Aðeins fjórðungur Breta vill vera utan ESB Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 15:41 Flutningabíll ekur frá landamæraeftirlitsstöð í suðaustanverðu Englandi. Stuðningsmenn Brexit eru orðnir neikvæðari á áhrif útgöngunnar á áður, þar á meðal á efnahags- og innflytjendamál. Vísir/EPA Nú átta árum eftir að meirihluti Breta greiddi atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu segist aðeins fjórðungur telja að Bretland eigi að standa utan sambandsins. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá þjóðatkvæðagreiðslunni. Aðeins 24 prósent svarenda í skoðanakönnun sem félagsvísindastofnun Bretlands gerði töldu að Bretland ætti að vera utan Evrópusambandsins. Hlutfallið var 36 prósent árið 2019 og 41 prósent árið 2016, árið sem þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin. Könnunin nú var gerð í september og október. Þá höfðu svarendur neikvæðari sýn á áhrif Brexit, eins og útgangan hefur verið nefnd, á efnahag Bretlands og innflytjendamál en árið 2019 þegar síðustu þingkosningar voru haldnar. Breytingin er sérstaklega áberandi á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með útgöngunni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Um fjörutíu prósent þeirra telja nú verr komið fyrir efnahaginum vegna Brexit borið saman við átján prósent fyrir fimm árum. Þingkosningarnar 4. júlí eru þær fyrstu eftir að Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu árið 2020. Aðild að Evrópusambandinu hefur tæplega borið á góma í kosningabaráttunni til þessa. Könnun félagsvísindastofnunarinnar leiðir ennfremur í ljós hrapandi traust á stjórnvöldum. Heil 45 prósent svarendu sögðust nær aldrei treystra breskri ríkisstjórn til þess að setja þarfir þjóðarinnar ofar eigin flokkshagsmunum. Brexit Bretland Kosningar í Bretlandi Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02 Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Aðeins 24 prósent svarenda í skoðanakönnun sem félagsvísindastofnun Bretlands gerði töldu að Bretland ætti að vera utan Evrópusambandsins. Hlutfallið var 36 prósent árið 2019 og 41 prósent árið 2016, árið sem þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin. Könnunin nú var gerð í september og október. Þá höfðu svarendur neikvæðari sýn á áhrif Brexit, eins og útgangan hefur verið nefnd, á efnahag Bretlands og innflytjendamál en árið 2019 þegar síðustu þingkosningar voru haldnar. Breytingin er sérstaklega áberandi á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með útgöngunni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Um fjörutíu prósent þeirra telja nú verr komið fyrir efnahaginum vegna Brexit borið saman við átján prósent fyrir fimm árum. Þingkosningarnar 4. júlí eru þær fyrstu eftir að Bretland gekk formlega úr Evrópusambandinu árið 2020. Aðild að Evrópusambandinu hefur tæplega borið á góma í kosningabaráttunni til þessa. Könnun félagsvísindastofnunarinnar leiðir ennfremur í ljós hrapandi traust á stjórnvöldum. Heil 45 prósent svarendu sögðust nær aldrei treystra breskri ríkisstjórn til þess að setja þarfir þjóðarinnar ofar eigin flokkshagsmunum.
Brexit Bretland Kosningar í Bretlandi Evrópusambandið Tengdar fréttir Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02 Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. 3. júní 2024 16:02
Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. 23. júní 2023 14:23