í kvöld klukkan 19:40 fara fram svo kallaðar eldhúsdagsumræður á Alþingi, eða almennar stjórnmálaumræður sem hefð er fyrir undir lok vorþings. Samkvæmt upprunalegri starfsáætlun Alþingis fyrir yfirstandandi vorþing átti að fresta fundum Alþingis hinn 7. júní, eða á föstudag í síðustu viku en ekki sér fyrir lok þingstarfa og mörg stór mál bíða afgreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að í aðdraganda forsetakosninga hafi verið ákveðið að breyta starfsáætluninni þannig að lokadagurinn yrði 14. júní. Hann teldi öllum ljóst að einhverjir dagar muni bætast við þá áætlun. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir hægt að bæta við fundardögum ef á þurfi að halda til að afgreiða mikilvæg mál.Vísir/Vilhelm „Það hafa auðvitað verið viðræður í gangi á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um mál sem eru í forgangi. En staðan er auðvitað sú að það er mjög mikið af málum sem eru langt komin. Bíða umræðu, búin í nefndum og búin að fá mikla umfjöllun,“ segir Birgir. Honum teldist að þetta væru um tuttugu og fimm mál og vonandi verði hægt að ljúka megninu af þeim málum, þótt einhver mál lendi alltaf á milli skips og bryggju. Eitt af umdeildustu málunum sem bíða afgreiðslu er lagareldisfrumvarp matvælaráðherra. Heldur þú að það nái fram að ganga núna á vorþingi? „Ég veit bara að það er verið að vinna í því á fullu. En ég þori ekki að segja til um það hvernig nákvæmlega sú vinna stendur nákvæmlega núna,“ segir Birgir. Þingflokksformenn væru betur inni í stöðunni í viðræðum þeirra á milli um einstök mál. Mikill dráttur verið á framlagninu samgönguáætlunar sem margir hafa gagnrýnt en liggur nú fyrir þinginu og bíður afgreiðslu. Birgir segir mikla vinnu hafa verið lagða í hana en vildi ekki segja til um hvort hún nái fram að ganga. Reynslan sýni að deilur geti risið um einstök mál sem lengi þá umræðurnar en þá verði bætt við þingfundardögum eftir þörfum. Er vilji til að vera lengur en bara dagana eftir 17. júní í næstu viku og vera jafnvel eitthvað inn í þarnæstu viku? Það er bara allt of snemmt að segja. Ég held að við getum alveg klárað þetta í næstu viku. Ef hins vegar verða mjög miklar umræður í einstökum málum þá þarf ekki mikið til að brenni einn eða tveir dagar upp í þinginu um stór mál. Það auðvitað tefur þá það sem eftir er á dagskránni," segir Birgir Ármannsson.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira